Morgunblaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Evrópa býð-ur hryðju-verka-
menn velkomna,“
er fyrirsögn
greinar eftir Ron-
ald K. Noble, sem
var forstjóri Int-
erpol frá árinu 2000 til 2014.
Umfjöllun hans er sláandi,
ekki aðeins vegna þess sem
hann segir, heldur einnig
vegna þess starfs sem Noble
gegndi þar til fyrir skömmu.
Orð hans fá annað og meira
vægi fyrir vikið og verða ekki
afgreidd með því að hann hafi
ekki þekkingu eða skilning á
umfjöllunarefninu.
Noble segir að opin landa-
mæri Evrópu, sem geri
mönnum kleift að ferðast á
milli 26 landa án vegabréfa-
eftirlits eða landamæra-
vörslu, sé „í raun alþjóðlegt
vegabréfalaust svæði þar sem
hryðjuverkamenn geta fram-
ið árásir á meginlandi Evr-
ópu og komist undan“. Þetta
segir hann augljósasta lær-
dóminn af skelfilegu hryðju-
verkaárásunum í París á dög-
unum, en jafnframt þann sem
bjóði upp á einfalda lausn:
„Það ætti að leggja til hliðar
hin opnu landamæri, og hvert
og eitt af þátttökuríkjunum
ætti tafarlaust að bera öll
vegabréf kerfisbundið saman
við gagnagrunn um stolin og
glötuð vegabréf sem alþjóð-
legu lögreglusamtökin Inter-
pol halda úti.“ Noble segir
ekkert ríkjanna hafa skimað
vegabréfin í aðdraganda nýj-
ustu árásanna, og segir svo:
„Þetta er líkt því að hengja
upp skilti þar sem hryðju-
verkamenn eru boðnir vel-
komnir til Evrópu. Og þeir
hafa þegið þetta heimboð.“
Noble bendir á að Bretar,
sem hafi byrjað að bera vega-
bréf saman við gagnagrunn
Interpol í kjölfar hryðju-
verkaárásanna 2005, skoði nú
um 150 milljón vegabréf á
ári, meira en öll hin ríki Evr-
ópusambandsins samanlagt,
og finni þannig meira en
10.000 einstaklinga á ári sem
séu að reyna að komast inn í
landið.
Í gagnagrunni Interpol séu
yfir 45 milljón vegabréf og
skilríki sem hafi týnst eða
verið stolið og Bandaríkin,
sem hafi forystu um landa-
mæravörslu í heiminum, beri
meira en 300 milljónir gagna
árlega saman við gagnagrunn
Interpol. „Bandaríkin eru
öruggari fyrir vikið,“ segir
Noble, sem bendir á að opin
landamæri án við-
eigandi eftirlits
með skilríkjum
séu vatn á myllu
hryðjuverka-
manna. „Það er
einfaldlega
óábyrgt að kanna
ekki gaumgæfilega öll vega-
bréf eða kanna auðkenni við
landamæri á tímum alþjóð-
legrar hryðjuverkaógnar,“
segir Noble, og bætir við að
löng reynsla hans segi honum
að það sé mun líklegra að
hryðjuverkamönnum takist
að fremja ódæðisverk sín ef
„ríki kanna ekki almennilega
skilríki þeirra sem fara yfir
landamæri þeirra“.
Hér á landi hafa umræður
um Schengen verið á villigöt-
um og byggst á þeirri tálsýn
að ytri landamæri svæðisins
séu varin. Nú er komið í ljós
með óyggjandi hætti að svo
hefur ekki verið og litlar lík-
ur á að svo verði nokkurn
tímann, í það minnsta ekki í
náinni framtíð.
Þá hefur því verið haldið
fram að aðild að Schengen sé
forsenda þess að geta haldið
uppi nauðsynlegu eftirliti
með glæpamönnum, en það
hafa því miður reynst öfug-
mæli. Og eins og fram kemur
í skrifum fyrrverandi for-
stjóra Interpol er aðgangur
að gagnabanka þeirrar al-
þjóðlegu löggæslustofnunar
fjarri því að vera háður því
skilyrði að ríki séu í Scheng-
en-samstarfinu.
Áköfustu áhugamenn um
sífellt aukinn samruna innan
Evrópusambandsins mega
ekki heyra á það minnst að
fallið sé frá mislukkuðu
Schengen-samstarfinu, enda
telja þeir samstarfið mikil-
vægt skref í átt að markmið-
inu um evrópskt stórríki sem
er öllu öðru heilagra. Slíkir
menn hafa stigið fram og
kvartað sáran undan umræð-
unni um Schengen hér á
landi, meðal annars vel
ígrunduðum varnaðarorðum
forseta Íslands.
Engan þarf að undra að
þeir sem taka engum rökum
þegar kemur að þróuninni
innan Evrópusambandsins
eða aðildarumsókn Íslands að
sambandinu skuli einnig þrá-
ast við í tengslum við Scheng-
en-umræðuna nú. Erfiðara er
að sjá hvers vegna þeir sem
ekki sjá Evrópusambandið
sem upphaf og endi alls vilja
verja þetta misheppnaða og
hættulega landamæra-
samstarf.
Ekki er hægt að loka
augum og eyrum
fyrir orðum fyrrver-
andi forstjóra Inter-
pol um Schengen}
Hryðjuverkamenn
boðnir velkomnir
A
umt þótti mér að lesa á mbl.is í
gær að skemmdarverk hefðu
verið unnin á menningarsetri
múslima í Reykjavík. Góðu heilli
einskorðuðust skemmdarverkin
við úðabrúsanotkun, og handbragðið benti til
þess að þarna hefðu óvitar verið á ferð, en hitt
ber að hafa í huga að mjór er oft mikils vísir
og í augnablikinu er ekki gott að segja á hvaða
vegferð hluti Íslendinga er þegar innflytj-
endur, ekki síst múslimar, eru annars vegar.
Önnur birtingarmynd þessa fólst í frétt um
nýliðna helgi þess efnis að einstæð móðir sem
er íslamstrúar fékk ekki íbúð leigða vegna
trúar sinnar. Þetta er auðvitað í hæsta máta
sorglegt og kjánalegt í senn, og vel má vera að
um topp á ógeðslegum ísjaka sé að ræða.
Í nágrannalöndum okkar, sem okkur er
tamt að bera okkur saman við, svo sem Noregi og Sví-
þjóð, hefur árásum á innflytjendur fjölgað upp á síðkast-
ið. Oftar en ekki eru þetta ömurleg heigulsverk svosem
íkveikjur þar sem flóttafólk sefur inni; ekki verður miklu
lægra lagst en svo. Ég sá í gær myndskeið af vefsvæði
enska dagblaðsins Guardian, þar sem blaðakona sótti
heim flokksþing Sænskra demókrata, flokks öfgafullra
þjóðernissinna. Í gegnum fáein viðtöl skein fljótt í gegn
að meðlimir virðast upp til hópa ekki beittustu áhöldin í
skúrnum, ef svo má að orði komast. Einn viðmælandinn
sagði býsna drjúgur með sig að flokkurinn væri í raun
elíta landsins; fólk gerði sér bara ekki grein fyrir því. Á
minn sann. Annar, aðspurður hvers vegna
mannskapurinn væri uppdressaður, svaraði
því til að hann vildi ekki líta út eins og skít-
ugur Rúmeni, og gat ekki haldið aftur af ein-
lægri gleði sinni. Svona liði er náttúrlega ekki
viðbjargandi.
Fyrir öfgasinna, sem ávallt fóðra persónu-
lega komplexa með því að amast við minni-
hlutahópum, er auðvelt að sannfæra minni-
pokafólk og lítilsiglda einstaklinga um að
hagur þeirra vænkist ef spjótunum er beint
að þeim sem minna mega sín, og auðvelt virð-
ist að sannfæra veikgeðja sálir um að öll
þeirra mein séu fólki af öðru þjóðerni að
kenna. Þetta er auðvitað þvæla.
En hugsum aðeins um ávinning þess að
einstaklingar af öðru þjóðerni og kynþáttum
setjið að í tilteknu landi. Vissuð þið, ágætu
lesendur, að faðir Steves Jobs – hugsuðarins að baki
Apple, verðmætasta fyrirtæki heims – var sýrlenskur
innflytjandi í Bandaríkjunum? Hefði honum verið snúið
við hefðu Bandaríkin orðið af fleiru en þessi pistill rúmar
að telja upp. Landslið Þjóðverja er eitt hið besta í heim-
inum. Í því eru leikmenn sem heita Müller og Schwein-
steiger, en líka Özil, Khedira, Gündogan, Boateng, Must-
afi og Bellarabi. Væri liðið eins gott án þeirra? Onei.
Sama er með franska landsliðið; ekki vildu Frakkar vera
án alsírska innflytjandans Zinedines Zidanes.
Hugsum málið til enda.
jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Krydd í íslenska tilveru
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Uppgötvun kínverskra vís-indamanna á bakteríumsem eru ónæmar fyrirsýklalyfjum sem notuð
hafa verið til þrautavara hefur aftur
beint athygli heimsins að hættunni
sem ofnotkun þjóða heims á sýkla-
lyfjum hefur í för með sér.
Tilkynnt var að fundist hefði
gen sem gerir bakteríur eins og
E.coli ónæmar fyrir flokki sýklalyfja
sem nefnist pólýmyxín. Þeim hefur
verið beitt gegn skæðum bakteríu-
sýkingum þegar engin önnur sýkla-
lyf duga. Genið flyst jafnframt auð-
veldlega á milli afbrigða bakteríanna
og vara vísindamennirnir við því að
þær gætu breiðst út um alla jörðina.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir segir að borið hafi á ónæm-
um bakteríum hér en landið hafi
verið laust við þær sem eru ónæmar
fyrir flestum hefðbundnum sýkla-
lyfjum. Í ljósi fjölgunar ferðamanna
sé hins vegar aðeins tímaspursmál
hvenær þær láta á sér kræla hér.
„Ferðamannastraumur alls
staðar að úr heiminum eykst þannig
að við megum búast við að sjá meira
af þessum bakteríum á næstu ár-
um,“ segir hann.
Erfitt að finna meðferð
Afleiðingar vaxandi fjölda
ónæmra baktería eru þær að erfitt
getur verið að meðhöndla sýkingar í
mönnum, að sögn Þórólfs.
„Það getur verið erfitt að finna
gott lyf og það tekur stundum tíma
að greina þær. Þá er fólk búið að
ganga í gegnum ýmsa sýklalyfja-
kúra sem ekki virka. Þessi vara-
sýklalyf eru mjög dýr og sjaldan
notuð þannig að þetta er bæði mjög
dýrt og getur valdið heilsufarslegum
afleiðingum hjá þeim sem lenda í að
fá sýkingar af völdum þessara bakt-
ería,“ segir hann.
Hættan er einnig sú að eldri
sjúkdómar sem hefur verið nær út-
rýmt með notkun sýklalyfja eins og
berklar gætu blossað upp aftur. Í
Austur-Evrópu hafa þegar komið
fram afbrigði berkla sem eru ónæm
fyrir lyfjunum.
Þórólfur segir jarðarbúa þó
ekki á leið inn í ástand eins og var
fyrir tilkomu sýklalyfja þar sem
fjöldi manns féll í valinn af völdum
smitsjúkdóma. Enginn vafi sé á að
ónæmum bakteríum hafi fjölgað en
ekki sé þar með sagt að endalok
heimsins blasi við á næstunni.
„Í heildina er ástandið nokkuð
gott en það er fyllsta ástæða til þess
að hafa varann á sér og spyrna við
útbreiðsu þessara baktería eins og
hægt er,“ segir hann.
Ný lyf ekki væntanleg
Til þess séu ýmsar leiðir, til
dæmis að hvetja lækna til þess að
ávísa sýklalyfjum skynsamlega og
það hafi menn gert á Íslandi í mörg
ár. Þá sé sýklalyfjanotkun í land-
búnaði á Íslandi sú minnsta í Evr-
ópu.
Ekki megi þó gleyma að bakt-
eríur flytjast hingað með fólki, bæði
með erlendum ferðamönnum og Ís-
lendingum sem ferðast um heiminn.
Þórólfur segist halda að fólksflutn-
ingar séu ein helsta leiðin sem
bakteríurnar berast um á milli
staða.
Mikilvægt er að mönn-
um takist að stilla sýklalyfja-
notkuninni í hóf því nýjar
gerðir sýklalyfja eru ekki á
sjóndeildarhringnum ef þau
eldri duga ekki lengur. Þá
bendir Þórólfur á að frá því að
menn geri nýjar uppgötvanir
taki fleiri ár og jafnvel ára-
tug að þróa lyf sem
geta komið á
markað.
Megum búast við
ónæmum bakteríum
AFP
Hænsnabú Kjúklingabóndi í Kína að störfum. Bakteríurnar fundust við
reglubundið eftirlit með svína- og kjúklingaræktun í suðurhluta landsins.
Margar orsakir liggja að baki
því að fram koma bakteríur
sem eru ónæmar fyrir sýkla-
lyfjum. Mikil og óhófleg sýkla-
lyfjanotkun hjá mönnum og í
landbúnaði eru á meðal
þeirra.
Eins eru dæmi um að við
fjöldaframleiðslu á sýklalyfj-
um í Asíu dæli verksmiðjur
miklu magni þeirra með af-
fallsvatni út í ár og vötn, til
dæmis á Indlandi.
„Þannig að þetta er víða í
dýraríkinu og hjálpar
örugglega til upp á það
að svona bakteríur nái
fótfestu,“ segir Þór-
ólfur sóttvarnalækn-
ir.
Vandamálið með
ofnotkun sýklalyfja í
landbúnaði hafi verið
sérstaklega áberandi í
Asíu en þaðan hafi það
breiðst út, þar á
meðal til Evr-
ópu.
Berst út í ár
og vötn
OFNOTKUN SÝKLALYFJA
Þórólfur
Guðnason