Morgunblaðið - 30.11.2015, Blaðsíða 15
Stjörnustríðsskrúðgangan fór fram í níunda sinn í
Barcelona í gær, hér er einn þátttakenda klæddur bún-
ingi Ashoka Tano (öðru nafni Snips). Aðdáendur gömlu
myndanna, sem George Lucas gerði, bíða nú spenntir
eftir nýjustu myndinni sem frumsýnd verður í desem-
ber. Hún verður framhald myndarinnar frá 1983.
AFP
Ashoka enn í fullu fjöri
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2015
Laugavegur 59, 2. hæð • Sími 551 8258 • storkurinn.is
BROOKLYN TWEED
garn og prjónhönnun
á heimsmælikvarða
Opið:
Mán.-F
ös.
11-18
Lau. 12
-16
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Leiðtogar Evrópusambandsríkj-
anna og Tyrklands héldu fund í
Brussel í gær til að ræða lausnir á
vandanum vegna straums farand- og
flóttamanna frá Mið-Austurlöndum
og Norður-Afríku til Evrópulanda.
Gert er ráð fyrir því að Tyrkir muni
fá mikinn fjárstuðning gegn því að
þeir stöðvi strauminn og sjái til þess
að fólkið geti lifað mannsæmandi lífi
í landinu, reisi skóla og bæti allan að-
búnað. Nær tvær milljónir sýr-
lenskra flóttamanna munu nú vera í
Tyrklandi.
Margt af flótta- og farandfólkinu
býr nú í bráðabirgðabúðum en sumir
hafa komið sér vel fyrir. Rætt er um
að Tyrkir fái allt að þrjá milljarða
evra, um 422 milljarða ÍSK, á næstu
tveim árum. En ekki mun verið búið
að leysa innbyrðis deilur milli ESB-
ríkjanna um það hvaðan féð skuli
koma, hvort allir leggi í púkkið í
samræmi við hefðbundin hlutföll
milli aðildarríkjanna.
Donald Tusk, forseti ráðherraráðs
ESB, varaði menn við í gær, ekki
væri hægt að láta Tyrki eina leysa
vandann. „Það mikilvægasta er
skylda okkar til að verja ytri landa-
mæri okkar,“ sagði hann. „Við get-
um ekki falið öðrum löndum að sinna
þessu verkefni. Ef við höfum ekki
stjórn á ytri landamærum okkar
mun Schengen-samstarfið líða undir
lok.“
Tyrkir vilja að haldið verði áfram
samningaviðræðum um aðild lands-
ins að ESB sem hafa að mestu legið
niðri um nokkurra ára skeið. Mann-
réttindabrot ráðamanna í Ankara á
þjóðarbroti Kúrda hafa valdið mikilli
óánægju í mörgum Evrópulöndum
og dregið úr áhuga á að landið fái að-
ild. Hafa stjórnarandstæðingar í
Tyrklandi mótmælt því að ESB liðki
til fyrir aðild. Þannig væri verið að
verðlauna harðlínustefnu Receps
Tayyips Erdogans forseta sem einn-
ig hefur að sögn alþjóðlegra eftirlits-
manna misnotað stöðu sínu í þing-
kosningum, AK-flokki sínum í hag.
Þekktur ritstjóri, sem er nú í fang-
elsi fyrir að skrifa grein sem Erdog-
an mislíkaði, hvatti ESB-leiðtogana í
opnu bréfi til að taka ekki lausn á
flóttamannavandanum fram yfir
virðingu fyrir mannréttindum í
Tyrklandi.
Mótmæli vegna dráps
Um helgina kom til mikilla mót-
mæla af hálfu Kúrda eftir að þekktur
mannréttindalögfræðingur, Tahir
Elci, var skotinn til bana í átökum
milli lögreglu og kúrdískra stjórnar-
andstæðinga í borginni Diyarbakir í
suðaustanverðu Tyrklandi. Elci sagði
nýlega að samtök herskárra Kúrda,
PKK, væru ekki hryðjuverkasamtök
en þau hafa barist í yfir þrjá áratugi
fyrir auknu sjálfsforræði Kúrda. Elci
var þá ákærður fyrir landráð og stóð
til að fangelsa hann.
Yfirvöld segja að hann hafi lent í
skothríðinni í Diyarbakir en ekki
verið myrtur af ásettu ráði. En tor-
tryggnin er mikil og margir Kúrdar
trúa engu sem kemur frá stjórn Er-
dogans.
Leiðtogarnir vilja að Tyrkir taki að sér að stöðva straum farand- og flóttamanna um landið til Evrópu
Í staðinn fái þeir mikið fé til að efla landamæraeftirlit og bæta aðbúnað fólksins í Tyrklandi sjálfu
ESB reynir að semja við Erdogan
AFP
Brussel Talsmaður ESB í utanríkis-
málum, Federica Mogherini.
Girðingar reistar
» Vandinn vegna farand- og
flóttamanna verður sífellt erf-
iðari viðfangs í ESB. Sjálft
Schengen-samstarfið í sam-
bandinu riðar til falls.
» Víða í álfunni er búið að
reisa girðingar á landamærum
til að hefta strauminn, nú síð-
ast milli Makedóníu og Grikk-
lands um helgina.
» Ljóst er að aðeins hluti
flóttafólksins kemur frá Sýr-
landi.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Vísindamönnum við Kaliforníuhá-
skóla í Irvine hefur tekist að breyta
genamengi moskítóflugu og gera
sníkjudýrinu sem breiðir út malaríu
ófært að taka sér far með munnvatni
flugunnar inn í spendýr. Það sem
skiptir sköpum er að 99,5% af-
kvæma flugunnar erfa eiginleikann
en oftast er það aðeins brot af þeim
sem erfir slíka breytingu.
Vonast er til þess að innan fárra
ára verði hægt að sleppa flugunni og
gera moskítóflugur þannig að sjald-
gæfum smitberum. Talið er að um
200 milljónir manna muni sýkjast af
malaríu á þessu ári, að sögn Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar,
WHO. Til eru
lyf gegn sjúk-
dómnum en
þau eru víða
ekki fáanleg
þar sem hann
herjar mest,
einkum í sum-
um Afr-
íkulöndum.
Einnig hefur sníkjudýrið orðið æ
ónæmara fyrir lyfjum.
Vísindamaðurinn Anthony James
notaði genatækni sem nefnd er
CRISPR til að koma tveim breytt-
um genum úr mús fyrir í genamengi
moskítóflugu af gerðinni Anopheles
stephensi. Aðgerðin er sögð „blinda“
sníkjudýrið. Það ratar ekki lengur í
líkama flugunnar, finnur ekki kirtl-
ana sem framleiða munnvatn flug-
unnar en alla jafna notar sníkjudýrið
það til að komast í líkama spendýrs-
ins eða mannsins sem það sýkir.
Varað við slæmum afleiðingum
En fram kemur í grein Newsweek
að aðferðin sé umdeild, m.a. vegna
siðferðislegra álitamála. Og James
segir að gera þurfi frekari tilraunir
og breytingar áður en hægt verði að
nota fluguna.
Bent hefur verið á að menn viti
ekki hvað myndi gerast ef erfðabún-
aðurinn sem flytur breytinguna í
flugunni áfram til næstu kynslóða
flugna bærist í allt aðra lífveru.
Óæskilegur eiginleiki gæti breiðst út
hjá heilli kynslóð dýrategundar – og
þurrkað hana út.
Sníkjudýrin „blinduð“
Vísindamönnum hefur tekist að breyta erfðamengi
moskítóflugu og koma í veg fyrir að hún breiði út malaríu
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Hundruð þúsunda manna tóku þátt í
fundum og mótmælum viða um heim
í gær í tilefni þess að í dag hefst
fundur Sameinuðu þjóðanna um
loftslagsmál í París. Krafist var taf-
arlausra aðgerða til að stöðva lofts-
lagsbreytingar af völdum losunar
koldíoxíðs sem vísindamenn SÞ
segja að muni hækka meðalhitastig á
jörðunni.
Til átaka kom á Lýðveldistorginu í
París og beitti lögreglan táragasi,
um 100 manns voru handteknir.
Margir þeirra höfðu hulið andlit sitt
með grímu. Að sögn BBC var fólkið
einkum að mótmæla neyðar-
ástandslögum í Frakklandi sem sett
vou eftir hryðjuverkin mannskæðu
13. nóvember. Samkvæmt þeim er
bannað að efna til fjöldafunda.
Gífurlegur öryggisviðbúnaður er í
París vegna fundar SÞ en gert er ráð
fyrir að allt að 150 þjóðarleiðtogar
sæki hann auk um 40 þúsund ann-
arra gesta.
Ætlunin er að reyna að semja um
alþjóðlegar aðgerðir til að draga úr
losun koldíoxíðs og minnka notkun
jarðefnaeldsneytis. Margir hafa
væntingar til fundarins þótt fyrri
fundir, í Kýóto í Japan 1997 og
Kaupmannahöfn 2009, hafi ekki þótt
skila miklu. En æ fleiri ríki hafa nú
lýst áhyggjum að hlýnun jarðar og
heitið að grípa til aðgerða. Ekki mun
vera ætlunin að gera það sem flestir
sérfræðingar segja að bæri mestan
árangur: semja um hnattrænan
skatt á jarðefnaeldsneyti.
Vonir um ár-
angur í París
Nær 150 leiðtogar ræða loftslagsmál
AFP
Mættir Albert Mónakófursti með
tvíbura sína á loftslagsfundi í gær.