Morgunblaðið - 23.11.2015, Page 15

Morgunblaðið - 23.11.2015, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015 Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur LEGUR Í BÍLA OG TÆKI Það borgar sig að nota það besta! TRAUSTAR VÖRUR ...sem þola álagið Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is Kúlu- og rúllulegur SVIÐSLJÓS Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Mikill viðbúnaður verður áfram í Brussel í dag. Skólahald og almenn- ingssamgöngur liggja niðri og fólk er hvatt til þess að halda sig innan dyra. Síðustu daga hafa yfirvöld leitað hryðjuverkamanna í borginni. „Það sem við óttumst eru svipaðar árásir [og í París], framdar af nokkrum ein- staklingum á nokkrum stöðum,“ sagði Charles Michel, forsætisráð- herra Belgíu, eftir fund þjóðarör- yggisráðsins í gærkvöldi þar sem ákveðið var að borgin yrði áfram á efsta hættustigi vegna „alvarlegra og yfirvofandi“ hryðjuverkaárása. „Ástandið er mjög erfitt,“ sagði Michel, en götur borgarinnar hafa verið nær auðar um helgina og vopn- aðir her- og lögreglumenn hvarvetna sjáanlegir. „Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma lífinu aftur í eðlilegt horf.“ Hættustigið verður endurskoðað í dag en núverandi viðbúnaði fylgir mikil truflun á efnahagslífi borgar- innar. Leita hryðjuverkamanna áfram Michel gaf ekkert upp um fram- vindu leitarinnar að þeim hryðju- verkamönnum sem hættan er talin stafa af en staðfesti að um væri að ræða nokkra. Þá var í gærkvöldi enn leitað að Saleh Abdeslam, síðasta eftirlifandi árásarmanninum sem tók þátt í árásunum í París. Bróðir hans, Brahim, var einnig meðal árásarmanna en þriðji bróð- irinn, Mohamed, hefur biðlað til Sa- lah um að gefa sig fram svo fjöl- skyldur þeirra og fórnarlambanna geti fengið þau svör sem þau eigi skilið. Efna- og sýklaárás möguleg Varnarmálaráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, sagði árás með efna- eða sýklavopnum meðal þeirra möguleika sem hætta væri á. Allt hefði þó verið gert sem mögulegt væri til þess að koma í veg fyrir slíkt. Lyfjadreifingarstöðvar hersins veittu á laugardag almennum við- bragðsaðilum aðgang að birgðum sínum af mótefnum gegn efnavopn- um. Meðal þess sem horft er til í Frakklandi með auknum öryggis- ráðstöfunum nú er loftslagsráð- stefna Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í París frá 30. nóvember þar sem helstu leiðtogar heimsins munu koma saman. Vitorðsmaður handtekinn Tyrkir tilkynntu á laugardag að þeir hefðu handtekið belgískan rík- isborgara af marokkóskum ættum, Ahmad Dahmani, grunaðan um aðild að hryðjuverkunum í París. Hann var handtekinn í suðurhluta landsins ásamt tveimur Sýrlendingum sem voru sagðir ætla að hjálpa honum að komast yfir landamærin til Sýrlands. „Öryggisstofnanir halda því fram að Dahmani sé liðsmaður Íslamska ríkisins. Okkar mat er að hann hafi verið í sambandi við hryðjuverka- mennina sem framkvæmdu árásirn- ar í París,“ var haft eftir heimildar- manni innan tyrknesku ríkisstjórnarinnar. Dogan fréttastof- an sagði Dahmani hafa kannað mögulega staði til þess að ráðast á í París en sá grunur hefur ekki fengist staðfestur af yfirvöldum. Alþjóðleg sátt um aðgerðir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á föstudag ályktun þar sem þjóðum var heimilað að beita „öllum nauðsynlegum ráðum“ til þess að stöðva árásir herskárra múslima. Ályktunin var birt sama dag og hryðjuverkamenn réðust inn á Rad- isson Blu hótel í Malí og myrtu tugi manns. Vladimír Pútín sagði árásina, sem sex Rússar féllu í, sýna að hryðjuverkastarfsemi væri landa- mæralaus og breðgast þyrfti við henni með breiðri alþjóðlegri sam- vinnu. Samdægurs var einnig til- kynnt að ellefu vígamenn tengdir Íslamska ríkinu hefðu verið felldir á Kákasus-svæðinu. Óttast eins árásir og í París  Skólahald og almenningssamgöngur liggja áfram niðri í Brussel af ótta við sambærilegar árásir og í París  Óþekkts fjölda hryðjuverkamanna leitað í borginni  Frakkar búa sig undir efna- og sýklaárás AFP Syrgt Mohamed Abdeslam kveikir á kertum við heimili fjölskyldunnar. AFP Á verði Gríðarleg öryggisgæsla er í Brussel og her- og lögreglumenn á flestum fjölförnum stöðum á meðan örygg- issveitir leita hryðjuverkamanna í borginni. Hæsta hættustig verður í gildi í borginni í dag. Salah Abdeslam er ákaft leitað í Brussel, þangað sem hann slapp í bíl sem ekið var af tveimur vinum hans sem sóttu hann til Parísar eftir árásirnar. Þeir menn eru í haldi lögreglu. Lögmaður þeirra hefur greint frá því að Abdeslam hafi verið í stórum frakka, hugsanlega yfir sprengjuvesti, og hann hafi verið í miklu uppnámi. Hann komst þó í þrígang í gegnum vegatálma lögreglu á leið- inni þar sem lögreglumenn þekktu hann ekki. Aðrir vinir Abdeslam sögðu ABC News að þeir hefðu rætt við hann á Skype í vikunni. Hann væri í felum í Brussel og í örvæntingarfullri leit að leið til þess að komast til Sýrlands. Þeir segja hann þó áhyggjufullan yfir reiði liðsmanna Íslamska ríkisins vegna þess að hann hafi ekki sprengt sprengjuvesti sitt í árásinni. Sagður milli steins og sleggju EINI EFTIRLIFANDI ÁRÁSARMAÐURINN LEITAR FLÓTTALEIÐAR Salah Abdeslam Gríðarstór skriða féll í Kachin-héraði í norðanverðu Myanmar á laug- ardag. Yfirvöld hafa sagt 97 hið minnsta hafa fundist látna en margra er enn saknað. Enginn hafði fundist á lífi í skriðunni gær en hún reið snöggt yfir og gróf fjölda kofa þar sem fólk svaf. Skriðan féll á svæði þar sem óþekktur fjöldi fólks, flest farandverkamenn, býr í kofum og lifir á því að tína jaði, græna steina, úr fjallshlíðum og malarhrúgum sem stórtækari námavinnsla skilur eftir sig. Jaðiiðnaðurinn er um- fangsmikill á þessu svæði en lýtur lítilli stjórn og mannfall verður iðu- lega í skriðum og öðrum slysum sem hafa kostað tugi lífið í ár en skriðan á laugardag er talin sú mannskæðasta hingað til. Náma- fyrirtæki tengd fyrrverandi her- yfirvöldum í landinu hafa sótt í auknum mæli á svæðið, sem er sagt afar illa farið, og hafa heimamenn orðið illa úti vegna þess. bso@mbl.is MANNSKÆÐ SKRIÐA Í MYANMAR Aðeins lík komið upp úr grjótinu Lík Um hundrað hafa fundist látnir. Ali Ahsan Mo- hammad Mujahid og Salahuddin Quader Chowd- hury voru hengdir snemma í gær í Dhaka, höfuðborg Bangladess. Þeir voru dæmdir til dauða fyrir þjóð- armorð og nauðganir í borgarastríðinu þegar Austur-Pakistan klauf sig frá vest- urhlutanum og Bangladess var stofnað árið 1971. Þeim var m.a. gefið að sök að hafa myrt fjölda menntafólks og sjálfstæðissinna. Mujahid og Chowdhury voru báðir virkir stjórnarandstöðuleið- togar og fyrrverandi ráðherrar. Mujahid var næstráðandi Jamaat-e- Islami, stærsta íslamistaflokks landsins, og Chowdhury áhrifamik- ill innan BNP-flokksins. Báðir héldu fram sakleysi sínu og sögðu dóminn yfir þeim pólitísk klækjabrögð. Þeir voru dæmdir fyrir sérstökum dómstól sem hafði það hlutverk að gera upp við þann tíma þegar landið var stofnað en róstusamt hefur verið í Bangladess síðan hann tók til starfa Pakistönsk yfirvöld hörmuðu af- tökurnar og kölluðu eftir sátt í til- kynningu í gær. bso@mbl.is STRÍÐSGLÆPIR Í BANGLADESS Stjórnarandstöðuleiðtogar hengdir Aftaka Mujahid í júlí á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.