Morgunblaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2015
Kíkt í skólatöskuna Stúlkan leitaði einbeitt að einhverju mikilvægu sem hún saknaði í litríkri skólatösku á meðan bílarnir þustu fram hjá með tilheyrandi gný sem fyllti loftið.
Golli
Í síðustu viku sótti
okkur Íslendinga heim
bandarískur maður,
William (Bill) Browder
að nafni. Þessi maður
hafði að segja afar
merkilega sögu úr sam-
tímanum og má kannski
segja að atburðarás
hennar standi ennþá yf-
ir. Hann hafði verið
með fjárfestingastarf-
semi í Rússlandi fyrir
og fyrst eftir síðustu aldamót, allt
þar til honum var meinuð för inn í
landið á árinu 2005, og fékk hann
ekki að koma þangað aftur. Hann
átti þar fé í fjárfestingarsjóðum
(Hermitage Management Funds)
sem var afrakstur af vel heppnaðri
fjárfestingastarfsemi árin á undan.
Nú var hann fallinn í ónáð hjá Pútín
forseta og því úthýst úr landinu.
Browder áttaði sig strax á því hvað
væri á seyði og lánaðist að koma
fjármunum sínum og nánustu sam-
starfsmönnum úr landi.
Þegar hann gerði sjóði sína upp
fyrir brottflutning
þeirra leiddi það til
greiðslu skatta í rík-
issjóð Rússlands sam-
tals um 230 milljónir
dollara. Lögfræðing-
urinn Sergei Mag-
nitskí, 35 ára gamall,
sem unnið hafði fyrir
Browder í Rússlandi,
komst að því að rúss-
neskir embættismenn
höfðu stolið stimplum
sem notaðir voru til að
auðkenna fyrirtæki
Browders. Þeir notuðu
þá síðan til að falsa kröfu í nafni fyr-
irtækisins um endurgreiðslu fyrr-
greindra skatta úr ríkissjóði og
fengu þá greidda um hæl. Sergei
kærði þetta athæfi til rússneskra yf-
irvalda og gaf sakfellandi vitnisburð
um athæfi þessara afbrotamanna.
Við því var brugðist með því að
handtaka Sergei í nóvember 2008 og
halda honum föngnum við þröngan
kost í rússneskum fangelsum. Til-
gangurinn var að fá hann til að falla
frá framburði sínum um afbrot
hinna rússnesku embættismanna.
Báru þær tilraunir engan árangur
þó að níðst væri á Sergei í fangels-
isvistinni, hann pyntaður og honum
neitað um alla læknishjálp. Fór svo
að hann andaðist fársjúkur innan
múranna 16. nóvember 2009.
Frá þessum tíma hefur Bill Brow-
der helgað líf sitt baráttunni fyrir
því að draga morðingja Sergeis til
ábyrgðar fyrir ódæðið. Ekkert gekk
að koma því erindi fram í Rússlandi
sjálfu og tók hann þá til við baráttu í
Vesturheimi til að fá lagt bann við
því að hinir rússnesku ódæðismenn,
sem hann nafngreindi, fengju að
koma til Vesturlanda og höndla þar
með illa fengið fé sitt. Leiddi þetta
meðal annars til þess að bandaríska
þingið setti lög, „The Magnitsky
Act“, sem kváðu á um þetta. Brow-
der vinnur nú að því að fá sambæri-
legar lagareglur lögfestar í Vestur-
Evrópu.
Síðastliðið vor gaf Bill Browder út
bókina „Red Notice“, þar sem þess-
ari atburðarás er lýst. Þar er að
finna dramatíska frásögn sem jafn-
ast á við bestu spennusögur. Þessi
bók hefur nú komið út á 25 tungu-
málum. Almenna bókafélagið hefur
gefið úr íslenska þýðingu bókarinn-
ar og ber íslenska útgáfan nafnið
„Eftirlýstur“. Bók sína helgar Brow-
der minningunni um hinn hugrakka
lögfræðing sem fremur vildi láta lífið
en að lúta vilja ódæðismannanna
sem náð höfðu honum á vald sitt.
Þessi atburðarás, sem raunar
stendur ennþá yfir, er að mínum
dómi afar merkileg, ekki síst vegna
þess að hún er um menn með rétt-
lætiskennd, sem byggist á hugsjón-
um þeirra, og þrek til að standa við
þær þótt óþokkar sæki að. Á þetta
bæði við um Sergei Magnitskí, lög-
fræðinginn unga sem galt fyrir með
lífi sínu, og Bill Browder sjálfan sem
getur í reynd hvergi gengið óhultur
vegna þrautseigju sinnar við að
koma einhvers konar réttlæti yfir
ódæðismennina. Má segja að hann
hafi með þessum verkum sínum gef-
ið lífi og andláti Magnitskís merk-
ingu, sem er til þess fallin að hafa
áhrif til góðs í annars bágborinni
veröldinni. Þetta er líka saga um
ömurlegt stjórnarfar í alræðisríki
eins og Rússlandi og spillingu sem
þar þrífst, ekki síst í skjóli æðsta
valdamannsins, Pútíns forseta.
Ég hvet ungt fólk á Íslandi til að
lesa þessa bók og læra af henni
hversu gjöfult það getur orðið fyrir
lífsandann að vera fús til að standa
við og berjast fyrir hugsjónum um
réttlæti og heiðarleika, að minnsta
kosti ef maður þarf ekki að gjalda
fyrir með lífi sínu (jafnvel líka þá!).
Gamlingjarnir geta ef til vill líka
eitthvað af þessu lært þó að erfiðara
sé að kenna gömlum hundum að
sitja.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » Þessi atburðarás,
sem raunar stendur
ennþá yfir, er að mínum
dómi afar merkileg,
ekki síst vegna þess að
hún er um menn með
réttlætiskennd, sem
byggist á hugsjónum
þeirra, og þrek til að
standa við þær þótt
óþokkar sæki að.
Jón Steinar Gunn-
laugsson
Höfundur er lögfræðingur.
Saga af hetjudáðum