Morgunblaðið - 23.11.2015, Side 24

Morgunblaðið - 23.11.2015, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er engin minnkun að því að þiggja hjálp annarra, þegar hún er boðin af góðum hug. Gagnrýni heyrist á báða bóga en með henni byggirðu upp nákvæmni. 20. apríl - 20. maí  Naut Farðu í skemmtiferð eða nýttu þér kvik- myndir, myndbönd og íþróttir til að gera dag- inn ánægjulegan. Taktu þér tíma til þess að kanna málin. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Sönn- unin felst í því að allt er á fullu hjá þér og mik- ið stuð í ástarmálum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Leitaðu leiða til sparnaðar í sam- skiptum þínum við hið opinbera. Mundu því að í upphafi skyldi endirinn skoða. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst þú til í hvað sem er og ættir að láta það eftir þér að reyna á dirfsku þína og hugkvæmni. Aðrir búa yfir hæfileikum sem fullkomna þína. Sýndu kurteisi og gerðu þitt besta. Nú gæti verið kominn tími til að taka til í persónulega lífinu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ekki er ósennilegt að þú hafir áhyggjur af einhverju sem tengist vinnunni. Prófaðu þig áfram í listsköpun þinni því það er ekki spurning um hvað þú getur, heldur hvað þú gerir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Í dýraríkinu verður offjölgun til þess að dýrin ráðast hvert á annað. Vertu á varðbergi gagnvart laumuspili af einhverju tagi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er engu líkara en þú sért í einhverjum öðrum heimi þessa stundina. En gleymdu sjálfum þér ekki of lengi hvernig sem allt veltur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú er tíminn runninn upp – tím- inn til að gera eitthvað klikkað. Skyggnstu lengra og sjáðu sjálfur hvernig málið er í pott- inn búið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nýtt tungl býður upp á möguleika á að nálgast hluti úr nýrri átt. Kannski ætti steingeitin að vera það oftar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Von þín um viðurkenningu og frama í starfi er nú orðin að veruleika. Síðar kemur betri tíð með blóm í haga. 19. feb. - 20. mars Fiskar Afstaða yfirmanns þíns, yfirvalda eða foreldra á eftir að breytast. T.d. er möguleiki að vinna starfið sitt og verða ríkur í frítím- anum. Hjónin ungu kölluðu vini og ætt-ingja til þegar þau fluttu inn í nýja húsið sitt. Hér ætluðu þau að eiga heima. Á þessum bæ var allt frekar frumstætt. Stofan var ófrá- gengin, eldhúsinnréttingin var bráða- birgðasmíði úr spónaplötum sem slegnar höfðu verið saman, í loftum loguðu perur á rússneskum ljósa- krónum sem svo voru kallaðar og á þvottahúsgólfinu var myndarlegur sandbingur, því múrarar áttu eftir að setja síðustu sletturnar á vegginn. „Þetta er ekkert mál, við klárum allt fyrir jólin,“ sögðu ástfangin hjónin og voru þakklát. x x x Þessi svipmynd úr brasi fyrir 40 ár-um birtist þegar húsnæðismál ungs fólks eru rædd. Þetta er æsku- minning sem Víkverji á, sagan af fólki sem arkaði út í óvissuna og lét sér í léttu rúmi liggja þótt ýmislegt væri óklárt þegar það flutti inn. Uppbygg- inguna tóku þau í skrefum, eða eins og hagur þeirra leyfði, og bitarnir voru mátulega stórir. x x x Sagt er að hátt húsnæðisverð í daghelgist meðal annars af miklum kröfum í byggingareglugerð. Og víst er að sumt sem þar er kveðið á um er smámunasemi og flottheit eru skil- yrði. Regluverkið kveður á um algilda hönnun, það er að í húsum skuli að jafnaði vera bílahús, geymslur fyrir hverja íbúð, hjólageymsla, lyfta sé hús þrjár hæðir eða hærra, handrið skuli vera tvöföld og svo framvegis. Auðvitað má tóna þessi atriði aðeins niður, enda sé öryggi ekki fórnað. x x x Húsnæðisvandinn stafar einnig afþví að kröfur ungs fólks sem er að koma sér þaki yfir höfuðið eru miklar. Að geta ekki keypt fullbúna íbúð fyrir 40 milljónir króna til dæmis í miðborginni er ekkert vandamál. Það getur verið fínt að byrja búskap í blokkaríbúð, gera sem mest sjálfur og taka mátulega stór skref í einu. Klína svo málningu á vegg á Þorláks- messukvöld því öllu þarf að ljúka fyr- ir jól, eins og ungu hjónin, sem nú eru komin á pensjón, sögðu forðum. víkverji@mbl.is Víkverji Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns. Jes. 41:10 Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdómslögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttarlögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti Hallmundur Guðmundsson var „ífínu formi“ á Boðnarmiði:. Um daginn ég reyndi við spíkat og splitt, spítti úr nös og rauk í crossfitt. Þá brók minni brá, ég brosti ekki þá en hvíslaði að sjálfum mér “sjitt“ … Páll Imsland heilsaði Leirliðum á svölum degi: „Eftirfarandi limru kalla ég: Hringurinn hlaupinn uppi. Það er gert til þess að forða les- endum frá þeirri hugsun að þetta sé klámfengin limra. Limran snýst nefnilega um þær mögnuðu heim- spekilegu vangaveltur sem lúta að náttúru tímans og hringsins og hafa ekki verið leystar enn. Þetta er framlag til lausnarinnar en ekki lausnin. „Áfram veginn í vagninum ek ég“ og vestlægu leiðina rek ég alla jörðina í kring og það hring eftrir hring uns mig auðvitan aftan frá tek ég.“ Á miðvikudag skrifaði Sigrún Haraldsdóttir á Leirinn „Nóv- ember“ og síðan: Geisli smár um loftið læddist, lágreistur og magur. nýr þegar af nóttu fæddist næsta fölur dagur. Sigmundur Benediktsson brást vel við: „Það rætist samt vel úr hon- um. Því kemur hér ein dverghenda“: Mjór er stundum mikils vísir, má fá hól. Núna hátt á himni lýsir, heiðrík sól. Björn Ingólfsson sagðist á Leirn- um hafa verið að hirða ullina frá tveimur öflugum rúningsmönnum úr Þistilfirðinum. Þeir meðhöndla ær eins og fínar frúr af fagmennsku að ofan og neðan og kunna á því lagið að klæða þær úr og kumra eins og hrútar á meðan. Helgi Zimsen henti í eina vetrar- vísu í síðustu viku þótt varla hefði verið vetur að kalla hér á mölinni: Vott af frosti vel má þola, veðurguð er blíður og Vetur kóngur kuldabola klaufalega ríður. Sigmundur Magnússon tók dýpra í árinni, – sagði „svona skítkalt“ á fimmtudaginn: Hrímuð vakan hryglugrá herðir tak á grundum, emja nakin ýlustrá út á klakasundum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af náttúru tímans og hringsins Í klípu „NEI, LÖGREGLUÞJÓNN, ÉG VEIT EKKI AF HVERJU ÞÚ STOPPAÐIR MIG. ÞARFTU HJÁLP VIÐ AÐ LEYSA SAKAMÁL?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „MAMMA SEGIR AÐ VIÐ MEGUM GIFTA OKKUR OG BÚA Í BORÐSTOFUNNI, EF ÞÉR ER SAMA ÞÓ AÐ ÞÚ BORÐIR Í ELDHÚSINU.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sjá til þess að hann fari í reglubundið eftirlit. RISA SKORDÝR HÓTAR AÐ EYÐILEGGJA PLÁNETUNA! VIÐ ERUM DAUÐA- DÆMD! NEMA ... ... NEMA VIÐ FINNUM MJÖG, MJÖG STÓRA MANNESKJU SEM GETUR STIGIÐ Á ÞAÐ! SNALLT EFTIR MAT ÆTLA ÉG AÐ FARA AÐ GERA ÁRÁS Á ENGLAND! MANSTU ÞEGAR ÉG LOFAÐI AÐ KOMA MEÐ ÞYNGDAR MINNAR VIRÐI Í GULLI HEIM? Ó JÁ, HVORT ÉG MAN! LÆKNIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.