Morgunblaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 4. N Ó V E M B E R 2 0 1 5
Stofnað 1913 276. tölublað 103. árgangur
BRUNAR Á
FJALLAHJÓLINU
NIÐUR KLETTA
ÞRÍBURAR
FRÁ EYJUM
60 ÁRA
MÖGNUÐ
MÓTORHJÓL
Í MÍLANÓ
ÓLÍKAR 6 BÍLARSYNIRNIR HJÓLAVINIR 10
Teikning/Batteríið arkitektar
Íslandslíkan Hugmynd arkitekta að útliti.
Tíu þúsund fermetra Íslandslíkan
í þrívídd gæti orðið að veruleika
innan tveggja ára ef áform for-
sprakka hugmyndarinnar ganga
eftir. Rætt er um að það verði stað-
sett á Leirvogstungumelum í Mos-
fellsbæ. Hugmyndin er að líkanið
geti aukið valkosti ferðamanna á
leið um svæðið, ekki síst í dags-
ferðum frá Reykjavík.
Frumkvæðið kom frá Katli
Björnssyni flugvirkja og hefur fyr-
irtækjaráðgjöf PWC unnið að und-
irbúningi málsins í samvinnu við
hann og áhugasama fjárfesta. Með-
al annars hefur verið leitað til Ice-
landair og Landsbankans, en bank-
inn á landsvæðið í Mosfellsbæ sem
nú er helst horft á.
gudmundur@mbl.is »16
Tíu þúsund fer-
metra Íslandslíkan
í undirbúningi
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Leggja ætti til hliðar opin landa-
mæri Evrópu og hvert og eitt þátt-
tökuríki Schengen-samstarfsins ætti
tafarlaust að bera öll vegabréf kerf-
isbundið saman við gagnagrunn Int-
erpol um stolin og glötuð vegabréf.
Bretar, sem ekki eru aðilar að
samstarfinu, klófesta árlega yfir tíu
þúsund manns sem reyna að komast
yfir landamæri þeirra með ógildum
skilríkjum en frá þessu greinir Ron-
ald K. Noble, forstjóri Interpol á ár-
unum 2000 til 2014.
Segir hann í grein, sem birtist í
New York Times fyrir helgi, lær-
dóminn af hryðjuverkaárásunum
sem gerðar voru í París fyrr í mán-
uðinum vera að opin landamæri Evr-
ópu geri mönnum kleift að ferðast á
milli 26 landa án vegabréfaeftirlits
eða landamæravörslu. Er Schengen-
svæðið því í raun alþjóðlegt vega-
bréfalaust svæði þar sem hryðju-
verkamenn geta framið árásir á
meginlandi Evrópu. Noble segir
samstarfið bjóða upp á raunverulega
og viðvarandi hættu.
Francois Hollande Frakklands-
forseti og David Cameron, forsætis-
ráðherra Bretlands, funduðu í París
í gær. Hyggjast löndin herða loft-
árásir í baráttunni gegn hryðjuverk-
um.
Fáir á ferli á götum Brussel
Fáir voru á ferli á götum Brussel í
gær þar sem enn ríkti neyðarástand
vegna hryðjuverkahættu.
Lögregla handtók 16 í áhlaupum í
Brussel á sunnudag en ekki hefur
tekist að finna Salah Abdeslam, einn
þeirra sem frömdu ódæðin í París.
Hann gæti hafa flúið til Sýrlands.
Schengen veldur hættu
Fyrrverandi forstjóri Interpol gagnrýnir Schengen-samstarfið harkalega Vill
að ríkin taki aftur upp landamæraeftirlit Bretar ná miklum fjölda með eftirliti sínu
MHryðjuverkaógn »4, 12, 18, 20.
Ísland hefur
verið laust við
bakteríur sem
eru ónæmar fyr-
ir hefðbundnum
tegundum sýkla-
lyfja. Með vax-
andi ferða-
mannastraumi
og ferðalögum
Íslendinga til út-
landa er hins
vegar aðeins tímaspursmál hvenær
slíkar bakteríur berast hingað, að
sögn Þórólfs Guðnasonar, sótt-
varnalæknis.
Tilkynnt var í síðustu viku að vís-
indamenn hefðu í fyrsta skipti
fundið bakteríur sem eru ónæmar
fyrir tegund sýklalyfja sem gefin er
þegar allt annað þrýtur. »20
Tímaspursmál með
ónæmar bakteríur
Bakteríurnar fund-
ust í dýrum í Kína.
Gildi – lífeyrissjóður hefur lækk-
að vexti á húsnæðislánum og segir
Árni Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri sjóðsins, að nú bjóði sjóðurinn
upp á lægstu föstu verðtryggðu
vextina sem Gildi hefur boðið á hús-
næðislánum frá upphafi eða 3,55%.
Breytilegir vextir á verðtryggðum
lánum sjóðsins eru frá 3,20% og á
óverðtryggðum lánum frá 6,75%.
Árni segir að ástæða lækkunar-
innar sé tvíþætt. „Við viljum mæta
þörfum sjóðfélaga með sem bestum
hætti og auka vægi þessa eigna-
flokks í safninu.“ Lántökugjaldið
hjá Gildi er 0,5% af lánsupphæð og
segir Árni að það sé með því lægsta
sem bjóðist. margret@mbl.is »18
Gildi lækkar vextina
á húsnæðislánum
Benedikt Bóas
Þorsteinn Ásgrímsson
Stórbruni varð þegar eldur gaus upp í Plastiðjunni
á Selfossi á tíunda tímanum í gærkvöldi. Mikill
eldsmatur var inni í verksmiðjunni og barðist allt
tiltækt slökkvilið við eldinn. Slökkvilið frá ná-
grannasveitarfélögum komu fljótt á vettvang og
aðstoðuðu. Baráttan stóð enn þegar Morgunblaðið
fór í prentun, en þá var talið að ekki yrði hægt að
bjarga húsinu.
Eitraður reykur barst frá verksmiðjunni og brá
slökkvilið á það ráð að rýma nærliggjandi hverfi
og opnaði fjöldahjálparstöð í Vallaskóla. Fólk var
beðið að loka gluggum og skrúfa upp í kyndingu til
að mynda yfirþrýsting þannig að reykurinn leitaði
ekki inn.
Björgunarsveitir aðstoðuðu
Björgunarsveitir á Selfossi og í uppsveitum Ár-
nessýslu voru kallaðar út vegna brunans. Þær
rýmdu íbúðarhverfi að hluta, svokallað Haga-
hverfi, sem reykinn lagði yfir. Einnig aðstoðuðu
björgunarsveitir lögreglu og slökkvilið við verð-
mætabjörgun, lokanir og gæslu.
Reynt var að verja nærliggjandi hús, en fleiri
fyrirtæki eru í næsta nágrenni. Plastiðjan er á
svipuðum stað og röraverksmiðjan Set, en í þeirri
verksmiðju hefur tvisvar kviknað, síðast fyrr á
þessu ári.
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Stórbruni Allt tiltækt slökkvilið barðist við eldinn í Plastiðjunni á Selfossi. Þetta er þriðji eldurinn á skömmum tíma á þessum slóðum.
Hús rýmd í stórbruna
Plastiðjan á Selfossi brann í gærkvöldi Fjöldahjálparstöð opnuð í Vallaskóla
fyrir íbúa sem þurftu að rýma hús sín Reynt var að verja nærliggjandi hús
Viðbúnaður Svartan reyk lagði um nágrennið.