Morgunblaðið - 30.11.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.11.2015, Blaðsíða 23
Þór var í Barnaskólanum í Eyj- um og Gagnfræðaskólanum, hóf nám við Vélskólann í Eyjum 1963 og lauk þaðan vélstjóraprófi, hóf síðan nám við Stýrimannaskólann í Eyjum 1965 og lauk þaðan hinu meira fiskimannaprófi 1967. Þór byrjaði til sjós á vélbátnum Lagarfossi 1960, starfaði hjá Ár- sæli Sveinssyni, m.a. í beitningu og síðan í timburversluninni. Hann fór aftur til sjós og var vélstjóri og stýrimaður á ýmsum bátum, var síðan skipstjóri á Sjöstjörnunni VE 1968-72, kom í land í gosinu og sá síðan um verkstjórn hjá Við- lagasjóði við hreinsun á Heimaey. Veturinn 1974 kom Þór ásamt fleirum að því frumkvöðlastarfi að hirða lognuhrogn úr farmi loðnu- skipa. Var það upphafið að loðnu- hrognavinnslu. Þór festi svo kaup á 50 tonna bát, ásamt öðrum, árið 1974 og gerði hann út til 1979. Hann hóf störf hjá Vinnslustöðinni í Eyjum í ársbyrjun 1980, var þar fyrst verkstjóri og hefur síðan ver- ið starfsmannastjóri þar. Þór sat í stjórn íþróttafélagsins Þórs 1963-66, var formaður félags- ins 1985-94 og var jafnframt fram- kvæmdastjóri Þjóðhátíðar 1984 og 1986. Hann sat í nefnd fyrir hönd íþróttafélagsins Þórs sem vann að sameiningu Þórs og Týs, varð fyrsti formaður ÍBV - íþrótta- félags, við stofnun þess og til 2001. Hann hefur verið formaður Íþróttabandalags Vestmannaeyja frá 2003. Þór hefur setið í ýmsum nefnd- um á vegum Alþýðuflokksins í Eyjum, var varamaður í stjórn Herjólfs í fjögur ár, sat í stjórn tómstundarráðs og íþrótta- miðstöðvarinnar á annan áratug, stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja í 18 ár og stjórnarformaður í átta ár. Hann hefur setið í ferðasjóð- snefnd ÍSÍ frá stofnun, 2007, er fé- lagi í Akoges frá 1983, er með- limur í Hrekkjalómafélaginu og í Golfklúbbi Vestmannaeyja. „Ég eignaðist hlut í trillu fyrir nokkrum árum og nýt þess að fara á skak þegar tími gefst. Svo höfum við átt sumarbústað við Gíslholts- vatn í Holtum í 20 ár þar sem fjöl- skyldan nýtur góðra sam- verustunda.“ Fjölskylda Eiginkona Þórs er Sólveig Adolfsdóttir, f. 1.10. 1946, skrif- stofukona. Foreldrar hennar voru Adolf Magnússon, f. 12.2. 1922, d. 29.11. 2005, skipstjóri í Vest- mannaeyjum, og Þorgerður Sigríð- ur Jónsdóttir, f. 19.7. 1923, d. 22.3. 2003, húsfreyja. Börn Þórs og Sólveigar eru Adolf Hafsteinn, f. 23.4. 1966, eig- andi Hjólbarðastofunnar í Vestmannaeyjum og formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja en kona hans er María Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir skrifstofukona og eru barnabörnin Sólveig, f. 1992, sem á dótturina Unu Maríu, f. 2010, Sigurbjörn, f. 1997, Þor- gerður Katrín, f. 2004, og Helgi Þór, f. 2006; María, f. 6.1. 1972, viðurkenndur bókari og eigandi Heildverslunarinnar YD design í Reykjavík en maður hennar er Einar Guðnason, hárgreiðslumaður og eigandi hárgreiðslustofunnar Zoo.is, og eru barnabörnin Þór Ís- feld, f. 2002, og Ísak Ísfeld, f. 2004; Helga Sigrún, f. 15.11. 1978, sérkennari í Eyjum en maður hennar er Jónas Guðbjörn Jóns- son, pípulagningameistari og eig- andi Vatnsveitunnar ehf., og eru barnabörnin Jón Grétar, f. 2005, og María Sigrún, f. 2012. Systkini Þórs eru Óli Árni, f. 18.10. 1941, sjúkraliði í Þorláks- höfn; Sæmundur, f. 6.12. 1948, raf- magnseftirlitsmaður HS veitna í Njarðvík; Sigurbjörg, f. 2.11. 1956, húsfreyja í Eyjum; Vilhjálmur, f. 5.3. 1963, verkstjóri hjá Kubb í Eyjum. Foreldrar Þórs: Vilhjálmur Árnason, f. 19.2. 1921, d. 19.2. 1993, framkvæmdastjóri og eigandi þvottahússins Straums í Eyjum, og María Gísladóttir, f. 6.3. 1923, hús- freyja. Úr frændgarði Þórs Ísfeld Vilhjálmssonar Þór Ísfeld Vilhjálmsson Júlía Johannesen húsfr. í Mjóafirði eystri Karl Ísfeld Guðmundsson b. í Mjóafirði eystri Þórunn Ólafía Ísfeld húsfr. á Norðfirði Gísli Jóhannsson verkam. á Norðfirði María Gísladóttir húsfr. í Vestmannaeyjum Katrín Gísladóttir húsfr. á Krossi Jóhann Marteinsson b. og form. á Krossi í Norðfirði Pálína Árnadóttir húsfr. í Rvík Guðfinna Einarsdóttir húsfr. í Eyjum og í Rvík Páll Gíslason bílstj. og sjóm. í Eyjum Ingigerður Jóhanns- dóttir húsfr. í Eyjum Árni Björn Jónasson verkfr. í Rvík Einar Elíasson fyrrv. forstj. Sets á Selfossi Gísli Pálsson land- fræðingur og rith. Kristín Þorsteins- dóttir húsfr. í Garðabæ Árni Sigfússon fyrrv. borgarstj. og bæjarstj. í Reykjanesbæ Þorsteinn Sigfússon prófessor Þór Sigfússon fram- kvæmdastj. Sjávarklasans Gylfi Sigfússon forstj. Eimskips Ragna Árnadóttir aðstoðarforstj. Landsvirkjunar og fyrrv. ráðh. Bergsteinn Einarsson forstj. Sets Guðfinna Árnadóttir húsfr. á Stuðlum Sigurður Finnbogason b. á Stuðlum í Norðfjarðarhreppi Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfr. í Eyjum Árni Oddsson umboðsm. Brunabóta- félags Ísl. í Eyjum Vilhjálmur Árnason framkvæmdastj. í Vestmannaeyjum Jóhanna Lárusdóttir húsfr. í Eyjum Oddur Árnason b. á Búastöðum í Eyjum ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2015 Ísleifur Högnason alþingismaðurfæddist 30. nóvember 1895 áSeljalandi undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru Högni bóndi þar Sigurðsson, bónda á Barkar- stöðum í Fljótshlíð Ísleifssonar og k.h., Marta Jónsdóttir, bónda á Sól- heimum í Mýrdal Þorsteinssonar. Ungur fluttist Ísleifur með for- eldrum sínum til Vestmannaeyja og varð kaupfélagsstjóri þar hálfþrítug- ur árið 1921. Veitti hann síðan for- stöðu kaupfélagi í Vestmannaeyjum til ársins 1943, er hann fluttist til Reykjavíkur og gerðist fram- kvæmdastjóri Kaupfélags Reykja- víkur og nágrennis til 1953. Árið 1955 varð hann forstjóri Kaupstefn- unnar í Reykjavík og hafði það starf á hendi til æviloka. Ísleifur varð ungur einn forustu- manna í öflugri verkalýðshreyfingu í Vestmannaeyjum. Átti hann sæti í bæjarstjórn þar 1926-1930 og 1934- 1943. Hann var ritstjóri Eyjablaðs- ins 1928-1943. Hann var landskjörinn alþingis- maður á árunum 1937-1942 og sat á níu þingum alls. Ritstjóri Þingtíð- inda Sósíalistaflokksins var hann um skeið á árunum 1941-42, meðan út- gáfa á blaði flokks hans var bönnuð. Hann átti sæti í stjórn Samvinnu- trygginga frá stofnun þeirra 1946 og í stjórn Líftryggingafélagsins And- vöku frá 1949. Um Ísleif segir í minningarorðum á Alþingi: „Hann var ötull baráttu- maður og djarfur leiðtogi á þeim vettvangi félagsmála, þar sem hann haslaði sér völl, í verkalýðsmálum, samvinnumálum og stjórnmálum. Hann hefur hlotið þann dóm þeirra, sem mest kynni höfðu af honum, að hann hafi verið traustur samherji, trúað í einlægni og af heilum hug á mikilvægi þess málstaðar, sem hann barðist fyrir, rækt þau störf, sem honum var til trúað, af stakri prýði.“ Kona Ísleifs var Helga Rafnsdótt- ir, f. 6.12. 1900, d. 3.5. 1997, húsmóðir og starfsmaður á Þjóðminjasafninu. Foreldrar hennar: Rafn Júlíus Sím- onarson og k. h. Guðrún Gísladóttir. Börn: Ísleifs og Helgu: Erla Guðrún, Högni Tómas og Gísli Rafn. Ísleifur lést 12. júní 1967. Merkir Íslendingar Ísleifur Högnason 90 ára Guðlaug Halldóra Guðmundsdóttir Ingólfur Björnsson 85 ára Ingi Einars Árnason Marta J. Guðnadóttir Þorgerður Ólafsdóttir Örn Sigurgeirsson 80 ára Margrét Leósdóttir Margrét Sigurðardóttir 75 ára Anna Kristín Jóhannsdóttir Áslaug Kjartansdóttir Áslaug Sverrisdóttir Brynhildur Sigurðardóttir Carl Bjarni Rasmusson Guðjón Óskarsson Margrét Jakobsdóttir Marta A. Þórðardóttir 70 ára Bjarni Gíslason Daði Runólfsson Edda Ingvarsdóttir Guðmundur Þorleifur Haraldsson Hans Guðni Magnússon Njáll Hannes Kjartansson Sigríður Hjálmarsdóttir Sigurður Ingi Þorbjörnsson 60 ára Árni Sigurðsson Bernd Lothar Hammerschmidt Björg Magnúsdóttir Daníel Pétur Hansen Derek Vaughan Hanna Birna Bjarnadóttir Ingibergur Helgi Jónsson 50 ára Agnes Bryndís Jóhannesdóttir Andrzej Tesarski Bjarnheiður J. Guðmundsdóttir Geir Geirsson Gunnar Þór Jóhannsson Hafsteinn Bjarnason Hanna Guðrún Magnúsdóttir Heimir Salvar Jónatansson Hildur Gunnarsdóttir Kristján Rafn Sigurðsson Ólöf Helgadóttir Pétur Heiðar Baldursson Salih Heimir Porca Sigurjón Harðarson 40 ára Jeremy David Sebelius John Olav Silness Jón Ægir Baldursson Óskar Alfreð Beck Rut Viktorsdóttir Sigurður Ólafsson Sigurlaug Rósa Dal Christiansen Una Guðný Pálsdóttir Þorkell Lindberg Þórarinsson 30 ára Anna Guðný Arndal Tryggvadóttir Arndís Arnardóttir Jóhann Hrafnkell Líndal Malgorzata Regina Olejniczak Navina Madge Dueck- Stefansson Sigurður Magnús Sigurðsson Til hamingju með daginn 40 ára Hafdís er fædd og uppalin á Skagaströnd og rekur hárstofuna Viva. Maki: Stefán Sveinsson, f. 1972, sjómaður hjá Samherja. Börn: Daði Snær, f. 2002, Stefanía Hrund, f. 2006 og Sædís Hrund, f. 2012. Foreldrar: Ásgeir Ax- elsson f, 1942, d. 2011, bóndi á Litla-Felli, og Sig- rún Guðmundsdóttir, f. 1947, skólaliði, bús. á Litla-Felli. Hafdís Hrund Ásgeirsdóttir 30 ára Jakob er yfirþjálf- ari hjá knattspyrnudeild Fylkis og iþróttakennari í Norðlingaskóla. Maki: Erla Dögg Halldórs- dóttir, f. 1985, vinnur hjá Flyware. Börn: Karítas Þyrí, f. 2010, og Patrekur Leó, f. 2014. Foreldrar: Bjarni Þór Jak- obsson, f. 1962, rekur B&B Gluggatjaldahreinsun og Jóna Þuríður Ingv- arsdóttir, f. 1963, vinnur hjá Actavis. Jakob Leó Bjarnason 30 ára Sandra er Akur- eyringur og er mynd- menntakennari í Gilja- skóla og myndlistar- maður. Maki: Radek Dudziak, f. 1980, líftækninemi í HA. Börn: Amelia Anna, f. 2007, og Joel Arnar, f. 2014. Foreldrar: Arnar Yngva- son, f. 1964, smíðakenn- ari, og Anna Elísa Hreið- arsdóttir, f. 1965, háskólakennari. Sandra Rebekka Velkomin á Jólahlaðborð Hótel Arkar Njóttu notalegrar kvöldstundar á jólahlaðborði sem verður í boði dagana 21. og 28. nóvember og 5. og 12. desember 2015. Verð er 8.900 kr. á mann og borðapantanir eru í síma 483 4700. Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði / s. 483 4700 / info@hotelork.is / www.hotelork.is Þetta árið mun Eyjólfur Kristjánsson sjá um dagskrána á meðan borðhaldi stendur. Eyfi er löngu orðinn landsþekktur tónlistarmaður og svíkur engan. Að borðhaldi loknu mun plötusnúður hússins skemmta fólki fram eftir nóttu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.