Morgunblaðið - 23.11.2015, Side 22

Morgunblaðið - 23.11.2015, Side 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015 Steinar Valdimar Pálsson, viðmótshönnuður hjá CCP Games, erfertugur í dag. „Ég er að vinna í leiknum EVE Online við við-mótshönnun, það snýr að því hvernig leikmaðurinn stjórnar og fær upplýsingar úr leiknum. Ég er búinn að vinna hérna í sjö ár, en er ekki tölvufræðingur, var í Listaháskólanum en kláraði hann ekki. Ég er gamall graffiti-málari og það þróaðist út í grafíska hönnun sem ég hóf störf við um tvítugt og svo fór ég þaðan í viðmótshönnun.“ Það er nóg um að vera hjá CCP þessa dagana, erlendur framtaks- sjóður leiddi nýlega nýja fjárfestingu í fyrirtækinu fyrir fjóra millj- arða króna og síðastliðinn föstudag kom út leikurinn Gunjack sem var þróaður hjá CCP í Shanghæ í Kína. Á næsta ári kemur síðan út leik- urinn Valkyrie sem er í þróun hjá CCP í Newcastle á Englandi. Báðir leikirnir eru sýndarveruleikaleikir sem gerast í EVE-heiminum. „Þetta er mjög fjölskylduvænt fyrirtæki og ég get því verið mikið með fjölskyldunni. Miklu af mínum tíma er svo varið við að dytta að heimili okkar í vesturbæ Kópavogs. Svo erum við með hund sem þarf að sinna. Ekki fyrir löngu fékk ég mér mótorhjól og er stundum að stússast í því. En á sumrin fer ég á völlinn og styð mína menn í Breiða- bliki.“ Eiginkona Steinars er Sæunn Huld Þórðardóttir, fatahönnuður hjá 66° norður. Börn þeirra eru Steinar Dreki 8 ára og Úlfur Páll 7 ára. Hvað á að gera í tilefni afmælisins? „Ég fæ mér pottþétt köku en ég bauð vinum í veislu um helgina.“ Ljósmynd/Siggeir Hafsteinsson Graffiti-málarinn „Við sem máluðum Hlíðagöngin fyrir 20 árum tók- um aftur upp þráðinn í sumar í tengslum við Menningarnótt.“ Sinnir viðmóts- hönnun hjá CCP Steinar Valdimar Pálsson er fertugur í dag S turla fæddist á Borg í Ólafs- vík 23.11. 1945 og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Skógaskóla 1961, sveinsprófi í húsasmíði hjá föður sínum og við Iðnskólann í Reykjavík 1966, raungreinaprófum frá Tækniskóla Íslands 1970 og BSc-prófi í byggingatæknifræði 1973. Með námi starfaði Sturla við hús- byggingar hjá föður sínum, vann á verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen í Reykjavík og Borgarnesi 1971-74 og var sveitarstjóri og síðar bæjarstjóri í Stykkishólmi 1974-91. Sturla var bæjarfulltrúi í Stykkis- hólmi 1990-94, alþingismaður Vestur- landskjördæmis fyrir Sjálfstæðis- flokkinn frá 1991 og Norðvestur- kjördæmis 2003-2009, samgöngu- ráðherra 1999-2007 og forseti Alþingis 2007-2009. Sturla var annar tveggja ritstjóra ritsins Ísland – atvinnuhættir og menning 2010, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Snæfellinga 2011-2013 og er bæjarfulltrúi og bæjarstjóri Stykkishólms frá 2014. Sturla sat í stjórn sjúkrahúss St. Franciskusreglunnar og heilsugæslu- stöðvar í Stykkishólmi 1975-91, var formaður byggingarnefndar elliheim- ilis og grunnskóla- og íþróttahúss í Stykkishólmi 1975-91, í fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga 1978-83, formaður Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi 1981-82, í stjórn Hótels Stykkishólms 1980-95, for- maður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna á Snæfellsnesi 1981-83, í byggingarnefnd sjúkrahúss St. Franciskusreglunnar 1981-91, for- maður stjórnar landshafnar í Rifi 1984-90, í Hafnarráði ríkisins 1986- 94, í stjórn flóabátsins Baldurs hf. 1987-90, í Húsfriðunarnefnd ríkisins 1987-95, formaður stjórnar Hafna- sambands sveitarfélaga 1988-94, for- maður Héraðsnefndar Snæfellinga 1989-91, í stjórn Íslenska járnblendi- félagsins 1992-98, formaður Þjóð- minjaráðs 1994-98, formaður byggingarnefndar Þjóðminjasafnsins 1994-98, formaður undirbúnings- nefndar um stofnun þjóðgarðs undir Jökli og í stjórn Landsvirkjunar 1995-97 og RARIK 1997-99. Hann var varaforseti og sat í ýmsum fasta- nefndum Alþingis sem og opinberum nefndum, sat á allsherjarþingi SÞ 1998, í stjórn gjafar Jóns Sigurðs- sonar 2011-15 og í framkvæmdaráði Svæðisgarðs og Héraðsnefndar Snæ- fellinga frá 2014. Sturla var sæmdur stórriddara- krossi fyrir opinber störf 2007. Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar – 70 ára Fjölskyldan Sturla og Hallgerður ásamt börnum sínum. Myndin var tekin er Sigríður Erla lauk stúdentsprófunum. Pólitískur frumkvöðull í friðun gamalla húsa Kópavogur Árni Dagur Gísla- son fæddist á Landspít- alanum í Reykjavík 20. nóv- ember 2014. Hann vó 3.736 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Sigríður Kristín Dav- íðsdóttir og Gísli Hróar Guðlaugarson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is MÁLAÐ GLER Málað gler er falleg klæðning á veggi, innréttingar, skápa og margt fleira innandyra. ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.