Morgunblaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2015 Það að hafa kynnst þér fyrir 19 árum og þekkt nærri alla mína ævi gerir mig ævinlega þakklát- an. Ég þakka Önnu fyrir að hafa náð þér svona ungum. Á þessum 19 árum hef ég alltaf litið upp til þín. Þú kláraðir atvinnuflug- manninn og fékkst vinnu hjá Flugfélagi Íslands. Þið Anna giftuð ykkur og eign- uðust fallegt heimili. Svo eru það dásemdirnar, dætur ykkar, Elísa Björk og Ester Laufey. Það eru þær, og væntanlegur Hjaltason, sem áttu hug þinn og hjarta. Ég man fyrir rúmu ári þegar við sát- um í eldhúsinu í Hafnarfirðinum og ég spurði þig álits á því að ég færi í flugnámið. Þú sagðir með bros á vör að það væri ekki vit- laus hugmynd. En ég skyldi vera alveg viss að ég vildi það, því að þetta væri mikil skuldbinding. Ef ég væri viss þá værir þú til í að kenna mér. Svo ræddum við áfram um flugmannsstarfið og þú sagðir að þér þætti svo gott að vinna hjá Flugfélaginu, því þá gætir þú verið mikið heima með fjölskyldunni. Þetta var lýsandi fyrir þig, eiginmaður og faðir fyrst og fremst. Sem kennari varstu frábær. Metnaðurinn í því starfi var til fyrirmyndar, þar var allt upp á tíu. Síðan var líka svo gaman hjá okkur í loftinu og við gátum hleg- ið í bland við alvöru flugsins. Þessir tímar sem við áttum í loftinu saman eru mér ómetan- legir. Þú varst mér ekki bara kenn- ari og „frændi“ heldur leit ég fyrst og fremst á þig sem stóra bróður og góðan vin. Betri manni hef ég ekki kynnst. Hvíl í friði. Böðvar Schram. Elsku drengurinn, hann Hjalti Már, hefur kvatt okkur svo skyndilega, fjölskyldan er lömuð af sorg. Við munum gleðina og spenn- inginn yfir að Beta og Baldi ættu von á barni, fréttin kom stuttu eftir brúðkaup okkar allra. Draumaprinsinn kom í heiminn svo fagur og yndislegur, eggja- hljóð kom yfir okkur og Berg- mundur mætti í heiminn. Svo vorum við saman á fæðingar- deildinni að eiga Hanna og Aron. Samgangur milli heimilanna var mikill og synirnir góðir vinir. Hjalti Már var rólegt og blítt barn með ríka réttlætiskennd. Honum gekk vel í skóla og fór í tónlistarnám. Hann vissi ungur hvað hann vildi, ákvað snemma að hann ætlaði að verða flugmað- ur. Hann fann ástina aðeins 16 ára í Menntaskólanum á Laug- arvatni, og þvílíkur happafengur, Anna Ýr er stórkostleg mann- eskja. Þau pössuðu svo vel saman og ástin milli þeirra smitaði út frá sér, maður varð glaðari í návist þeirra. Brúðkaup þeirra var vel undirbúið og eftirminnilegt, þar kom Hjalti Már Önnu á óvart og spilaði á píanó og söng til hennar fallegt lag, flestum veislugestum vöknaði um augun af tilfinninga- semi. Þau höfðu skrifað nöfn gestanna á litla fjörusteina til að merkja hvar hver ætti að sitja og svo átti að taka þessa steina með sér heim. Steinarnir okkar hafa síðan staðið í eldhúsglugganum okkar og minnt okkur á Hjalta Má og Önnu svo hugur okkur hef- ur oft leitað til þeirra. Heimili Balda og Betu hefur ætíð staðið opið fyrir gestum og gangandi og gestrisni þeirra tak- markalaus, þá hafa þau verið dugleg að halda upp á merkisá- fanga og bjóða til veislu. Því höf- um við stórfjölskyldan oft hist og kynnst vel. Ekki má gleyma fjöl- skylduútilegunni um miðjan júlí þar sem afkomendur Esterar hittast og þar höfum við fengið að njóta góðra tónlistarhæfileika Hjalta Más. Það er gott að hugsa til þess hve síðasta útilega var fjölmenn og heppnaðist vel, en þá mættu 65 af 83. Ungviðið fjöl- mennast og skemmti sér vel sam- an. Það er frábært að fylgjast með hve börn okkar eru góðir foreldrar og öll litlu börnin hvert öðru dásamlegra. Það er svo dýr- mætt að eiga góða og samheldna fjölskyldu sem getur stutt og huggað á erfiðum tímum eins og núna. Hjalti Már var frændrækinn og þau hjónin dugleg að halda sambandi við við frændsystkinin og þeirra fjölskyldur. Missir Önnu, dætranna, foreldra og systkina er mikill, að ekki sé tal- að um missi litla sonarins sem fær aldrei að kynnast föður sín- um. Megi góðir vættir vernda þau og styrkja. Við þökkum sam- fylgdina við góðan dreng. Þórdís og Elvar. Elsku hjartans fallegi frændi. Ég bíð þess enn að vera vakinn af martröð síðustu daga. Trúi því einfaldlega ekki að þú sért farinn frá okkur. Það kom aldrei neitt annað til greina en að við mynd- um eldast saman, hittast oftar og endurvekja með frændsystkinum okkar gamlar fjölskylduhefðir eins og þorrablótin, út að borða á Þorláksmessu eða tjalda og syngja saman um verslunar- mannahelgar. Gömlu hefðirnar hennar ömmu Þorbjargar. Þetta var nefnilega planið. Hittast oftar og rifja upp gamla tíma. Alltaf á dagskránni. En stundum er mað- ur einfaldlega svo upptekinn af lífinu að maður gleymir að lifa því. Held reyndar að það hafi aldrei átt við þig. Þú fannst ein- hvern veginn alltaf tíma fyrir allt sem skipti máli. Enda yndislegur í alla staði, hvers manns hugljúfi. Ég er þakklátur fyrir þær stund- ir sem við áttum saman eftir að við fullorðnuðumst og eignuð- umst okkar eigin fjölskyldur. Rétt eins og ég er ævinlega þakk- látur fyrir stundirnar sem við átt- um saman á sumrin í Rifi, hopp- andi og skoppandi í uppblásnum björgunarbáti úti í garði, löngu fyrir tíma trampólínsins, með sjálfsþurftarbúskap í kríuvarp- inu eða prílandi í klettunum fyrir neðan Háarif, báðir snöggklippt- ir og með veglegt skott. En nú ert þú farinn. Fyrsta barnabarnið sem fer yfir móðuna miklu og í faðminn hennar ömmu. Við biðj- um öll að heilsa. Kristborg og krakkarnir, mamma og pabbi, Hildur og fjölskylda. Orð fá ekki lýst þeirri sorg sem fyllir hjörtu okkar. Ekkert fær dáið af eðli þínu, ekkert skyggt ástúð þína. Sofðu í fangi ljóðs míns, sofðu í fangi lands þíns, glókollur bláeygur, guðs barn. (Jóhannes úr Kötlum) Hlynur Páll Pálsson. Elsku Hjalti Már er farinn frá okkur og erfitt er að skilja þann raunveruleika. Eftir situr mikil sorg og sársauki. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Það sem lýsir Hjalta Má best er hversu góður maður hann var. Ég hafði þann heiður að þekkja hann alla hans ævi. Gaman var að koma í heimsókn í Rifið og leika við Hjalta Má þegar við vorum lítil og þessar heimsóknir eru alltaf eins og ævintýri í minning- unni. Þegar við urðum eldri eignað- ist ég góðan vin. Alltaf var auð- velt að vera með Hjalta frænda og tala við hann. Í gegnum Hjalta Má kynnumst við yndislegu Önnu Ýri, en hún á sérstakan stað í hjörtum okkar ásamt stelp- unum þeirra. Og mikið erum við hjónin þakklát fyrir þær mörgu gleði- stundir sem við áttum með Hjalta og Önnu Ýri í heimsóknum þeirra til okkar, þegar við bjuggum í Uppsölum. Þessar heimsóknir voru alltaf hlaðnar mikilli gleði og afslöppun. Auk þess að vera góð- ur maður var Hjalti líka mjög fyndinn og skemmtilegur og við geymum í hjörtum okkar öll þau fleygu gullkorn sem hann lét flakka. Dýpstu samúðarkveðjur til ykkar, elsku Anna Ýr, Elísa Björk og Ester Laufey. Arna og Karvel. Það veldur mér mikilli sorg að ég skuli vera að skrifa þessa minningargrein um hann Hjalta frænda minn. Það hvarflaði ekki að mér að við myndum þurfa að kveðja hann svona snemma og svona snöggt. Hjalti Már fæddist þegar ég var 12 ára og ég man þegar mér var sagt að von væri á barni hjá Balda og Betu hvað ég varð glöð og spennt. Þegar komið var með hann í Rif nýfæddan varð ég strax heilluð af þessu fallega barni. Næstu árin gekk líf mitt út á að finna tíma til þess að geta farið heim til Balda og Betu til þess að geta leikið við hann og sinnt hon- um. Hann átti hug minn allan í langan tíma og ég var eins og grár köttur á heimili þeirra. Einnig passaði ég hann mikið þegar foreldrar hans skruppu frá. Skemmtilegast af öllu fannst mér að gefa honum að borða því hann var mikill matmaður. Mér fannst gaman að stríða honum á matmálstímum en hann hafði endalausa þolinmæði gagnvart mér. Hjalti var einstaklega ljúfur og blíður drengur. Við áttum marg- ar innilegar stundir fyrstu árin hans en ég lærði af honum að það væri eitthvað til sem héti skilyrð- islaus ást. Ég sótti mikið í hann því hjá honum upplifði ég mikla ást og hlýju. Þegar Aron fæddist þá var yndislegt að fylgjast með þeim. Samrýndir og flottir bræð- ur. Tíminn leið og við urðum eldri og Hjalti eignaðist annan bróður og systur. Hjalti kom alltaf við hjá foreldrum mínum, aðallega til að athuga hvort amma ætti eitt- hvað gott handa honum. Mér er mjög minnisstætt þegar amma hans hafði bakað ástarpunga og síðan skroppið út. Þegar hún kom til baka voru nýbökuðu ástar- pungarnir horfnir og ekkert eftir í eldhúsinu hjá ömmu nema lykt- in eftir baksturinn. Ég var send út að leita og fljótlega fann ég Hjalta með nokkrum krökkum og var svaka veisla hjá þeim. Ég gat ekki skammað hann enda þótti mér þetta bara frekar fyndið. Ár- in liðu og Hjalti breyttist úr dreng í myndarlegan, hæfileika- ríkan ungan mann. Ég var mjög stolt af honum Hjalta frænda, enda mikill sómamaður, kær- leiksríkur og góður. Spilaði eins og engill á píanó og var alltaf hlýr og skemmtilegur. Þegar hann kynnti okkur svo fyrir henni Önnu Ýri sá ég strax að þarna var kominn annar gullmoli. Þau voru einstaklega samhent og heil- steypt hjón. Ég gladdist mikið þegar þau eignuðust dætur sínar, yndislegar og ljúfar eins og for- eldrar þeirra. Í brúðkaupi þeirra söng hann og spilaði á píanó fyrir Önnu sína. Hjalti Már hefur alltaf átt stað í hjarta mínu og mun alltaf eiga. Það er erfitt að hugsa til þess að Anna, dæturnar og ófæddi sonur þeirra eigi ekki eftir að hafa Hjalta í lífi sínu. Hans verður sárt saknað en ég verð að trúa því að hans bíði merk verkefni þar sem hann er staddur núna. Það er erfitt að vera sáttur þegar lífið er svona ósanngjarnt. Ég kveð með harm í hjarta samt þakklát fyrir að hafa haft hann í lífi mínu. Ég votta Önnu, dætrum hans, Balda, Betu, tengdaforeldrum og systkinum hans mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning um ljúfan og fallegan dreng sem átti svo margt óklárað. Kær kveðja, Snædís frænka. Brosmildi, jákvæði og yndis- legi frændi minn er allur. Þetta var frétt sem ég bjóst aldrei við, né vildi nokkurn tímann fá. Við sem þurfum að halda áfram án þín eigum ekki létt verk fyrir höndum. Hjalti, það er svo margt sem ég vil þakka þér fyrir. Takk fyrir pössunina, takk fyrir útilegurnar, takk fyrir spilakvöldin, takk fyrir stundirnar saman í Rifi, takk fyr- ir Uppsala-heimsóknirnar, takk fyrir að vera fyrirmynd og að lok- um takk fyrir að hafa verið til. Elsku frændi, það er ógerlegt að koma því í orð hversu mikilvægur þú varst svo mörgum. Elsku Anna Ýr, Elísa Björk, Ester Laufey, Gunna Beta, Baldi, Aron, Birkir Freyr, Birg- itta Rún, Fannar, makar, börn og Ester, ég votta ykkur mínar dýpstu samúð. Saga litla frænka. Fimmtudaginn 12. nóvember fengum við símtalið sem enginn vill fá. Hjalti Már, systursonur og frændi okkar, hafði lent í flug- slysi og var látinn. Á þessu and- artaki breyttist lífið og það verð- ur aldrei aftur eins. Þegar svona skelfileg áföll skella á fjölskyldum leitum við í minningarnar til að fá að halda aðeins lengur í hinn horfna ást- vin. Í tölvunni fundum við upp- töku af glæsilegum brúðguma sem spilaði og söng lagið „Það var ást við fyrstu sýn“ fyrir brúði sína, hana Önnu Ýr. Fallegri ást- arjátning er vandfundin og lýsir Hjalta Má svo vel og því sam- bandi sem þau ræktuðu alla tíð á milli sín. Við eigum svo undurvel saman við tvö, skiljum hvort annað og heiminn svo vel Sálir sem hittast og heilsast á ný Ég veit ég hef elskað þig áður og elska þig enn Það var ást við fyrstu sýn. (Magnús Þór Sigmundsson) Upp í hugann koma ótal minn- ingar um litla fallega og bros- milda glókollinn sem átti góða bernsku í faðmi stórfjölskyldunn- ar í Rifi. Hjalti Már hafði alltaf mikinn áhuga á tónlist, lærði á hljóðfæri og lék í hljómsveit. Einhverju sinni er við vorum stödd í Rifi og Hjalti Már var um fimm ára ald- ur vorum við að fylgjast með Eurovision-keppninni. Eins og gengur og gerist var verið að meta keppendur og tók Hjalti Már auðvitað þátt í því. Þegar hann var spurður hver hann héldi að ynni kom svarið hans okkur öllum til að brosa. „Ég man ekki hvað lagið heitir en konan í fal- lega kjólnum með slaufuna á bak- inu vinnur. Hún er falleg og syngur flott.“ Fljótt kom smekk- maðurinn og fagurkerinn í ljós. Hjalti Már var drengur sem hafði hlutina á hreinu, setti sér mark- mið og vann síðan ötullega að því að ná þeim. Hann var traustur, góður og hjartahlýr drengur sem alltaf sýndi fólki áhuga og gaf sér tíma til að hlusta. Það er dýrmætt að eiga hann sem góða fyrirmynd. Á kveðjustund syrgjum við Hjalta Má frænda, sem snerti alla sem á hans vegi urðu með góðmennsku og hjartahlýju. Hafðu þökk fyrir allt það sem þú gafst okkur og varst okkur á lífs- ins leið. Aldan hnígi til að mæta þér, vindurinn sé í bak þér, sólin vermi andlit þitt, regnið falli milt að jörðu. Og allt til þess við sjáumst á ný, varðveiti þig Guð í örmum sínum. (írsk blessun) SJÁ SÍÐU 28 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, IDA SIGRÍÐUR DANÍELSDÓTTIR, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 16. nóvember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 25. nóvember kl. 13. . Guðmundur Magnússon, Kristín Magnúsdóttir, Þorleifur Magnús Magnússon, Sigríður Matthíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SAMÚEL JÓHANN ELÍASSON, Jói frá Bæ, Trékyllisvík, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fimmtudaginn 19. nóvember. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 28. nóvember klukkan 11. . Guðjón Andersen Sigrún Þórey Ágústsdóttir Ragnheiður E. Samúelsdóttir Sigm. Freyr Garðarsson Sigurvin E. Samúelsson Jónína Baldursdóttir Magnús G. Samúelsson Sigríður Gunnsteinsdóttir afabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 19. nóvember á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð. Sérstakar þakkir til starfsfólks Lögmannshlíðar fyrir alúð og umhyggju. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 27. nóvember kl. 13.30. . Valtýr Þór Hreiðarsson, Katrín Jónsdóttir, Valgerður Petra Hreiðarsdóttir, Pétur Böðvarsson, ömmubörn- og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, DAGRÚN ÞORVALDSDÓTTIR, áður til heimilis að Katrínarlind 4, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Hömrum sunnudaginn 22. nóvember 2015. Útförin verður auglýst síðar. . Björgvin Guðmundsson, Þorvaldur Björgvinsson, Guðmundur Björgvinsson, Björgvin Björgvinsson, Pirjo Aaltonen, Þórir Björgvinsson, Unnur Kristjánsson, Rúnar Björgvinsson, Elín Traustadóttir, Hilmar Björgvinsson, Sjöfn Marvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ALEXANDER EINBJÖRNSSON, Lyngbrekku 8 í Kópavogi, lést þann 20. nóvember á Borgarspítalanum. . Þóra B. Alexandersd. Ólafur Sturla Hafsteinsson Ragnheiður K. Alexandersd. Björn E. Alexandersson Ari Halldórsson Örn Alexandersson Ragnhildur Þórhallsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, LEIFUR ERLING N. KARLSSON, Álfkonuhvarfi 65, 203 Kópavogi, lést þriðjudaginn 3. nóvember á Landspítalanum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Ingibjörg Þ. Hafberg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.