Morgunblaðið - 23.11.2015, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015
Glamox Luxo
er leiðandi framleiðandi
LED lýsingarbúnaðar
og býður heildarlausnir fyrir
skóla og bókasöfn
Leitaðu upplýsinga hjá löggiltum rafverktökum,
lýsingahönnuðum og arkitektum
Fáðu fagmann í verkið til að tryggja rétta
meðhöndlun, endingu og ábyrgð. Það er þitt öryggi.
www.reykjafell.is
nágrennis í Kópavogi er nú til
kynningar á vef Kópavogsbæjar.
Verkefnalýsingin var samþykkt á
fundi skipulagsnefndar Kópavogs
5. október sl. og á fundi bæj-
arstjórnar 13. október sl. Opinn
kynningarfundur var haldinn í
Hörðuvallaskóla fimmtudaginn 29.
október. Frestur til að gera at-
hugasemdir er til kl. 15 mánudag-
inn 30. nóvember næstkomandi.
Kynningin á lýsingu skipulags-
verkefnisins og matslýsing er sam-
kvæmt tímaáætlun sem birt er í
verkefnalýsingunni. Drög að deili-
skipulagstillögu og umhverfis-
skýrslu á svo að kynna fyrir al-
menningi og umsagnaraðilum á
heimasíðu Kópavogsbæjar í desem-
ber næstkomandi. Síðan verða til-
laga að deiliskipulagi og umhverf-
isskýrsla auglýstar í sex vikur á
heimasíðu Kópavogsbæjar í febr-
úar til mars á næsta ári. Verði ekki
tafir eða breytingar er stefnt að af-
greiðslu og staðfestingu deiliskipu-
lagsins í maí 2016.
Framkvæmdir 2017?
Björn sagði að deiliskipulag væri
aðeins eitt af mörgu sem þyrfti að
ljúka áður en framkvæmdir gætu
hafist.
„Það þarf til dæmis að fá leyfi
Heilbrigðiseftirlits Kópavogs og
Hafnarfjarðar og leyfi Umhverfis-
stofnunar,“ sagði Björn. Hann
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ferðamenn sem hafa farið niður í
Þríhnúkagíg eru orðnir á annan
tug þúsunda. Síðastliðið sumar var
það fjórða sem boðið var upp á
ferðir niður í gíginn. Fyrsta sum-
arið voru farnar
fáar ferðir en
síðan hefur þeim
fjölgað ár frá ári,
að sögn Björns
Ólafssonar,
framkvæmda-
stjóra Þríhnúka
ehf.
„Upphaflega
var farið í þetta
til þess að fá til-
finningu fyrir því hvernig gestir
tækju þessu,“ sagði Björn. Hann
sagði að ferðirnar hefðu spurst vel
út og fengið góðar umsagnir í fjöl-
miðlum og víðar.
„Gestir þurfa að ganga frá Blá-
fjöllum að og frá gígnum, þrjá kíló-
metra hvora leið. Það er heilmikil
upplifun fólgin í því. Bláfjöllin eru í
500 metra hæð yfir sjó og þar er
allra veðra von. Við erum því mjög
háð veðri. Við höfum boðið upp á
ferðir frá miðjum maí og fram í
september. Þegar líður á tímabilið
hefur oft þurft að fella niður ferðir
vegna veðurs,“ segir hann.
Fólk sem farið hefur niður í gíg-
inn er á öllum aldri. Fyrsta daginn
sem boðið var upp á ferð fyrir al-
menna ferðamenn kom 89 ára gam-
all breskur herramaður til að heim-
sækja iður jarðar. „Hann hafði séð
fjallað um þetta í einhverju blaði
heima hjá sér og ætlaði ekki að
missa af þessu,“ sagði Björn. „Mað-
urinn var klæddur vaxbornum
jakka og gekk að gígnum kvikur og
flottur. Ég hrósaði honum fyrir
gönguna og hann sagði að hún væri
ekkert mál. Ef hann myndi drepast
hér þá væri frábært að fara þann-
ig!“
Íslendingar eru í minnihluta
þeirra sem fara niður í gíginn.
Þeim hefur þó fjölgað hlutfallslega,
sérstaklega á haustin og vorin.
Björn taldi að það ætti við um fleiri
greinar ferðaþjónustu hér á landi
að flestir sem kæmu í ferðir væru
útlendingar.
Deiliskipulag undirbúið
Verkefnalýsing vegna undirbún-
ings deiliskipulags Þríhnúkagígs og
kvaðst telja að það yrði í fyrsta lagi
árið 2017 sem framkvæmdir gætu
mögulega hafist, fengjust öll leyfi.
Tólf ár eru síðan farið var að
vinna að því að opna aðgengi að
Þríhnúkagíg og vernda um leið
þessa ótrúlegu náttúrusmíð. Verk-
efnið hefur þegar farið í gegnum
mat á umhverfisáhrifum og í því
fólust margir þættir sem koma til
álita í deiliskipulagi. Allir gátu gert
athugasemdir í því ferli þannig að
verkefnið hefur nú þegar fengið
mikla kynningu.
„Þetta er inni í aðalskipulagi
Kópavogsbæjar og svæðisskipulagi
höfuðborgarsvæðisins,“ sagði
Björn. Hann sagði það á forræði
Kópavogsbæjar að vinna deiliskipu-
lagið. Verkefnið er byggt á hug-
myndum sem Árni B. Stefánsson,
augnlæknir og hellakönnuður, setti
fram fyrir 12-13 árum. Björn sagði
að unnið hefði verið út frá þeirri
frumhönnun á verkefninu sem þar
kom fram. Sjálf verkhönnunin og
verkfræðivinnan vegna fyrirhug-
aðra framkvæmda er eftir.
Morgunblaðið/Golli
Fegurð „Upphaflega var farið í þetta til þess að fá tilfinningu fyrir því hvernig gestir tækju þessu,“ sagði Björn.
Á annan tug þúsunda niður í gíginn
Þríhnúkagígur eftirsóttur hjá ferða-
mönnum Verkefnalýsing til undir-
búnings deiliskipulagi í kynningu
Þríhnúkagígur Fólk sem farið hefur niður í gíginn er á öllum aldri.
Björn Ólafsson