Morgunblaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 11
and the Last Nazi Crime, eftir bresku leikstjórana Jacqui og Dav- id Morris, en hún verður frumsýnd í janúar. Weinstein-bræðurnir lofa stór- mynd. Þeir hafa áður framleitt smelli á borð við Pulp Fiction og Shakespeare in Love, og segjast ætla að fá reyndan og virtan leik- stjóra til starfans. Heimildir The Sunday Times herma að Steve Mc Queen sé nefndur til sögunnar, en hann leikstýrði t.d. Twelve Years of Slave. Þá er Carey Mulligan talin líkleg í hlutverk Marjorie Wallace, rannsóknarblaðamanns, sem heim- sótti fjölskyldur 140 fórnarlamba „… sem sum höfðu hvorki hand- leggi né fætur eða eyru, voru með innyfli í flækju eða heilaskemmd,“ eins og hún skrifaði á sínum tíma. Harold Evans, kvaðst aðspurður vilja að Michael Sheen léki sig í kvikmyndinni. „Mesti harmleikur og tortíming sem um getur á frið- artímum,“ sagði hann um afleið- ingar talídómíð-lyfsins. Þegar allir firra sig ábyrgð Árið 1972 krafð- ist The Sunday Times skaðabóta fyrir 370 fórn- arlömb talí- dómíð- harmleiksins sem þá var vitað um í Bretlandi. Mála- rekst- urinn leiddi til Michael Sheen AFP Carey Mulligan þess að breska dreifingarfyrirtæk- inu Distiller var gert að greiða þeim 32,5 milljónir punda, en fyr- irtækið hafði upphaflega boðið tí- unda hluta þeirrar upphæðar. Fjór- um árum síðar fór blaðið fram á að Evrópudómstólinn viðurkenndi að framleiðendur lyfsins hefðu ekki farið eftir reglugerðum varðandi grundvallarprófanir á lyfinu. Allt þetta mál sagði Evans vera kjörinn efnivið fyrir Weinstein- bræðurnar. „Þetta er saga um sið- ferðilega ábyrgð – hvernig „vél- rænan“ sem við höldum að viðhaldi siðmenningunni, bregst; lyfin og lyfjafræðin, öryggisreglur, fjöl- miðlar, lögin og ríkisstjórnin. Allir firra sig ábyrgð, allir stjórnast af fáfræði og fordómum. Ef Harvey Weinstein getur ekki gert spenn- andi kvikmynd úr slíkum efnivið er hann ekki sá Weinstein sem ég þekki,“ sagði ritstjórinn fyrrver- andi. Ljósmynd/Daníel Magnússon Nagli Stundum þarf að bera hjólið og þá skellir Þórdís því á bakið eins og ekkert sé. Hér er hún umvafin magnaðri náttúru á Fimmvörðuhálsi. Við fáum góða útrás fyrir alla orkuna sem býr í okkur,“ segir Þórdís sem á tvo syni, Erik Nóa, ellefu ára, og Tristan Georg, sjö ára. „Sá yngri er alveg sjúkur í þetta og ég fer með hann í hverri viku að hjóla. Núna þegar farið er að dimma svona snemma kemst ég ekki að hjóla með hann eftir vinnu, en við hjólum allar helgar. Í sumar fór ég með honum út að fjallahjólast tvisvar til þrisvar í viku.“ Þórdís segir að í fjallahjóla- mennsku sé alls konar fólk á öll- um aldri og af báðum kynjum. Stelpunum fjölgar „Reyndar eru miklu fleiri karlar en konur, við stelpur sem tókum þátt í bruninu í sumar vor- um í miklum minnihluta. En sem betur fer eru alltaf að bætast mjög harðar stelpur í hópinn og það er gaman að fá samkeppni,“ segir Þórdís, sem finnst frábær- ast við fjallahjólamennsku að fá að leika sér úti í íslenskri náttúru. „Það er svo fallegt að hjóla um á öllum þessum svæðum sem við er- um svo heppin að hafa. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Þegar við þurfum að fara hratt niður, svokallað fjallahjóla- brun, þá líður manni næstum eins og maður sé staddur inni í tölvu- leik. Tristan Georg sonur minn er sjúkur í það og hann fær að keppa í því næsta sumar, hann hefur verið að æfa sig á fullu í Skálafelli. Það var erfitt fyrir mig að vera fyrir framan hann á leið- inni niður Skálafell því hann er svo kaldur og vill fara hraðar, hann öskraði stanslaust á mig að hætta að bremsa.“ Stökk Fyrir brun þarf að æfa sig í að stökkva og hér svífur Þórdís.Hjólasystur Þórdís og Gunnhildur. Gaman Að hjóla saman. Urð og grjót Þórdís kann best við sig uppi á fjöllum á hjólinu sínu. Enduroiceland.com Facebook: EnduroIceland DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2015 Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is Bazar veggljós

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.