Morgunblaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2015 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * ** Stjörnuspá Hrútur Öll mál eiga sér fleiri en eina hlið en samt getur endirinn aðeins orðið á einn veg. Skoðaðu frekar málið í heild og frá öllum hlið- um. 20. apríl - 20. maí  Naut Eyddu tímanum með fólki sem hefur já- kvæð og hvetjandi áhrif á þig og segðu skilið við annað. Reyndu að forðast alla árekstra við vinnufélaga þína. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sýndu þeim leyndarmálum sem þér hefur verið trúað fyrir fyllstu virðingu og geymdu þau hjá þér. Trú þín er ekki heimsku- leg – allt annað en það. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú annt vinum þínum og vandamönn- um en þegar þeir segja þér fyrir verkum skaltu bara hrista höfuðið. Farðu í gegnum dótið og gefðu það gamla til að búa til pláss fyrir það nýja. það eru nú einu sinni að koma jól. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Veltu ekki of lengi fyrir þér hvernig þú átt að framkvæma hlutina því þú gætir orðið of seinn. Enginn gerir það jafn vel og þú getur gert það núna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það hefur aldrei hjálpað neinum að kvarta. Skildu það sem er að gerast í lífi þínu frá tilfinningunum sem það vekur hjá þér og öðrum sem hlut eiga að máli. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér finnst ekki slæmt að rekast á hér og þar, það gerir hlutina áhugaverðari. Vogaðu þér að vera hreinskilinn. 23. okt. - 21. nóv.  Sporðdreki Hvers vegna að spyrja spurninga þegar allt er í þessu fína? Eða á hvolfi? Engar spurningar í dag. Farðu þér því hægt og hafðu alla fyrirvara uppi þegar þér eru gerð einhver tilboð. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Mál skipast svo í þína þágu að það veldur þér ánægjulegri undrun. Kannski er það hvernig hann/hún sýnir vanþóknun þegar þú kemur seint heim úr vinnunni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er ekki rétti tíminn til að efast um sköpunarverkin. Reyndu að gefa þér tíma til einveru á næstu vikum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er óþarfi að segja allt sem maður hugsar. Oft má satt kyrrt liggja, sér- staklega hvað varðar tilfinningar. Haltu aug- unum opnum og vertu í viðbragðsstöðu. Hvernig væri að taka sér bók í hönd og hverfa í hennar heim? 19. feb. - 20. mars Fiskar Líkamsrækt og vellíðan eru tengd órjúfanlegum böndum. Ef þú snertir ekki sparifé þitt er ekki hundrað í hættunni. Ekki eyða tíma í að bera þig saman við aðra. Páll Imsland heilsaði leirliði íregnúðanum með þessum orð- um: „Ég sá fyrir skömmu í Limru- bókinni, sem líta má í af og til eins og biflíuna, frábæra limru eftir Hjörleif Hjartarson sem bæði var limra og ekki limra og snerist um rímorðið limra, sem á sér ekki rím- félaga.“ Ég hef engan áhuga á limru og ætla‘ ekki að búa til limru. Það er auðvitað leitt en það er ekki neitt orð sem rímar við limru. (Limran er þannig sett upp í Limrubókinni.) Síðan heldir Páll áfram: „Ég lenti í því fyrir tæpu ári að þurfa að ríma á móti vodka, sem er sömu sök und- irselt. En sannleikurinn er sá að á móti báðum er hægt að ríma, ef það er keppikeflið. Í raun má áreiðanlega ríma á móti öllum orðum. Kannski þarf að fara ólöglegu leiðina og kannski þarf af fara harla tæpt í málnotkun, búa til ný- yrði eða beita útúrsnúningi og belli- brögðum, en það er einmitt ekki bara leyfilegt heldur æskilegt í limru. Á þann hátt rímaði ég fyrir all- mörgum árum á móti orðinu limra. Ég rakst á þessa limru (sem er eftir Pál sjálfan) fyrir tilviljun og get ekki stillt mig að sýna ykkur snillina, þó limran sú arna beri ekki mörg einkenni góðrar limru önnur en staðalháttinn og lausn á rím- þrautinni.“ Fátt eitt er dekkjunni dimmra og dáflink er erlan að fimra, en þessi hér vísa, sem vert er að prísa, er vesæl og fátækleg limra. Björn Ingólfsson sendi Páli tölvu- póst, – sagði „ég spreytti mig líka einu sinni á þessari þraut. Eini munurinn á minni og þinni er sá að ég hef greinilega verið mun ánægðari með mig í lokin en þú, Páll.“ Meðal lostugra gella og grimmra og glíminna kappa og fimra var varist og sótt eina sunnudagsnótt. Hún er laglega gerð þessi limra. Enn yrkir Páll og heilsar leirliði í rökkurbyrjun: Fjóna hét stúlka á Stað sem stundaði aldregi það. Hún var siðprúð og góð og samdi fín ljóð, en hataði handsápu’ og bað. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af limrum í regnúðanum og rökkurbyrjun Í klípu „KANNTU EKKI AÐ LESA?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „GETURÐU ALDREI FARIÐ Á SPÍTALANN ÁN ÞESS AÐ KOMA MEÐ EITT SVONA HEIM?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að mennta hann. LÍSA SEGIR AÐ ÉG KYSSI VEL KYSSI MJÖG VEL HÚN SEGIR AÐ VARIR MÍNAR SÉU HEY! ÉG ER AÐ BORÐA HÉRNA! ÞÚ SAGÐIR MÉR EINU SINNI AÐ ÞÚ VILDIR DEYJA ÚR HLÁTRI… ÞAÐ STEMMIR! ÉG VIL ENDA Á GÓÐUM BRANDARA! …BANK, BANK… SLÁTRARI ENGA SÖLUMENN Víkverji naut þess í góðum félags-skap um helgina að hlýða á uppi- stand hjá Ara Eldjárn. Drengurinn sá er magnaður, eins og fjölmargir geta vitnað um sem á hann hafa hlustað og horft. Skemmst er að minnast lokaathafnar Norðurlanda- ráðsþings í Hörpu á dögunum, þar sem Ari fór á kostum og gerði stólpa- grín að hinu norræna samstarfi. x x x Fáum kemur á óvart að Ari er um-setinn uppistandari, kannski bók- aður á nokkra staði sama kvöldið þar sem hann hleypur á milli eða ekur um í loftköstum. Dæmi eru um bókanir með engum fyrirvara, líkt og hann upplýsti þetta skemmtikvöld sem Víkverji var viðstaddur. Segir það ágæta sögu um skipulagshæfileika landans. Fékk Ari eitt sinn hringingu og var beðinn að koma á árshátíð. „Já, hvenær er hún,“ spurði Ari og var byrjaður að kíkja í dagbókina. Á hinum enda línunnar svaraði maður, drafandi röddu: „Geturðu komið núna, við vorum að klára aðalrétt- tinn.“ x x x Daginn eftir þessa skemmtun varVíkverji í ryðgaðri kantinum og var ekkert sérlega mikið í hollust- unni. Að vísu gafst ekki tími til að fá sér „einn sveittan“ á veitingastað en hlaupið inn í sjoppu og gripin ein tor- tillu-vefja frá Sóma. Smakkaðist hún ágætlega, þó að tveir dagar væru liðnir frá pökkun. Víkverji kíkti á merkingarnar og þar virtist standa „síðasti notkunardagur“. Í ljósi þess að Víkverji var vel ryðgaður setti hann upp gleraugun til að sjá hvort þetta hefði verið mislesið. Nei, svo reyndist ekki vera. „Notkunardagur“ var það og Víkverji hugsaði með sér hvað hann gæti gert annað við vefj- una en að éta hana. x x x Til greina kom að fletja hana út,pressa og pakka inn, hengja til þurrkunar og nota sem jólaskraut. Eða að greiða sér með henni? Nei, auðvitað ekki. Hennar var neytt með góðri lyst og vissulega „notuð“ til að seðja mesta hungur Víkverja. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn fer sjálfur fyrir þér, hann verður með þér. Hann mun hvorki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig. Óttastu ekki og láttu ekki hugfallast. Fimmta Mósebók 31:8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.