Morgunblaðið - 23.11.2015, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Því fer fjarri aðstórborgir íEvrópu séu
einu staðirnir þar
sem allt er í hers
höndum vegna íslamskra hryðju-
verkamanna. Hryðjuverka-
samtökin Boko Haram hafa
færst nokkuð í aukana í Nígeríu
að undanförnu, felldu til að
mynda 32 og særðu upp undir 80
í skæðri sjálfsvígsárás í norð-
austurhluta landsins í liðinni
viku. Í annarri árás sprengu
tvær stúlkur á táningsaldri sig í
loft upp og felldu á annan tug
manna. Þá felldu liðsmenn Boko
Haram níu manns í norðurhluta
Kamerún í sjálfsmorðsárás um
helgina og særðu tugi annarra.
Muhammadu Buhari, forseti
Nígeríu, sem fyrr á þessu ári var
kosinn með því loforði að hann
myndi vera búinn að ganga milli
bols og höfuðs á samtökunum
fyrir áramót, stendur nú frammi
fyrir því, að það mun taka lengri
tíma að kveða niður þennan
draug. Þá hefur enn ekki tekist
að finna stúlkurnar sem Boko
Haram hnepptu í þrældóm fyrir
meira en ári. Mun lítil von vera
til þess að það takist úr þessu.
Boko Haram eru, líkt og Ríki
íslams, öfgafull íslömsk samtök,
sem hafa á liðnum árum sýnt
mannslífum fullkomið virðingar-
leysi. Þó að mannvonska þessara
tvennra samtaka verði seint veg-
in og metin er þó rétt að hafa í
huga að Boko Haram eru ekki
síður stórtæk í manndrápunum
en Ríki íslams. Institute of
Economics and Peace hefur til
dæmis tekið saman tölur sem
sýna að í fyrra hafi Boko Haram
fellt 6.664 en Ríki íslams 6.073.
Þá hefur Boko
Haram, líkt og Ríki
íslams, náð að sölsa
undir sig nokkurt
landsvæði og hefur
gengið treglega að vinna það til
baka. Nígeríuher þykir of fálið-
aður, og reynist samtökunum
auðvelt að hörfa og sækja fram á
öðrum stað þegar þeim hentar.
Þá hefur aðstoð nágrannaríkja
Nígeríu, sem Boko Haram hefur
einnig herjað á, ekki reynst jafn
vel og vonast var til í fyrstu, þar
sem innbyrðis ósætti á milli
bandamannanna hefur aftrað að-
gerðum.
Þá bætir ekki stöðuna, að
spilling virðist landlæg í Níger-
íu. Í kjölfar árásarinnar í liðinni
viku var Sambo Dasuki, ráðgjafi
Jonathans Goodluck, forvera
Buharis í forsetaembættinu,
handtekinn fyrir að hafa dregið
sér nærri því tvo milljarða
Bandaríkjadala, sem eyrna-
merktir voru baráttunni gegn
Boko Haram. Sömuleiðis hafa
komið upp nokkur stór mútumál
innan raða Nígeríuhers, sem
hafa dregið úr honum þrótt, og
fælt önnur ríki frá því að selja
honum vopn. Á þessu öllu þarf að
taka, ætli Nígería sér að ráða
niðurlögum öfgasamtakanna.
Athygli hins vestræna heims
hefur á síðustu dögum beinst
mjög að Ríki íslams og því grett-
istaki sem lyfta þarf til þess að
binda enda á voðaverk samtak-
anna. Þetta er eðlilegt, en má þó
ekki verða til þess að hið skelfi-
lega ástand í Nígeríu og ná-
grannaríkjunum falli í gleymsk-
unnar dá, nú þegar þörfin á
aðgerðum gegn Boko Haram er
brýnni en nokkru sinni fyrr.
Boko Haram lætur
enn á sér kræla}Ógnirnar eru víða
Á vef vikuritsinsDer Spiegel
segja tveir blaða-
menn hans í fyrir-
sögn greinar að
Belgía „sé að breyt-
ast í miðstöð hryðjuverkaógna
Evrópu“. Það er mikið sagt.
Í upphafi greinar sinnar vitna
þeir í orð Charles Michel, for-
sætisráðherra Belgíu: „Hryðju-
verkaárásirnar voru afleiðingar
af opnun landamæra á megin-
landi Evrópu.“ Forsætisráð-
herrann hafi bætt því við „að lög-
regluyfirvöld í aðildarlöndum
ESB deili of litlum upplýsingum
sín á milli“. Michel forsætisráð-
herra hafi einnig lýst efasemdum
sínum um Schengen-samninginn
og bætt því við að nú stæðu menn
frammi fyrir mun alvarlegri ógn-
um en áður. Greinarhöfundar
benda á að þessi orð hafi raunar
fallið í janúar sl. þegar m.a. var
gerð morðárás á starfsmenn
tímaritsins Charlie Hebdo. Sá
óhugnaður má þó heita smár hjá
morðæðinu sem skildi 132 mann-
eskjur eftir í valnum og hundruð
særðra, suma mjög alvarlega.
Í greininni segir að helsti
skipuleggjandi til-
ræðisins fyrir rúmri
viku hafi komið úr
Molenbeek-
borgarhverfinu í
Brussel og að
minnsta kosti einn annar úr hópi
tilræðismanna komi einnig þaðan.
Stór-Brusselsvæðið hafi lengi
verið talið gróðrarstía róttækra
íslamista. Vandræðahverfi á borð
við „Molenbeek og Anderlecht
séu þekkt sem einangruð sam-
félög innflytjenda þar sem öfga-
mennirnir eigi auðvelt með að
halda sig neðanjarðar“. Loka-
spurning greinarhöfunda er sú
„hvort Belgía hafi breyst í hjarta
hryðjuverkaógna í Evrópu og sé
veikur blettur fyrir öryggi álf-
unnar í heild“.
Grein í Der Spiegel með frá-
sögnum og hugleiðingum af þessu
tagi sætir tíðindum. En ekki síður
viðhorf forsætisráðherra Belgíu.
Hér á landi hefur upplýsingaveita
á Schengen-svæðinu þótt réttlæta
veruna þar, þrátt fyrir augljósa
annmarka. Mat forsætisráðherra
Belgíu á gæðum og gagnsemi
þeirra upplýsinga skera því í
augu.
Hulan hefur svipst
af ástandinu á
Schengen-svæðinu}
Sláandi grein
É
g hef notið þeirra forréttinda að fá
að lesa drjúgan hluta þeirra
barnabóka sem íslenskir rithöf-
undar senda frá sér nú fyrir jólin
og leyfi mér að fullyrða að það
stefnir í frábær barnabókajól. Ég vona að bæk-
ur lendi í mörgum pökkum yngstu kynslóðanna
og að um þær bókmenntir verði skrafað á öllum
vígstöðvum, í fjölmiðlum og í heimahúsum.
Yngstu lesendurnir eiga skiljanlega ekki sömu
möguleika og við á að koma sínum áhuga og
skoðunum á framfæri beint til höfunda og ef við
eldra liðið hjálpum ekki þar til og gerum það í
þeirra umboði er leiðinlegt til þess að hugsa að
einhverjum barnabókahöfundum líði eins og
þeir séu að skrifa út í tómið.
Áður en ég settist við þessi pistilskrif rann
ég inn í undarlegar hugleiðingar; að fjölskyldan
kæmist í fáránlegar aðstæður (líklega aldrei
nema í undarlegum draumi þó) þar sem einhver skúrk-
urinn í bíómyndalegum söguþræði stillti henni upp við
vegg og krefðist þess að annaðhvort legðum við eld að
barnabókum heimilisins eða fullorðins.
Úr þessari senu fór ég út í að illmennið næði heims-
yfirráðum og léti sér ekki annað duga en að annaðhvort
yrðu allar barnabækur heimsins eða allar skáldsögur full-
orðinna brenndar á báli. Það lá fljótt í augum uppi að
skáldsögum fyrir fullorðna fólkið yrði fórnað. Því þótt það
sé mikilvægt að allir lesi er allra mikilvægast að börnin
lesi. Að heilar kynslóðir missi af bóklestri í æsku er bæði
hættulegt samfélaginu í heild og okkar agnar-
smáa málsamfélagi eins og svo oft hefur verið
komið inn á.
Í ályktun sem Íslensk málnefnd sendi frá
sér á dögunum og fjallað er um í Morgun-
blaðinu um helgina er meðal annars komið inn
á mikilvægi þess að halda íslensku lestrarefni
að börnum. Netið er orðið eitt stærsta lestrar-
horn þjóðarinnar og Ármann Jakobsson, vara-
formaður Íslensku málnefndarinnar, segir í
viðtali við blaðið að þar sé framboð af efni á
ensku ofan á þar sem aðgengi að íslenskum
orðabókum, alfræðiritum og bókmenntum sé
lítið á vefnum. Æskan alist því í auknum mæli
ekki upp við íslensku.
En í ályktuninni eru fleiri vinklar sem eiga
kannski hvað ríkast erindi við okkur eins og
málin standa í dag og setja lestur, sem grund-
vallarstoð í málkunnáttu, í enn stærra sam-
hengi fyrir það sem við þráum öll; frið í heiminum.
Á tímum erfiðra vandamála nágrannaþjóða okkar og
þjóða á meginlandi Evrópu sem búa í mun flóknari og
stærri fjölmenningarsamfélögum en við er ljóst að stór
hluti árekstra innan samfélagsins á rætur í tungumálinu.
Og líklega er sá þáttur vanmetinn þar sem oftar er ein-
blínt á ólík trúarbrögð og lífsgildi í umræðunni. Þessi
vandamál geta auðveldlega orðið okkar. Og því eru þetta
ein mikilvægustu skilaboð ályktunar Íslensku málnefnd-
arinnar: Góð íslenskukunnátta allra hindrar stéttskipt-
ingu og mannamun.
Júlía Margrét
Alexanders-
dóttir
Pistill
Til alls að lesa
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Við myndum gjarnan viljasinna fleirum en við getumgert. Þörfin er greinilegamjög mikil,“ segir Birgir
Gunnarsson, forstjóri Reykjalundar,
þar sem fram fer alhliða endurhæf-
ing einstaklinga sem ætlað er að
auka lífsgæði, færni og sjálfsbjarg-
argetu þeirra í kjölfar veikinda, slysa
eða annars konar áfalla.
Stofnunin fagnar nú 70 ára af-
mæli sínu og verður af því tilefni
blásið til veglegrar styrktar- og tón-
listarveislu í Grafarvogskirkju annað
kvöld kl. 20, eins og fram kemur hér
til hliðar.
Endurhæfingarmiðstöðin hefur
eingöngu fjárhagslega getu til að
taka á móti helmingi þeirra sem
sækja um endurhæfingarmeðferð.
„Ríkið fjármagnar alfarið rekst-
urinn og við sinnum um 1.200 ein-
staklingum en fáum helmingi fleiri
beiðnir,“ segir Birgir. Reynt sé að
vísa því fólki í önnur úrræði eftir
þörfum en biðlistinn eftir meðferð sé
langur, fjórar til átta vikur. Meðferð
einstaklinga hjá Reykjalundi hefur
sérstöðu umfram önnur úrræði hér á
landi þar sem þverfagleg teymi vinna
saman að öllum þáttum sem snúa að
vandamálum einstaklingsins. Átta
meðferðarteymi, sem innihalda með-
al annars lækni, hjúkrunarfræðing,
sjúkraþjálfara og sálfræðing, vinna
með hverjum og einum.
Endurhæfingarstarf stofnunar-
innar hefur vakið mikla athygli í
gegnum árin og hefur fjöldi fagfólks
lagt leið sína til landsins víðsvegar að
úr heiminum til að kynna sér starf-
semina.
Koma fólki af stað eftir áföll
Skera þurfti niður um 300 millj-
ónir í kjölfar efnahagshrunsins og
starfsfólki var fækkað um 20-30
stöðugildi.
„Ekkert af þessu höfum við
fengið til baka,“ segir Birgir en fólkið
sem til þeirra leiti hafi þegar farið í
gegnum síu heilbrigðiskerfisins og
þurfi raunverulega á endurhæfingu
að halda.
Meðalaldur sjúklinganna er um
48 ár og því um að ræða fólk á vinnu-
aldri sem dettur tímabundið út af
vinnumarkaðnum vegna veikinda,
slysa eða annarra áfalla. Brýna nauð-
syn beri til að koma þeim sem fyrst
aftur á vinnumarkað og aftur í fyrra
horf. „Rannsóknir sem gerðar hafa
verið á gagnsemi endurhæfingar
sýna að hver króna sem ríkið setur í
að fjármagna endurhæfingarstarf-
semi skilar átta eða níu krónum til
baka,“ segir Birgir. „Margir af okkar
skjólstæðingum væru annars á bóta-
kerfinu sem óvinnufærir.“
Styrkur að hollvinunum
Hollvinasamtök Reykjalundar
voru stofnuð fyrir tveimur árum og
hafa nú á að skipa 300-400 meðlimum
sem greiða árgjald til styrktar end-
urhæfingarmiðstöðinni.
„Þau hafa skilað frábæru
starfi,“ segir Birgir en samtökin
stóðu að því að endurnýja allan tölvu-
kost stofnunarinnar fyrir ári.
„Það eru þó mörg verkefni
framundan eins og að endurnýja
tæki og búnað sem eru úr sér geng-
in,“ segir Birgir, en stofnunin stól-
ar mikið á frjáls félagasamtök
og einstaklinga. „Við eigum
sem betur fer mikið af vildar-
vinum þarna úti.“
Hægt er að skrá sig í
Hollvinasamtök Reykjalundar á
vefsvæði stofnunarinnar,
www.reykjalundur.is.
Meginbakhjarl
Reykjalundar er
Happdrætti
SÍBS.
Vilja koma vinnu-
færum aftur út í lífið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Reykjalundur Endurhæfingarstarfið hefur skilað mörgum einstakling-
um aftur út á vinnumarkaðinn eftir heilsubrest af ýmsum toga.
Afmælis- og styrktartónleikar
Hollvinasamtaka Reykjalundar
fara fram í Grafarvogskirkju á
morgun, 24. nóvember, kl. 20.
Dagskráin er vegleg og
þéttskipuð kunnum tónlistar-
mönnum eins og Bubba, Páli
Óskari, Diddú, Ragga Bjarna
og fleirum.
Grínistinn Þorsteinn Guð-
mundsson mun kitla hlátur-
taugarnar eins og honum ein-
um er lagið en hann er kynnir.
Miðinn kostar 4.000 krónur
og hægt er að tryggja sér einn
slíkan meðal annars á midi.is.
„Allir listamennirnir gefa
vinnu sína og við vonumst
eftir húsfylli þarna,“ segir
Birgir léttur í lund en
Hollvinasamtökin standa
að uppákomum sem þess-
um til hjálpar Reykja-
lundi að halda sínu
góða starfi
gangandi.
Syngja fyrir
Reykjalund
STYRKTARTÓNLEIKAR
Birgir
Gunnarsson