Morgunblaðið - 23.11.2015, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015
Þú gerir ekki
*samkvæmt dekkjaprófun
haustið 2014
Ipike W419Winter i'cept
Korna-
dekk
– Síðan 1941 –
Smiðjuvegi 68-72, Kóp Hjallahrauni 4, Hfj
Fitjabraut 12, Njarðvík Austurvegi 52, Selfossi
Skútuvogi 2, Rvk Sími 568 3080
betri kaup!
Áberandi gott
skv. FÍB*
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Umsvifin hafa aukist hratt hjá ráð-
gjafar- og þjálfunarfyrirtækinu
Profectus. Þótt Profectus sé aðeins
á þriðja starfsári starfar þar í dag
teymi markþjálfa og hefur starf-
semin teygt úr sér alla leið til Kan-
ada, Suður-Afríku og nú síðast Ír-
lands.
Ingvar Jónsson er stofnandi og
framkvæmdastjóri Profectus, sem
hann segir sérhæfa sig í mjúku mál-
unum; þróun mannauðs á sviði per-
sónufærni þar sem rík áhersla er á
þá nálgun sem kallast „heildar-
hugsun“. Gaf Profectus á dögunum
út nýja bók fyrir fagfólk og stjórn-
endur, The Whole Brain Leader ,
sem Ingvar lýsir sem sjálfshjálpar-
bók fyrir stjórnendur.
„Bókin á að hjálpa stjórnandan-
um að komast af í síkvikri við-
skiptaveröld með því að beita heild-
arhugsun á viðfangsefni fyrirtækis-
ins og nýta markþjálfun sem
stjórnunarstíl. Með útgáfu bókar-
innar erum við að færa út kvíarnar,
og þá einkum með augastað á
Skandinavíu,“ útskýrir Ingvar.
Fjórar manngerðir
Í sinni einföldustu mynd má lýsa
heildarhugsunarnálgun (e. whole
brain thinking) þannig að samskipti
og samstarf taki tillit til ólíkra
„hughneigða“ starfsmanna. Upp-
hafsmaður heildarhugsunar kom
auga á að skipta mátti fólki í fjóra
meginflokka sem allir hafa sínar
veiku og sterku hliðar sem þarfnast
ólíkrar nálgunar af hálfu stjórnand-
ans. „Fyrsti hópurinn er sá blái,
sem er raunsæja fólkið. Undir
græna flokkinn falla þeir hefð-
bundnu og skipulögðu. Þeir sem
hafa sterka tilfinningavitund, fé-
lagsverurnar ef svo má að orði
komast, tilheyra rauða fjórðungn-
um, og loks er gula manngerðin
sem er hinn ráðsnjalli hugmynda-
smiður,“ segir Ingvar. „Hver hópur
sér heiminn með sínum hætti, og
geta sömu skilaboðin innan fyrir-
tækis bæði skilist og misskilist eftir
því hvaða fjórðungi viðtakandinn
tilheyrir mest.“
Bendir Ingvar á að lykillinn að
árangri hvers fyrirtækis sé ekki að
stjórnandinn viti og geti allt, heldur
að hann geti dregið fram þá þekk-
ingu og hæfni sem býr í starfsfólk-
inu. Þar leiki góð mannleg sam-
skipti lykilhlutverk. „Enda kemur
það í ljós á ráðstefnum og vinnu-
stofum Profectus að þegar fólk er
beðið að lýsa einkennum þess
stjórnanda sem það hefur kynnst
og lítur mest upp til nefnir fólk í
99% tilvika stjórnendur sem standa
vel að vígi í því sem við köllum
mjúku málin. Þessir stjórnendur
búa yfir persónulegum þolgæðum
og kunna að sýna starfsfólki sínu
traust og hlýju. Þetta eru atriði sem
mætti segja að væru „fluffy“ og
tengjast ekki beinhörðum tölum í
rekstrinum en reynast skipta mestu
máli þegar upp er staðið,“ útskýrir
Ingvar. „Bestu stjórnendurnir
temja sér líka að skoða málin frá
öllum hliðum, beita heildarhugsun
og tileinka sér hæfnisþætti mark-
þjálfans til að tengjast fólkinu sínu
betur.“
Fastir á flugbrautinni
Það sem Ingvar lýsir gæti virst
vera almenn skynsemi. Auðvitað
þarf að nálgast ólíkt fólk með ólík-
um hætti, og reyna að skoða krefj-
andi ákvarðanir frá mörgum hlið-
um. Hann segir að margir
stjórnendur lendi samt í þeim spor-
um að gleyma almennu skynsem-
inni. „Hraðinn í rekstrinum er svo
mikill, gegndarlaus krafa um árang-
ur og oft líka mikill ótti við verk- og
valddreifngu. Þetta gefur stjórn-
andanum hvorki tíma né svigrúm til
að fara með athyglina upp í þá hæð
að sjá þessa hluti. Vélarnar eru
ræstar en flugvélin situr föst á flug-
brautinni. Oft er það sem skapa
þarf ró og rými og taka stjórnand-
ann um stund út úr hringiðu rekstr-
arins svo hann sjái hlutina í nýju
ljósi.“
Segir Ingvar að íslensk fyrirtæki
séu þarna engin undantekning. „Ég
finn að allir eru að gera sitt besta,
og vinna af heilindum, en álagið er
mikið og grátlegt hversu litla at-
hygli þróun mannauðsins fær, og þá
sérstaklega mýkri málin.“
Leggi rækt við mjúku málin
Hraðinn í rekstrinum og ótti við verk- og valddreifingu kemur í veg fyrir að
stjórnendur komi auga á augljós atriði sem bæta samskipti og ákvarðanatöku
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Ábati Ingvar Jónsson segir að þegar að er gáð komi í ljós að bestu stjórn-
endurnir reynist oft þeir sem kunna að sýna starfsfólkinu traust og hlýju.
Hlutabréf í skyndibitakeðjunni
Chipotle lækkuðu um 9% eftir að í
ljós kom að E. coli-smit hefur verið
rakið til Chipotle-veitingastaða
víða í Bandaríkjunum. Komu fyrstu
smitin í ljós í Oregon og Wash-
ington en síðan þá hafa Kalifornía,
New York, Ohio og Minnesota bæst
á listann.
Hafa 45 manns greinst með til-
tekið afbrigði af E. coli en af þeim
höfðu 43 snætt á Chipotle. Enginn
hefur látist vegna smitsins en 36
voru lagðir inn á spítala. Ekki hefur
enn tekist að greina hvaða hráefni
á matseðlinum olli smitinu.
Í yfirlýsingu frá Chipotle segir að
svo virðist sem tekist hafi að kom-
ast fyrir vandann seint í október.
Að sögn Financial Times heitir
keðjan því að grípa til umfangsmik-
illa aðgerða til að efla matvæla-
öryggi. Málið getur þó dregið dilk á
eftir sér enda sýnir reynslan að
uppákomur af þessum toga geta
haft áhrif á sölutölur veitingastaða
löngu eftir að tekist hefur að hefta
frekari útbreiðslu. ai@mbl.is
AFP
Biti Chipotle hefur verið á miklu
flugi en gæti núna lent í vanda.
Chipotle í
vanda vegna
E. coli smits
Greinendur Goldman Sachs Group
segja að eftir þriggja ára erfið-
leikatímabil sé útlit fyrir umskipti
hjá mörgum nýmarkaðslöndum.
Hagvöxtur gæti tekið við sér og
veikari gjaldmiðlar hjálpað efna-
hagslífi margra nýmarkaðslanda
að spyrna sér frá botninum. Gætu
aðstæðurnar verið svo hagfelldar á
næstu árum að kynni að jafnast á
við vöxtinn sem varð á fyrsta ára-
tug þessarar aldar.
Goldman spáir því að hagvöxtur í
nýmarkaðslöndum aukist úr 4,4% á
þessu ári upp í 4,9%. Lönd á borð
við Kólumbíu, Suður-Afríku, Tyrk-
land og Malasíu eiga enn eftir, að
mati Goldman, að leysa úr því
ójafnvægi sem er á viðskiptajöfnuði
en á meðan lenda Rússland, Indland
og Pólland í hópi þeirra þjóða sem
eru komin á þann stað að geta hafið
sig aftur til flugs.
Hvað gerir Kína?
Bloomberg greinir frá að helsti
áhættuþátturinn í spá Goldman sé
sá möguleiki að kínverski gjaldmið-
illinn lækki mikið í verði. Ef Banda-
ríkjadalur myndi styrkjast og ef
hægir enn frekar á hagvexti í Kína
gætu stjórnvöld þar í landi gripið til
aðgerða sem myndu veikja gjald-
miðilinn og hefði það keðjuverk-
andi áhrif sem næðu til margra ný-
markaðslanda.
Mælir Goldman Sachs með því að
fjárfestar veðji á mexíkóska pesó-
inn og rússnesku rúbluna en gegn
suðurafríska randinu og síleska
pesóinum. Stöðugra heimsmark-
aðsverð olíu gæti hjálpað rúblunni
og mexíkóska pesóinum en hætt er
við að lækkandi verð á málmum
komi sér illa fyrir Suður-Afríku og
Síle. ai@mbl.is
Spá uppgangi í
nýmarkaðslöndum
AFP
Lægð Lönd á borð við Rússland
gætu farið að spyrna sér frá botn-
inum. Maður að störfum í rúss-
neskri sementsverksmiðju.
Goldman veðjar
gegn S-Afríku og Síle