Morgunblaðið - 23.11.2015, Síða 17

Morgunblaðið - 23.11.2015, Síða 17
Við í Framsókn og flugvallar- vinum fögnum því að innanrík- isráðherra ætlar ekki að loka flugbraut 06/24 án fullvissu um að það komi ekki niður á öryggi flugvallarins. Til að unnt sé að taka ákvörð- un um lokun flugbrautar þarf að liggja fyrir að lokunin komi ekki niður á flugöryggi. Er það fyrst þegar búið er að kanna, hvort og þá hvaða afleiðingar og áhrif slík lokun hefur eða gæti haft, að hægt væri að taka upplýsta ákvörðun. Er því órökrétt og óábyrgt að taka flugbraut út af skipulagi, gera ráð fyrir byggingum sem teppa aðflug að flugbraut- inni og loka henni, áður en slíkar upplýs- ingar liggja fyrir. Byrjað á öfugum enda Í þessu máli eins og svo mörgum öðrum málum þessa meirihluta í borginni er byrjað á öfugum enda. Má í því sambandi vísa til vinnubragða vegna ferðaþjónustu fatlaðra og í Ísraelsmálinu. Ekki liggja fyrir nauðsynleg gögn til að taka upplýsta ákvörðun og afstöðu til lok- unar flugbrautarinnar en í niðurstöðu Sam- göngustofu frá því í sumar um áhættumatið kemur fram að áhættumat Isavia nái hvorki til áhrifa á flugvallakerfi landsins í heild sinni, neyðarskipulags Almannavarna, áhrifa á sjúkraflutninga né fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur og þurfi að gera sérstakt áhættumat um fram- kvæmd breytingarinnar komi til þess að ákveðið verði að loka flugbraut 06/24. Málsmeðferðin í faglegu ferli hjá ráðherra Innanríkisráðherra hefur yf- irumsjón með flugmálum og ber ábyrgð á því að fyllsta flug- öryggis sé gætt, meðal annars á grundvelli alþjóðlegra reglna. Til að unnt sé að taka ákvörðun um lokun flugbrautar 06/24 er ekki nóg að taka brautina út af skipulagi eins og meirihlutinn gerði heldur verður það að liggja fyrir að lokun flug- brautarinnar komi ekki niður á öryggi flug- vallarins og að viðhalda megi fullnægjandi þjónustustigi fyrir alla landsmenn. Slíkt lá hvorki fyrir þegar meirihlutinn ákvað að taka flugbrautina út af skipulagi né liggur það fyrir nú. Eins og fram kemur í bréfi innanríkis- ráðherra til Reykjavíkurborgar verður ákvörðun um lokun flugbrautar 06/24 ekki tekin án fullvissu um að lokun brautarinnar komi ekki niður á öryggi flugvallarins og að viðhalda megi fullnægjandi þjónustustigi fyrir alla landsmenn. Því segir ráðherra að ekki sé á þessu stigi unnt að lýsa því yfir hver niðurstaðan verði, en ráðuneytið hafi nú m.a. til skoðunar áhættumat Isavia og niðurstöðu Samgöngustofu um áhrif lokunar flugbrautarinnar. Málið á að snúast um fagleg vinnubrögð og flugöryggi. Það hefur enn ekki verið sýnt fram á það að hægt sé að loka flugbrautinni þannig að það komi ekki niður á flugöryggi. Ákvörðun innanríkisráðherra er því rökrétt og ábyrg. Eftir Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur » Það hefur enn ekki verið sýnt fram á það að hægt sé að loka flugbrautinni þannig að það komi ekki niður á flug- öryggi. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Neyðarbrautin og flugöryggi 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015 Tveir villtir Þessir tveir jólasveinar villtust til byggða fyrir skömmu. Jólasveinarnir eiga víst ekki að koma til byggða fyrr en eftir 19 daga þegar Stekkjarstaur birtist en mánuður er til jóla. Golli Á síðasta borgarstjórnarfundi lögðum við sjálfstæðismenn til að borgarstjórn samþykkti að beina því til stjórnar Orkuveitu Reykja- víkur að hún skoðaði hvernig og hvenær lækka mætti orkugjöld á heimili. Reykjavíkurborg er stærsti eig- andi Orkuveitunnar og ber ábyrgð á að koma skýrum skilaboðum til stjórnarinnar. Nauðsynlegt er að borgarstjórn fyrir hönd íbúa ræði hvaða stefnu skuli taka hvað fyrirtækið varði. Þess vegna hefði verið gott ef meirihlutinn hefði samþykkt þessa tillögu. Í stað þess fóru þau í þann leiðinlega feluleik að vísa tillögunni inn í borgarráð án þess að taka afstöðu til hennar. Reyndar mátti meira greina í máli borgarstjóra að honum fyndist jafnvel ekki ástæða til að lækka orkugjöld og hann efaðist jafnvel um að gjöldin hefðu hækkað. Borgarsjóður fær að njóta – heimilin bíða Meirihlutinn í Reykjavík gerir ráð fyrir því að árið 2018 verði arðgreiðslur Orkuveitunnar til borgarsjóðs 1 milljarður að lágmarki. Nú virðist því aftur vera komin sú staða að arðgreiðslur Orkuveitunnar verði notaðar til að stoppa upp í göt borgarsjóðs enda Planið svokallaða að renna út. Sú ákvörðun að nota arðinn beinlínis í þeim tilgangi er einhliða og órædd tillaga meiri- hlutans í Reykjavík. Réttlátt og sanngjarnt er hins vegar að vilja ræða málið út frá fleiri hlið- um. Eðlilegt er að skoða hvernig heimilin sem tóku á sig miklar hækkanir orku- gjalda þegar illa áraði fái einnig að njóta þegar vel gengur. Fyrir þessu virtist því miður lítil sann- færing hjá borgarstjóra. Orkuverð er húsnæðismál Orkuverð er húsnæðismál. Lækkun orkugjalda lækkar hús- næðiskostnað. Borgastjórn virðist nokkuð sammála um að húsnæð- ismál séu mikilvægasta mál borg- arinnar og með yfirlýst markmið að lækka húsnæðiskostnað. Hús- næðiskostnaður er allt of hár og oft hefur verið rætt um mikilvægi þess að fólki bjóðist húsnæði á viðráðanlegu verði. Þrátt fyrir að þreytast ekki á að tala um vandann og meintar aðgerðir til að lækka hús- næðiskostnað þá virðist meirihlutinn í Reykja- vík ekki vilja standa við þau loforð, alla vega ekki þegar greiðslur geta frekar runnið í borg- arsjóð. Vildi ekki taka ákvörðun á opnum fundi Meirihlutinn í Reykjavík vildi frekar en að taka efnislega afstöðu með tillögunni vísa henni inn til borgarráðs. Það er óskiljanlegt nema að þau vilji ekki að almenningur viti hver afstaða þeirra er. Í borgarstjórn hafa 15 kjörnir fulltrú- ar aðgengi að málinu, fundir eru opnir borgar- búum og efni þeirra aðgengilegt. Hins vegar er borgarráð lokaður vettvangur, fundir eru lok- aðir almenningi og aðeins fáir borgarfulltrúar eiga aðgengi að fundum. Tillagan var ekki til annars fallin en að senda skýr skilaboð og gefa stjórn Orkuveitunnar mikið svigrúm til að vinna greiningu. En það var ekki hægt að samþykkja þá til- lögu, sem líta má á sem staðfestingu á því að forgangsröðun meirihlutans er skýr – hann er í fyrsta sæti, heimilin mega bíða. Eftir Áslaugu Maríu Friðriksdóttur » Forgangsröðun meirihlut- ans er skýr – hann er í fyrsta sæti, heimilin mega bíða. Áslaug María Friðriksdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarsjóður fær að njóta en heimilin bíða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.