Morgunblaðið - 23.11.2015, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 23.11.2015, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2015 » Bókamessa í Bókmenntaborg fór fram í fimmtasinn í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina og sýndu þar útgefendur nýjar bækur og boðið var upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá, m.a. upp- lestur úr nýjum barnabókum, ljúffengt smakk og óvæntar uppákomur. Bókamessa í Bókmenntaborg var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina Morgunblaðið/Golli Úrval bóka Gott framboð er af áhugaverðum bókum í öllum bókarflokkum fyrir þessi jól sem gaman er að skoða með jólagjöf í huga fyrir vini. Athygli Þessi hnáta fylgdist vel með barnadagskránni í Ráðhúsinu. Upplestur Sigrún Eldjárn las upp úr nýju verki fyrir unga sem aldna. Leikur Börnin skoðuðu, hlustuðu og könnuðu heiminn á bókamessu. Enska leikkonan Kim Cattrall er hætt við að leika í leikritinu Linda í Royal Court-leikhúsinu í Lundúnum sem verður frumsýnt eftir þrjá daga, 26. nóvember. Var henni ráð- lagt af lækni að gera það. Cattrall átti að fara með aðalhlutverk leik- ritsins sem er eftir Penelope Skin- ner og verður frumflutt á fimmtu- daginn. Catrall sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku og sagðist afar leið yfir því að þurfa að hætta við sýninguna. Leikkonan Noma Du- mezweni tekur að sér hlutverkið í stað Cattrall en hún hefur hlotið bresku leikhúsverðlaunin, Olivier, og ættu leikkonuskiptin því ekki að koma að sök. Á vef BBC er haft eftir listrænum stjórnanda leikhússins, Vicky Featherstone, að það sé afar leitt að Cattrall hafi þurft að draga sig í hlé og að Dumezweni eigi þakk- ir skildar fyrir að taka hlutverkið að sér með svo skömmu fyrirvara. Hvíld Cattrall er þekktust fyrir að leika hina frjálslyndu Samönthu í sjón- varpsþáttunum Sex and the City, eða Beðmál í borginni. Cattrall ráðlagt að hætta við leiksýningu bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á fi skinn HUNGER GAMES 4 3D 5,7,8,10:30 SPECTRE 6,9 HANASLAGUR 4:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.