Morgunblaðið - 23.11.2015, Side 23

Morgunblaðið - 23.11.2015, Side 23
Friðun húsa er góð fjárfesting Og hugðarefnin, Sturla? „Já, ég hef lengi haft áhuga á hestamennsku, er sjálfur mikill lestr- arhestur, einkum um sagnfræðilegt efni, og hef alltaf haft áhuga á pólitík. Húsfriðun og byggingarlist hafa lengi verið mitt hjartans mál. Faðir minn var byggingarmeistari og frá honum fékk ég ungur áhuga á bygg- ingarlist og byggingasögu. Þegar ég var ungur bæjarstjóri hér í Hólminum stóð fyrir dyrum mikil endurskoðun á gamla bænum, yfir- bragði hans og gatnakerfi. Við feng- um þá Hörð Ágústsson, sérfræðing í íslenskri byggingarsögu, til að gera úttekt á gömlu húsunum í hjarta bæj- arins. Niðurstaðan varð þá sú að friða og endurbæta þessi gömlu hús í stað þess að rífa þau eða breyta. Nú er löngu orðið ljóst, með vax- andi ferðamennsku, að friðun þessara gömlu húsa, saga þeirra og sérkenni, er einn af máttarstólpum þessa bæjar, því ferðamenn sækja alltaf í söguna og sérkennin. Þetta gerum við sjálf þeg- ar við ferðumst um heiminn. Borgar- og bæjaryfirvöld, víða um land, hefðu því mátt huga fyrr og betur að þessum mikilvæga þætti umhverfismótunar.“ Fjölskylda Eiginkona Sturlu er Hallgerður Gunnarsdóttir, f. 13.12. 1948, lögfræð- ingur hjá Sýslumanni Vesturlands í Stykkishólmi. Foreldrar: Gunnar Guðbjartsson, f. 6.6. 1917, d. 17.3. 1991, bóndi á Hjarðarfelli og formaður Stéttarsambands bænda, og k.h., Ást- hildur Teitsdóttir, f. 9.4. 1921, d. 4.8. 2006, húsfreyja. Börn Sturlu og Hallgerðar eru Gunnar, f. 17.7. 1967, hrl. og hrossa- bóndi í Hrísdal og er dóttir hans Borg- hildur, f. 1998, en kona Gunnars er Nadia Katrín Banine flugfreyja og dætur hennar eru Nína Katrín, f. 1999, og Alexandra Sól, f. 2001; Elínborg, f. 21.12. 1968, sóknarprestur í Stafholti í Borgarfirði, maður hennar er Jón Ás- geir Sigurvinsson, guðfræðingur, kennari og skjalaþýðandi, og börn þeirra Hallgerður Kolbrún, f. 1997, Sturla, f. 2003, og Kolbeinn Högni, f. 2007; Ásthildur, f. 10.6. 1974, bæjar- stjóri í Vesturbyggð, maður hennar er Hafþór Jónsson útgerðarmaður og sonur hans Daníel Jón, f. 2002; Böðvar, f. 12.6. 1983, framkvæmdastjóri, kona hans er Guðrún Tinna Ólafsdóttir, mannauðs- og fjármálastjóri, og sonur þeirra Sturla, f. 2008; Sigríður Erla, f. 8.7. 1992, laganemi við HÍ og flug- freyja. Systkini Sturlu eru Auður, f. 16.3. 1941, fyrrv. kennari í Ólafsvík, og Snorri, f. 17.6. 1947, stöðvarstjóri RA- RIK í Ólafsvík. Foreldrar Sturlu: Böðvar Bjarna- son, f. 30.3. 1911, d. 15.5. 1986, bygg- ingameistari og byggingafulltrúi í Ólafsvík, og k.h., Elínborg Ágústs- dóttir, f. 17.9. 1922, d. 6.3. 2002, hús- móðir, starfsmaður við barnaheimili og umsjónarmaður orlofs húsmæðra á Snæfellsnesi og Reykjavík. Úr frændgarði Sturlu Böðvarssonar Sturla Böðvarsson Herdís Bjarnadóttir húsfr. í Hólkoti í Staðarsveit Þorsteinn Þorleifsson b. og form. í Hólkoti í Staðarsveit Þuríður Þorsteinsdóttir húsfr. í Mávahlíð Ágúst Ólason b. og póstur í Mávahlíð í Fróðárhreppi Elínborg Ágústsdóttir starfsm. á leikskóla og í orlofsnefndum Lilja Benónýsdóttir vinnuk. á Stakkhamri Óli Jónsson b. á Stakkhamri í Miklaholtshreppi Gunnar Bjarnason hreppstj. í Böðvarsholti Ólöf Bjarnadóttir húsfr. á Selalæk Þráinn Bjarnason oddviti í Hlíðarholti Þórður Nikulás- son vélstj. í Rvík Vigdís Bjarnadóttir frá Hraunholtum Guðbrandur Vigfús- son oddviti í Ólafsvík Pálína Margrét Vigfús- dóttir húsfr. í Rvík Jóna Ágústs- dóttir Þorleifur Þorsteinsson hreppstj. í Þorleifs- koti, í Vinaminni á Búðum og í Hólkoti Sigurður Bjarna- son í Garðhúsum við Bakkastíg í Rvík Víglundur Nikulásson far- kennari og verkam. í Ólafsfirði Þórir Kr. Þórðarson guðfræðiprófessor Edgar Holger Cahill listfrömuður í New York Loftur Þorsteinsson verkfræðiprófessor við HÍ Ólafur Rögnvaldsson forstj. á Hellissandi Björg G.V. Þorleifsdóttir húsfr. í Rvík Sigurður Sigurðs- son skipstj. og bæjarfulltr. í Rvík Védís Elsa Kristjánsdóttir, fyrrv. oddviti í Sandgerði Sigríður Sigurðardóttir húsfr. í Rvík Sigurður Helga- son fyrrv. forstj. Flugleiða Guðmundur Ólafsson leikari og rithöfundur Jón Sigurðsson fyrrv. ráðherra og seðlabankastj. Björn Þór Ólafsson kennari og íþrótta- frömuður í Ólafsfirði Þórunn Sigurðar- dóttir leikstjóri Sólveig Bjarnadóttir frá Neðri-Lá í Eyrarsveit Vigfús Vigfússon b. á Kálfárvöllum í Staðarsveit Bjarnveig Vigfúsdóttir húsfr. í Böðvarsholti Bjarni Nikulásson b. í Böðvarsholti í Staðarsveit Böðvar Bjarnason byggingam. í Ólafsvík Ólöf Bjarnadóttir húsfr. í Lukku, frá Hraunholtum Nikulás Árnason b. í Lukku í Staðarsveit, frá Kálfárvallakoti Fjóla Bláfeld Víglundsdóttir húsfr. og verkak. í Ólafsfirði Sigurður E. Ólason hrl. í Rvík ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015 95 ára Guðrún Ósk Isebarn 90 ára Guðrún Jónsdóttir Guðrún Steins Jónsdóttir 85 ára Guðrún Björnsdóttir 80 ára Annelene Gunnarsson Ásta Bryndís Gunnarsdóttir Edda Axelsdóttir Elsa Samúelsdóttir Sigríður Eyjólfsdóttir 75 ára Birgir Smári Ólason Fjóla Jónsdóttir 70 ára Björn Ólafur Hallgrímsson Elísabet Arndal Ottósdóttir Guðborg Jónsdóttir Jakob Yngvason 60 ára Arnar Þór Stefánsson Ágúst Guðmundsson Einar Hermundsson Elínborg Sigvaldadóttir Halldór L. Jóhannesson María Vigdís Ólafsdóttir Valur Hauksson 50 ára Adolf Hauksson Auður Ólafsdóttir Gísli Pálsson Sabine Bernholt Stefán Ingólfsson Vilborg Friðriksdóttir 40 ára Boban Jovic Bryndís Guðrún Knútsdóttir Einar Þór Kristjánsson Harpa Maren Sigurgeirsdóttir Hrafnkell Eiríksson Khash Erdene Baatar Li Fu Piotr Pawel Ostapiuk Raphael Steinberg Þröstur Reynisson 30 ára Arnar Freyr Sigurðsson Atli Heimir Arnarson Brynjar Ólafsson Dagmar Hrund Sigurleifsdóttir Katrín Pálsdóttir Maria Ylfa Lebedeva Michalina Anna Teodorowicz Sigurjón Veigar Halldórsson Teitur Már Símonarson Vala Rún Gísladóttir Valdís Ösp Jónsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Finnur er Reykvík- ingur, viðskiptafræðingur og starfar sem sérfræð- ingur hjá Fjármála- eftirlitinu. Maki: Þóra Björk Bjarna- dóttir, f. 1977, sálfræð- ingur. Börn: Margrét Þóra, f. 2005, María Björk, f. 2009, og Bjarney Líf, f. 2015. Foreldrar: Sigurjón Finnsson, f. 1946, og Mar- grét Þóra Blöndal, f. 1949. Finnur Tryggvi Sigurjónsson 30 ára Birgir er Keflvík- ingur og vinnur hjá Suðurflugi á Keflavíkur- flugvelli. Maki: Telma Sif Björns- dóttir, f. 1981, snyrti- fræðingur. Börn: Birna Ýr, f. 2001, Kristján Árni, f. 2004, og Jóhanna Júlía, f. 2009. Foreldrar: Guðni Arason, f. 1958, málari í Keflavík, og Hildur Kristjánsdóttir, f. 1963, húsmóðir í Garðinum. Birgir Júlíus Olsen 30 ára Jón Steinn er frá Ólafsvík en býr í Reykjavík og er sölufulltrúi hjá heildsölunni Ásbirni Ólafssyni. Maki: Ingibjörg Ýr Haf- liðadóttir, f. 1992, heilsu- nuddari. Bræður: Árni Þór, f. 1981, og Hjörtur, f. 1989. Foreldrar: Vilhelm Þór Árnason, f. 1947, eigandi að Villa videó, og Kristrún Jónsdóttir, f. 1953. Þau eru búsett í Ólafsvík. Jón Steinn Vilhelmsson Guðný Lilja Oddsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína í líf- og læknavís- indum frá Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Hreyfistjórn í hálsi – Flugan sem nýtt greiningartæki fyrir hreyfi- stjórn hálshryggjar (Movement contr- ol of the cervical spine – The Fly as a new objective assessment method for whiplash-associated disorders). Flugan er próf sem þróað var til að mæla stjórn hálshreyfinga í rauntíma. Þrívíddargreinir var notaður í Flugu- prófinu og var hann tengdur sérhönn- uðu hugbúnaðarforriti. Hreyfiskynj- arar eru festir á höfuð þátttakandans og hann beðinn að nota hálshreyfingar til að fylgja nákvæmlega eftir bendli (flugu) sem hreyfist á tölvuskjá. Ná- kvæmni í hálshreyfingum var metin við að fylgja bendlinum eftir í þremur stigvaxandi erfiðum hreyfimynstrum. Doktorsritgerðin fjallar um þróun Fluguprófsins og notagildi þess við að greina hreyfistjórn í hálsi hjá einstakl- ingum með hálsverki. Rannsóknirnar sem doktorsritgerðin byggist á sýndu að Flugan er réttmætt og áreiðanlegt próf til að meta hreyfistjórn í hálsi. Með Fluguprófinu var hægt að meta nákvæmlega skerðingu á hreyfi- stjórn í hálsi hjá einstaklingum með hálseinkenni eftir hálshnykks- áverka og að- greina frá hópi þeirra sem hafa hálsverki af álags- tengdum toga sem og einkenna- lausum samanburðarhópi. Stigvaxandi erfiðleikastig prófsins gera það að verkum að hægt er að greina með ná- kvæmni hve mikil skerðing einstakl- ingsins er og því hægt að hefja þjálfun hans á viðeigandi stigi og fylgjast með framförum. Fluguprófið var einnig notað til að fylgjast með þróun háls- einkenna einstaklinga í eitt ár eftir aft- anákeyrslu en helmingur þátttakenda í þeirri rannsókn sýndi vaxandi skerð- ingu á stjórn hálshreyfinga yfir árið. Jafnframt var skoðað notagildi prófs- ins við að greina einstaklinga sem gera sér upp einkenni eftir háls- hnykksáverka. Þær niðurstöður leiddu í ljós jákvæðar vísbendingar en sú að- ferð er í áframhaldandi þróun. Guðný Lilja Oddsdóttir Guðný Lilja Oddsdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 1976, BS-gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 1981 og sérfræðiprófi í Manual Therapy frá University of St. Augustine árið 2000. Hún hefur starfað sem sjúkraþjálfari við Heilsugæslustöð Kópavogs, hjá HL-stöðinni og á eigin stofu, Sjúkraþjálfun Kópavogs. Árið 2006 lauk Guðný Lilja MS-gráðu í líf- og læknavís- indum frá læknadeild Háskóla Íslands og innritaðist í doktorsnám sama ár. Guðný Lilja starfar við Sjúkraþjálfun Kópavogs og sem stundakennari við Háskóla Íslands. Hún er gift Árna Sigurðssyni og eiga þau tvo syni, Bjarna og Árna Þór. Doktor Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Kipptu liðunum í lagmeðOmega3 liðamíni • Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. • Liðamín inniheldur Hyal-Joint® sem einnig má finna í liðvökva, seigfljótandi vökva sem smyr og viðheldur mýkt í liðamótum. • Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja stirða liði, sem getur skipt höfuðmáli í þjálfun og líkamsrækt. SKJÓTARI EN SKUGGINN www.lidamin.is PI PA R \ TB W A • SÍ A

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.