Morgunblaðið - 23.11.2015, Side 11

Morgunblaðið - 23.11.2015, Side 11
Morgunblaðið/Golli Grafískir hönnuðir F.v. Hildur Sigurðardóttir, Hrund Guðmundsdóttir, Oscar Bjarnason, sem var í 1. sæti, og Ólöf Birna Garðarsdóttir. Dagný Reykjalín, sem deildi 2. og 3. sætinu með Hrund, var fjarverandi á Akureyri. skýrir Ólöf Birna. Trúlega finnst mörgum nafnspjöld að mörgu leyti úrelt fyrirbæri nema í undantekn- ingartilvikum eins og á sýningum þar sem starfsmenn margra fyrir- tækja koma saman og álíka sam- kundum. Ólöf Birna fullyrðir hins vegar að tími nafnspjaldanna sé runninn upp á nýjan leik, núna séu bara gerðar meiri kröfur til þess að þau standi upp úr. „Nafnspjaldamenningin hefur verið víkjandi síðustu fimm til tíu ár- in, enda allir á bólakafi í sínum raf- ræna heimi þar sem þeir senda hvers kyns boð og upplýsingar sín á milli. Þótt fólk dæli kannski ekki nafn- spjöldum út og suður eins og áður, virðist það kunna æ betur að meta að fá áþreifanlegan og fallegan prent- grip í hendurnar. Nafnspjöld fanga meiri athygli heldur en rafræn boð. Tengingin og nálgunin er öðruvísi, jafnvel tilfinningaleg,“ segir Ólöf Birna og bætir við að nafnspjald geti verið margra auglýsinga virði. Sjálf á hún nokkur í skrifborðinu sínu sem hún tímir ómögulega að henda. Þótt Hildur og Ólöf Birna hafi hugsað nafnspjaldasamkeppnina sem skemmtilegan leik, var allt á faglegum nótum. Þátttakendur fengu skýr fyrirmæli og þurftu að uppfylla ákveðnar kröfur varðandi liti, pappír og þess háttar. Um „tæknistöffið“ sögðu þær í bréfi til þeirra tólf sem skráðu sig til leiks: „Við viljum halda öllu opnu hvað varðar tæknilausnir sem við getum græjað, t.d. litlaust þrykk, upphleyp- ing, stönsun, fólía, litaðir kantar (edge painting)“. Í leiðbeiningum um pappír koma fyrir orð eins og Mun- ken Rough og Kvist-papp. Leikurinn var augljóslega ekki ætlaður leik- mönnum. Áskorun og flækjustig Enda skráðu sig eingöngu fag- menn til leiks; grafískir hönnuðir og miðlarar og arkitekt. „Hönnuðir þurfa stundum að sletta úr hönn- unarklaufum sínum og finna frelsið til að hanna eitthvað áhugavert á eigin forsendum. Markmið okkar með leiknum var að gefa þeim tæki- færi til að vinna tillögur að prent- gripum þar sem allt væri opið tækni- lega. Og hvetja þá jafnframt til að nýta sér möguleika letterpress- prenttækninnar án þess að þurfa að horfa í kostnaðinn. Við vorum reiðu- búnar til að taka áskorunum í prent- uninni og hvöttum þátttakendur í rauninni til búa til svolítið flækjustig – að ýta okkur fram að brúninni,“ segja þær. Sigurvegararnir þrír eru graf- ískir hönnuðir. Að sögn Ólafar Birnu valdi dómnefndin, sem samanstóð af fagfólki í grafískri hönnun og hug- myndasmíð, nafnspjöld þeirra vegna skemmtilegrar og óhefðbundinnar nálgunar á viðfangsefninu. Í fyrsta sæti var Oscar Bjarnason með nafn- spjald með eigin nafni. „Oscar notar naumhyggjulega fídusa. Við fyrstu sýn virðist nafn- spjaldið einfalt, en við nánari skoðun sést flókin útfærsla. Oscar blandar saman fólíuprentun og þrykki á hug- vitssamlegan hátt. Þrykkið á bak- hliðinni kemur fram í mynstri á framhliðinni og úr verður skemmti- legur skuggaleikur. Kantarnir eru handlitaðir og þegar spjaldinu er snúið sést blái tónninn á jöðrunum greinilega.“ Blek og feiti kötturinn Gosi Hrund Guðmundsdóttir og Dagný Reykjalín deildu saman 2. og 3. sæti. Dómnefndin gat ekki gert upp á milli nafnspjalds sem Hrund hannaði handa kettinum sínum eða þess sem Dagný hannaði fyrir Blek, auglýsingastofu sína á Akureyri. „Gosi, kötturinn hennar Hrund- ar, er ógeðslega feitur, um 10 kíló. Hann er með instagram síðuna #gosifeiti þar sem hægt er að fylgj- ast með honum í dagsins önn, meðal annars þegar hann er hann er settur í megrun. Hrund hannaði fyrir hann kattarspjald, sem er útklippt eins og kattarhöfuð með eyrun upp – við köllum það stönsun – með þrykktum, litlausum loppuförum þvert yfir. Dagný nýtir sér óvenjulega blöndun í prenttækni, annars vegar er graf- íkin á framhliðinni þrykkt og hins vegar upphleypt og skapar þannig mörg skuggalög í pappírnum. Svarti liturinn myndar svo dropa sem fellur í vatn,“ segir Ólöf Birna. Ekki fyrsta Fimman Þótt leikurinn hafi verið til gam- ans gerður fengu sigurvegararnir veglega prentgripi í verðlaun; eitt hundrað stykki nafnspjöld, sem þeir geta nýtt að vild sem kynningarefni eða sent í innlendar sem erlendar hönnunarkeppnir. Fimman í ár er bara sú fyrsta. Hildur og Ólöf Birna hyggjast halda fimmur að minnsta kosti einu sinni á ári og skapa með framtakinu til- breytingu í íslenska hönnun. Næst verður kannski keppt í hönnun boðs- korta, glasamotta eða póstkorta. Þær eru rétt að byrja. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015 Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Sérstaða Reykjavík Letterpress er eins og nafnið bendir til let- terpress-prentun, sem byggist á aldagamalli aðferð. Þegar Gu- tenberg fann upp prentlistina á 15. öld var lausu letri raðað saman staf fyrir staf, letter- press var aðferðin nefnd. Í nútíma letterpress-prentun eru að mestu notaðar prent- klisjur úr plasti og tæknileg undirbúningsvinna fer að mestu fram í tölvu. Grafíkin er keyrð út á filmu sem framkölluð er á plastefnið og eftir situr það sem á að þrykkjast. Aldagömul prentaðferð REYKJAVÍK LETTERPRESS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.