Morgunblaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2015
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ Hjalti MárBaldursson
fæddist 9. febrúar
1980. Hann lést í
flugslysi 12. nóv-
ember 2015.
Foreldrar hans
eru Baldur Freyr
Kristinsson, f. 11.8.
1952, og Guðrún
Elísabet Jensdóttir,
f. 25.9. 1960. Systk-
ini Hjalta eru: 1)
Fannar, f. 25.9. 1974, kona hans
er Rán Kristinsdóttir, f. 26.4.
1976, og eiga þau þrjú börn, Eiri,
Snæ og Íseyju, 2) Aron, f. 20.11.
1983, unnusta hans er Karitas
Hrafns Elvarsdóttir, f. 16.5.
væntanlegur í janúar 2016.
Hjalti Már ólst upp á Rifi á
Snæfellsnesi þar til leið lá í
Menntaskólann að Laugar-
vatni. Hjalti stundaði þar nám í
tvö ár en flutti svo til Reykja-
víkur til að hefja flugnám sam-
hliða námi við Menntaskólann
við Sund. Hann lauk stúdents-
prófi vorið 2000 og atvinnu-
flugmannsprófi frá Flugskóla
Íslands árið 2001. Með námi
sínu stundaði hann ýmis störf,
m.a. sjómennsku við útgerð for-
eldra sinna og sem flugumsjón-
armaður hjá Flugþjónustunni
ehf. á Reykjavíkurflugvelli.
Hjalti Már starfaði sem flug-
maður hjá Flugfélagi Íslands
frá árinu 2005 og sem flug-
kennari hjá Flugskóla Íslands
frá 2015.
Útför Hjalta Más verður
gerð frá Hallgrímskirkju í dag,
24. nóvember 2015, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
1988, sonur þeirra
er Oliver Hrafn, 3)
Birkir Freyr, f.
22.11. 1990, unn-
usta hans er Sól-
veig Anna Daní-
elsdóttir, f. 23.11.
1992, og 4) Birg-
itta Rún, f. 18.5.
1995, unnusti
hennar er Jóhann-
es Snær Eiríksson,
f. 12.12. 1994.
Eftirlifandi eiginkona
Hjalta Más er Anna Ýr Böðv-
arsdóttir, f. 15.2. 1979. Börn
þeirra eru Elísa Björk, f. 16.2.
2007, Ester Laufey, f. 2.4.
2009, og drengur sem er
Elsku drengurinn okkar, við
eigum engin orð til að lýsa harmi
okkar en ætlum að reyna af veik-
um mætti.
Ekkert foreldri á að þurfa að
kveðja barn sitt í blóma lífsins.
Við horfðum á þig sem hamingju-
saman eiginmann Önnu Ýrar,
föður tveggja yndislegra stúlkna,
Elísu Bjarkar og Esterar Lauf-
eyjar, og þú átt von á þriðja ljós-
inu ykkar fljótlega, litla drengn-
um sem er þín hinsta gjöf til
okkar sem eftir lifum. Það eru
þau sem þú elskaðir mest og við
munum standa þétt við hlið
þeirra.
Þú skilur eftir stórt skarð í
barnahópi okkar, þeim sem þú
varst alltaf góð fyrirmynd og
kærleiksríkur bróðir. Þú hafðir
allt sem prýða þarf ungan mann
og að fá að fylgjast með þér sem
góðum og umhyggjusömum fjöl-
skylduföður var ómetanlegt fyrir
okkur foreldra þína.
Allt það sem þú tókst þér fyrir
hendur á þinni allt of stuttu ævi
leystir þú ærlega og vel af hendi.
Hvort sem það var á ykkar fal-
lega heimili, í draumastarfinu
sem þú ákvaðst að verða aðeins
átta ára gamall eða sem feng- og
farsæll ungur sjómaður með föð-
ur þínum og systkinum. Sá dagur
gleymist seint þegar þú varst úti
á sjó að mokveiða, þegar þú
fékkst símtalið frá Flugfélagi Ís-
lands sem bauð þér starf sem
flugmaður.
Fagnaðardansinn sem þú
tókst eftir að hafa fengið þessar
fréttir er ógleymanlegur. Hjá
Flugfélaginu hefur þú starfað
síðastliðin tíu ár af mikilli
ánægju.
Elsku Hjalti Már, við sem eftir
sitjum í sorg vitum að það er vel
tekið á móti þér á þeim stað sem
þú ert núna.
Við erum þakklát þér fyrir all-
ar yndislegu stundirnar sem sitja
eftir í minningunni, þær eru
margar og dýrmætar og eiga eft-
ir að ylja okkur á erfiðum stund-
um.
Þú munt alltaf eiga stað í okk-
ar hjarta og við erum afar stolt og
þakklát fyrir að hafa fengið að
eiga þig sem son.
Ekkert fær dáið
af eðli þínu,
ekkert skyggt
ástúð þína.
Sofðu í fangi ljóðs míns,
sofðu í fangi lands þíns,
glókollur bláeygur,
guðs barn.
(Jóhannes úr Kötlum)
Minning þín verður alltaf ljós í
lífi okkar, þín
mamma og pabbi.
Elsku bróðir minn, Hjalti Már.
Orð fá ekki lýst þeirri sorg og
þeim söknuði sem nú heltekur
mig allan.
Þú sem áttir eftir að gera svo
margt, við sem áttum eftir að
gera svo margt. Frá því ég man
eftir mér átti ég alltaf þig, eldri
bróður minn, sem passaðir upp á
mig, þú varst alltaf fyrsti maður
til að taka upp hanskann fyrir
mig, sama hver málstaðurinn var.
Nú sit ég hugsi, margar minn-
ingar koma í huga mér en eftir
sitja allar þær gæðastundir þeg-
ar við sátum við eldhúsborðið,
ræddum og drukkum kaffi í
lengri tíma og fórum yfir vanda-
málin, heimsmálin og vangavelt-
ur sem brunnu á. Réttsýni þín og
heiðarleiki voru alltaf einkenni
sem ég gat treyst á, þvílíkur ráð-
gjafi.
Þú gast ekki vitað af öðrum
líða illa. Ég vil segja við þig, elsku
bróðir minn:
Ég elska þig af öllu hjarta
þú ert alltaf í huga mér
þakka þér fyrir að hafa sýnt mér
ást og umhyggju
þakka þér fyrir að hafa verið
stóri bróðir
þakka þér fyrir að hafa verið
vinur minn
þakka þér fyrir að hafa
kennt mér svo margt
þakka þér fyrir að hafa verið
ávallt til staðar fyrir mig
þakka þér fyrir að hafa gefið okkur
tvær yndislegar dætur
og dreng á leiðinni
þakka þér fyrir að hafa verið
besti vinur litla stráksins míns.
Elsku bróðir, það veit ég að
góðmennska þín og kærleikur
skilur eftir sig betri stað.
Karitas og Oliver Hrafn senda
þér kærleikskveðju.
Hvíldu í friði, elsku bróðir
minn.
Aron bróðir.
Elsku Hjalti minn.
Nú hefur þú kvatt þennan
heim, með hverjum degi sem líð-
ur átta ég mig meira á köldum
raunveruleikanum. Engar
áhyggjur, kæri stóri bróðir, ég
mun standa vörð og varðveita vel
þau sem þér þótti vænt um. Þú
gafst mér svo mikið og er ég þér
ævinlega þakklátur.
Ég tók stundum eftir því að þú
fylgdist með mér úr fjarlægð og
varst tilbúinn að berjast með mér
í blíðu og stríðu. Þegar ég stóð í
ströngu vissi ég alltaf af þér, liðs-
félaganum mínum sem aldrei var
langt frá, ríkur af réttlætiskennd,
bjartsýnn, einlægur og ákveðinn.
Elsku bróðir minn, ég þakka þér
fyrir og mun standa þétt þér við
hlið í næsta stríði.
Ég á svo margar minningar
þar sem gleðin skein okkar á
milli. Þú varst svo mikill gleði-
gjafi og alltaf tilbúinn að gera
eitthvað skemmtilegt en oft á tíð-
um þurftir þú bara að galdra
fram brandara. Þeir voru mis-
góðir og ég hef sjaldan hlegið jafn
mikið og þegar þú sagðir mér
einn slíkan.
Þú átt svo mikið í mér í dag, ég
stend stoltur því betri fyrirmynd
er erfitt að finna.
Þú lifir svo lengi sem ég lifi á
besta stað í hjarta mínu.
Ofboðslega sakna ég þín.
Hvíldu í friði elsku bróðir, vin-
ur og verndari.
Þinn
Birkir Freyr.
Elsku hjartans Hjalti Már
minn.
Ég á erfitt með að trúa því að
þú sért farinn frá okkur, yndis-
legi bróðir. Það var alltaf svo gott
að vera í kringum þig og kíkja í
heimsókn til ykkar Önnu. Eftir
því sem árin liðu og ég færðist
nær þér í aldri varð samband
okkar mun nánara en áður og er
það mér mikils virði. Þú varst
alltaf tilbúinn að sýna mér áhuga
og hjálpa mér í öllu sem ég tók
mér fyrir hendur. Þú varst og ert
einfaldlega ómissandi og mér
þykir svo vænt um þig.
Þú varst fyrirmyndarfaðir og
mynduðuð þið Anna Ýr og börnin
ykkar yndislega fjölskyldu. Mér
fannst yndislegt að fylgjast með
ykkur Önnu Ýri og sjá ástina í
augum ykkar beggja, ástin var
svo sönn og einlæg. Eitt sinn sát-
um við saman, ég, þú og Anna Ýr
í sófanum að horfa á bíómynd.
Anna Ýr lagðist í fangið á þér og
vissum við bæði í hvað stefndi,
hún var sofnuð eftir 10 mínútúr.
En alla bíómyndina sá ég þig
strjúka og halda í höndina á
henni.
Mín síðasta minning sem við
áttum saman tvö var 7. nóvember
og er mér mjög dýrmæt. Þá sát-
um við tvö í tæpa þrjá klukku-
tíma við píanóið og æfðum lagið
sem við ætluðum að flytja saman
við skírn ófædda drengsins þíns.
Ég hef alla tíð átt erfitt með að
þenja röddina en ég held að ég
hafi aldrei gaulað eins hátt á æv-
inni og þennan dag. Þú söngst
með mér og gafst mér styrk og
hugrekki. Það var eitt af fjöl-
mörgum einkennum í fari þínu,
þú varst svo gífurlega hvetjandi.
Þetta er allt svo óraunverulegt
að ég get með engu móti trúað
því að þú sért farinn. En eitt er
víst, kæri bróðir, þú hverfur aldr-
ei úr hjarta mínu. Ég hef alla tíð
litið upp til þín og þú verður alltaf
mín helsta fyrirmynd. Ég mun
varðveita allar þær minningar
sem ég á um þig og miðla þeim til
barnanna þinna þriggja eins vel
og ég get.
Guð geymi þig, elsku Hjalti
minn.
Birgitta Rún Baldursdóttir.
Elsku bróðir minn, ég kveð þig
með sorg í hjarta og væntum-
þykju. Það er svo sárt að þú
skyldir fara svona fljótt frá okkur
í blóma lífsins. Ég sakna þeirra
stunda sem við erum búin að eiga
saman. Þegar ég kom út á Rif í
heimsókn til þín þegar við vorum
litlir. Ég var svo ánægður og
stoltur að eignast bróður. Ég á
svo góðar minningar frá því þeg-
ar við lékum okkur saman. Mér
er minnisstætt þegar við skott-
uðust margoft til Esterar ömmu
og fengum hjá henni kökur og
mjólk. Það var tekið svo vel á
móti okkur. Tíminn sem við átt-
um saman úti á sjó er ógleyman-
legur. Þær minningar sitja fast í
huga mér þar sem við börðumst
saman við að veiða þann gula.
Dugnaður, metnaður og áræðni
einkenndu þig. Þú varst svo
fylginn þér. Það sem þú byrjaðir
á kláraðir þú. Þú varst alltaf með
mörg járn í eldinum og vildir
nýta tímann vel. Þú tókst
menntaskólann með flugnáminu
og núna varst þú í viðskiptafræði
með fluginu. Það lá allt svo vel
fyrir þér, svo klár og vel gefinn.
Þú áorkaðir svo miklu á þessum
allt of stutta tíma sem þú fékkst
með okkur. Það var svo gaman að
sjá hvað þú varst góður eigin-
maður og faðir. Fjölskyldan var
alltaf í fyrsta sæti hjá þér. Þú tal-
aðir alltaf svo vel til stelpnanna
þinna. Það er svo margt hægt að
læra af þér. Ég man hvað við
ræddum mikið saman þegar við
gáfum okkur tíma. Mér er minn-
isstætt og hef oft hugsað um það
þegar við ræddum um að „taka
sig ekki of hátíðlega“ og vera
ekki of alvörugefinn í lífinu því að
lífið væri oft stutt til þess. Svo
lendur þú í þessu hræðilega slysi.
Það er ekkert sem getur fyllt upp
í það skarð sem kom við fráfall
þitt. Blessuð sé minning þín um
ókomna tíð, elsku bróðir minn.
Ég og eiginkonan mín, Rán, og
börnin okkar, Eir, Snær og Ísey,
söknum þín minnumst og um leið
þeirra gleðistunda sem við áttum
saman.
Elsku hjartans Anna Ýr, Elísa
Björk og Ester Laufey. Við send-
um ykkur dýpstu samúðarkveðj-
ur okkar á þessum erfiðu tímum.
Fannar Baldursson.
Elsku Hjalti Már, ömmu-
drengurinn minn. Það er erfitt að
trúa því að þú sért farinn frá okk-
ur, á einu augnabliki ert þú tek-
inn burt frá okkur, þú þessi
elskulegi drengur sem hafðir svo
marga kosti til að bera og alltaf
svo glaður, ljúfur og umhyggju-
samur. Það var gaman að hafa
þig nálægt sér þegar þú varst
barn en þegar þú varst að koma
úr skólanum, komstu við hjá
ömmu áður en þú fórst heim. Þú
vildir vita hvort það væri nokkuð
gott að borða hjá ömmu. Það var
yndislegt að hafa þig í næsta húsi
og fylgjast með þér, fá að passa
þig og fá þig í heimsókn. Þú varst
ekki gamall þegar þú fórst að tala
um hvað þú ætlaðir að verða þeg-
ar þú yrðir stór.
„Amma, ég ætla að verða flug-
maður.“ Mér fannst í þessum
orðum vera einhver æðri ljómi.
Þú varst alltaf staðfastur og trúr
í gerðum þínum og orðum. Síðan
taka við unglingsárin og þú ferð í
burtu að læra. Þú kemur svo með
stúlkuna þína og kynnir hana fyr-
ir okkur, hana Önnu Ýri. Þið vor-
uð svo fallegt par og það ljómaði
af ykkur gleði og hamingja. Það
var gaman að koma á heimilið
ykkar. Einnig var gaman að fá
ykkur í heimsókn með yndislegu
telpurnar ykkar. Það fylgdi ykk-
ur svo mikil gleði og ánægja. Ég
hef engin orð sem lýsa þakklæti
mínu fyrir það sem þú hefur gefið
mér í lífinu. Nú er skammdegið
og myrkur í hjörtum okkar. Það
er kært að hafa átt þig og minn-
inguna um þig en ég mun eiga
hana í hjarta mínu.
Kærleikurinn er langlyndur, hann er
góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki,
kærleikurinn er ekki raupsamur, hreyk-
ir sér ekki upp. Hann breiðir yfir allt,
umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr
gildi.
(Kor. 13, 14).
Elsku Anna Ýr, Elísa Björk,
Ester Laufey, Baldur, Beta,
Böðvar, Lísa, systkini og aðrir
ættingjar. Ég bið góðan Guð að
styrkja okkur öll í sorginni.
Ég krýp og faðma fótskör þína,
frelsari minn, á bænastund.
Ég legg sem barnið bresti mína,
bróðir, í þína líknar mund.
Ég hafna auðs og hefðar völdum,
hyl mig í þínum kærleiks öldum.
(D. Bortniansky)
Ester amma.
Við tengdaforeldrar Hjalta
Más erum með hugann hjá dóttur
okkar, Önnu Ýri, dætrum þeirra
og ófæddum syni. Ennfremur hjá
foreldrum, systkinum og ömmu
Ester.
Sorg okkar allra er mikil. Við
þökkum góðu árin sem við feng-
um að njóta vináttu, hjálpsemi og
velvildar Hjalta Más. Alltaf var
hann tilbúinn að leysa hvers
manns vanda, glaður, traustur og
gerði allt vel.
Hjalti Már hafði allt það sem
prýtt gat einn mann, hann var
einstakur faðir og eiginmaður.
Heimili þeirra Önnu Ýrar stóð
okkur alltaf opið og litlu dæturn-
ar fögnuðu afa og ömmu með
mikilli hlýju og væntumþykju.
Hjalti Már bauð okkur hjónum
í flugferðir sem eru ógleymanleg-
ar.
Minningar um góðan tengda-
son munu fylgja okkur alla tíð.
Elska Hjalta Más og vinátta hans
er dýrmæt og við erum þakklát
fyrir að hafa átt Hjalta Má að
tengdasyni og vini. Hugurinn
verður hjá Önnu Ýri og Hjalta
Má og fjölskyldunni alla tíð. Megi
góður Guð gefa okkur öllum
styrk í þessari miklu sorg.
Við kveðjum Hjalta Má okkar
með virðingu og þakklæti og biðj-
um ástvinum hans Guðs blessun-
ar.
Lísa og Böðvar.
Hjalti Már var ekki aðeins
mágur minn í nær tvo áratugi,
heldur einn minn allra besti vin-
ur. Hann var mitt uppáhald og
bar þar margt til. Hjalti Már var
fallegur og skemmtilegur og
hann ræktaði vini sína og fjöl-
skyldu vel. Hann var góðum og
fjölhæfum gáfum gæddur, góður
námsmaður, góður dansari og
tónlistarmaður. Hann hafði gott
verksvit, allt lék í höndunum á
honum. Ég sé hann fyrir mér
brosandi, greiðvikinn, uppörv-
andi, áhugasaman um hversdag-
inn hjá okkur öllum.
Hann var hörkuduglegur og
ósérhlífinn alla tíð. Til dæmis um
dugnað hans er að frá 15 ára aldri
var hann trillusjómaður. Þá var
róið flesta daga sumarsins, oft frá
klukkan sex að morgni og komið
heim í höfn um miðnætti.
Það var mikill gleðidagur þeg-
ar þau Hjalti Már og Anna Ýr,
systir mín, gengu í hjónaband í
Dómkirkjunni. Hjörtu okkar
allra vinanna barmafull af fögn-
uði.
Það var ómetanlegt að fá að
samfagna með þeim, því allir
vissu hve ást þeirra var heit og
sönn. Þau voru svo fallegt par,
ljómuðu af gleði og ást.
Hjalti var mikill fjölskyldu-
maður. Anna Ýr var ástin hans,
stelpurnar ljósin hans og mikil
var tilhlökkunin yfir væntanlegri
fæðingu sonarins í janúar. Hann
hugsaði líka vel um stórfjölskyld-
una. Það er lýsandi fyrir hann
þegar hann bauð okkur mömmu
með til Seattle. Við þáðum það
með þökkum en sögðum að hann
ætti nú frekar að bjóða vinum
sínum. Þá hló hann og sagði að
það væri ómetanleg lífsreynsla að
fara í dömuferð.
Þau Anna Ýr og Hjalti Már
voru hjartað í stórfjölskyldunni.
Heimili þeirra var alltaf opið okk-
ur og vinahópnum stóra fyrir
hverskyns matarboð og veislur.
Þau kunnu þá list bæði, og sam-
hent voru þau svo sannarlega.
Virðing, vinátta, glettni, þakklæti
og kærleikur einkenndi allt hjá
þeim. Hjalti Már var sannur vin-
ur sem fagnaði með sínu fólki á
gleðistundum og styrkti með ráð-
um og dáð þegar eitthvað bjátaði
á. Hann var þeim eiginleikum bú-
inn að maður fann hvað honum
þótti vænt um mann, hann sýndi
kærleika, gekk í verkin, allt var
svo sjálfsagt, alltaf var hann boð-
inn og búinn að hjálpa. Svo hafði
hann þessa góðu nærveru. Hann
var svo skemmtilegur og glað-
lyndur, það var gaman að vera
með honum, gleðjast og með eng-
um var skemmtilegra að dansa,
en líka að ræða málin.
Börnunum mínum hefur hann
verið sem besti bróðir og vinur,
öll elska þau Hjalta Má. Hann
var þeim góð og dýrmæt fyrir-
mynd og fyrir það er ég óum-
ræðilega þakklát.
Elsku besta Anna Ýr, Elísa
Björk, Ester Laufey, Beta, Baldi,
Fannar, Aron, Birkir, Birgitta,
amma Ester og aðrir ástvinir,
megi Guð gefa ykkur og okkur
öllum styrk og von í sorginni.
Missirinn er óbærilegur og
söknuðurinn sár, en minningin er
björt og falleg. Það var alltaf svo
bjart yfir honum Hjalta Má. Nú
er hann í ljósi Guðs. Megi það
lýsa honum og okkur öllum.
Er vinir kveðja
oss hverfur daggardropinn smár
við dagsins yl,
vér vitum samt, að efra er
hann áfram til.
Og voru lífi lagði braut
að ljóssins strönd
sá guð, sem kveikti geimsins sól
og gaf oss önd.
(Einar M. Jónsson.)
Laufey Böðvarsdóttir.
Elsku Hjalti minn.
Það er með algjörri sorg í
hjarta og með tár á hvarmi sem
ég sest niður og skrifa minningar
mínar um þig í örfáum orðum.
Mín fyrsta minning um þig er
frá heimavistinni á Menntaskól-
anum að Laugarvatni. Þar er ég
sex ára gamall gutti í heimsókn
hjá Önnu og Láru. Þá segir Anna
mér rétt fyrir svefninn að vinur
hennar sé rétt ókominn og ætli að
gista í herberginu með okkur.
Mér líst nú aldeilis ekki á það og
um leið og Anna hin kvöldsvæfa
sofnar ca. 20.47, þá stend ég upp
og skelli í lás því ég var ekki á
þeim buxunum að fara að deila
frænku minni með hverjum sem
er. En ég hafði aldeilis rangt fyrir
mér. Betri mann hefði ég sjálfur
ekki getað valið til að deila henni
með. Svo liðu árin og við kynnt-
umst betur og betur.
Þið buðuð mér í heimsókn til
fólksins þíns á Rifi og þar fannst
mér ég strax verða einn af fjöl-
skyldunni og finnst það enn. Ekki
skemmdi fyrir að þú áttir bróður
sem var jafnaldri minn og voru
þau ófá skiptin sem við Birkir
brölluðum eitthvað með ykkur
Önnu. Á Rifi, Hellissandi, Öldu-
götunni, Skálagerðinu, Reyni-
melnum og víðar.
Hjalti Már
Baldursson