Morgunblaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2015
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Kápur
Verð 15.900
Str. 44-56/58 Nýtt kortatímabil
Álfhólsvegi 67, 200 Kópavogi, sími 554 5820.
Opið kl. 16-18 þri., mið., fim.
Silfurhúðum
gamla muni
Skoðið laxdal.is
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Peysuúrval
Buxnaúrval
15%
afsláttur
Nú
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir
ehf. í Bolungarvík hefur fest kaup á
norskum togara sem væntanlegur er
til landsins um miðjan janúar næst-
komandi. Togarinn er um 700 tonn,
var smíðaður árið 1998, heitir Stam-
sund og er skráður í Svolvær
í Norður-Noregi. Togari hefur ekki
verið gerður út frá Bolungarvík um
langt árabil og því markar þessi fjár-
festing nokkur kaflaskil í atvinnulíf-
inu þar.
Hið nýja Bolungarvíkurskip fær
nafnið Sirrý ÍS 36 og fyrir það voru
gefnar um 20 milljónir norska króna,
eða um 300 millj. íslenskra kr. Í dag
leggja fjórir bátar upp hjá Jakob Val-
geir ehf. það er Guðmundur Einars-
son ÍS sem er 11 tonna plastbátur og
Jónína Brynja ÍS, og Fríða Dagmar
ÍS sem eru nærri 30 tonnunum.
Fjórði báturinn er línuskipið Þorlák-
ur ÍS, sem er um 250 tonn, og verður
því skipt út fyrir togarann. Veiði-
heimildir línubátsins eru um 3.500
þorskígildistonn og verða þær færðar
yfir á togarann.
Afli Sirrýar ÍS verður að jafnaði ís-
aður um borð í eins til þriggja daga
veiðiferðum. „Þetta verður mikil
breyting í starfseminni hjá okkur,“
segir Jakob Valgeir Flosason, út-
gerðarmaður.
Meira jafnvægi
„Við höfum gjarnan verið að vinna
um 4.500 tonn af fiski á ári þó veiði-
heimildirnar séu talsvert meiri.
Minni bátar og skip fara aðeins á mið-
in þegar veður er skaplegt og því geta
sveiflur í hráefnisöflun verið miklar.
Með stærra skipi verður jafnvægið
vonandi meira og stefnan er sett á um
7.000 til 8.000 tonna landvinnslu á ári
hverju,“ segir Jakob Valgeir en hjá
fyrirtæki hans starfa rösklega 100
manns, bæði til sjós og lands.
Kaupa togara frá Nor-
egi til Bolungarvíkur
Sirrý ÍS væntanleg í janúar Jakob Valgeir ehf. gerir út
Togari Sirrý ÍS verður nafn togara Jakobs Valgeirs ehf. en fyrirsjáanlegar
eru miklar breytingar í starfsemi fyrirtækisins með þessu nýja skipi.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjortur@mbl.is
Ákæruvaldið fer fram á þunga fang-
elsisdóma komi til sakfellingar í Stím-
málinu svonefnda en málflutningur
vegna þess stendur yfir fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur. Í gær vísaði sak-
sóknari til dóma í öðrum hliðstæðum
málum í þeim efnum.
Saksóknari telur hæfilegan dóm
fyrir Lárus Welding, fyrrverandi
bankastjóra Glitnis banka, fangelsi
ekki skemur en fimm ár, fyrir Jó-
hannes Baldursson, fyrrverandi
framkvæmdastjóra markaðs-
viðskipta bankans, fangelsi ekki
skemur en þrjú ár og fyrir Þorvald
Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi
bankastjóra Saga Capital, fangelsi í
ekki skemmri tíma en 18 mánuði.
Hvað varðaði meinta fjártjóns-
hættu fyrir Glitni banka vegna Stím-
viðskiptanna sagði Óttar Pálsson,
verjandi Lárusar, fyrir dómi að ekki
mætti gleyma að bréfin í FL Group
og Glitni, sem Stím hefði fjármagnað
kaup á með lánveitingunum, hefðu
áður verið í eigu bankans. Viðskiptin
hefðu þannig dregið úr áhættu Glitn-
is. Með þeim hefði verulegt fé komið
inn í bankann.
Einbeittur brotavilji
Fram kom í máli saksóknara að
framganga Jóhannesar hefði borið
með sér einbeittan vilja til þess að
tryggja að Saga Capital fengi kröfu
sína bætta að fullu. Afleiðing þess
hefði verið sú að Saga Capital hefði
fengið allt sitt bætt á kostnað fjárfest-
ingasjóðsins GLB FX, sem var í eigu
Glitnis banka, og þar með Glitnis
banka. Aðrir kröfuhafar Stím hefðu
ekkert fengið greitt upp í sínar kröf-
ur. Þeim hefðu ekki getað dulist af-
leiðingar gerða sinna.
Saksóknari sagði umboðssvikin
vera mjög alvarleg og snúast um háar
fjárhæðir. Tjónið hefði í heild numið
24 milljörðum króna. Sagði hann
ákæruvaldið telja sannað og yfir
skynsamlegan vafa hafið að hinir
ákærðu væru sekir um það sem þeim
væri gefið að sök og bæri að dæma þá
til refsingar.
Skorast ekki undan ábyrgð
Óttar sagði Lárus ekki skorast
undan þeirri ábyrgð sem sanngjarnt
væri að gera kröfu um að hann bæri
varðandi lánveitinguna til Stím. Hann
hefði viðurkennt að farið hefði verið
fram úr lánaheimildum og ekki gert
ágreining um það atriði. Það væri
hins vegar ekki nóg til þess að upp-
fylla skilyrði um misnotkun á aðstöðu
líkt og Lárusi væri gefið að sök af
ákæruvaldinu.
Lykilatriði í þessu sambandi væri
að sýna fram á að farið hefði verið
verulega út fyrir lánaheimildir eins og
ákæruvaldið héldi fram og ennfremur
að það hefði verið gert með vilja. Fór
hann fram á sýknu og að málskostn-
aður yrði greiddur úr ríkissjóði.
Saksóknari vill
þunga dóma
Deilt um hvort eitthvert tjón hafi orðið
Morgunblaðið/Eggert
Gengið inn Lárus Welding ásamt
verjanda sínum Óttari Pálssyni.
mbl.is
alltaf - allstaðar
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Röng mynd
Með grein um Þrí-
hnúkagíg í Morg-
unblaðinu í gær
birtist mynd af Ólafi
Júlíussyni og var
hann nefndur Björn
Ólafsson. Hér birt-
ist mynd af Birni.
Hlutaðeigandi eru
beðnir afsökunar á
þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
Björn
Ólafsson.
Donbass, ekki
Krím
Í frétt þar sem rætt var við
Gunnar Braga Sveinsson utan-
ríkisráðherra og birtist í Morg-
unblaðinu í gær var því rang-
lega haldið fram að
Minsk-samkomulagið fæli í sér
vopnahlé á Krímskaga. Hið
rétta er að samkomulagið felur í
sér vopnahlé á Donbass-
svæðinu í Úkraínu.