Morgunblaðið - 30.11.2015, Page 11

Morgunblaðið - 30.11.2015, Page 11
Greiningarvélin Eftirgerð hluta greiningarvélarinnar, The Analytical Eng- ine, samkvæmt hugmyndum Babbages. Vélin er á Vísindasafninu í London. hjá Sommerville lýsti sem reiknivél sem gæti „… ekki aðeins verið forspá heldur brugðist við for- spánni“. Í kjölfarið gerðist hún hvort tveggja nemandi Babbage og aðstoðarkona. Þeim varð vel til vina, en höfnuðu bæði þrálátum orðrómi um ástarsamband sín á milli. Babb- age kallaði Ödu töfrakonu talnanna. Ödu megin hafði ástarlífið verið býsna fjörugt, t.d. var móðir hennar nýbúin að forða henni frá miklum skandal þegar hún ætlaði að hlaup- ast á brott með einum kennara sinna. Ættingjar mannsins höfðu komist á snoðir um ráðabruggið og látið barónessuna vita. Enginn engill Mæðgurnar áttu í stöðugum útistöðum. Ada skar sig töluvert úr í hinu viktoríska samfélagi sem ætl- aðist til að konur væru bljúgar, vel siðaðar, dyggðum prýddar og hlýðnar. „Ada var enginn engill,“ segir dr. Hannah Fry, stærðfræð- ingur og sögumaður í heimildar- mynd BBC, um samskipti fyrsta forritararns við karlmenn, áfengi og spilafíkn. Ada lést úr krabbameini aðeins 36 ára árið 1852, stórskuldug eftir að hafa í félagi við nokkra karla lagt mikið undir í spilum sam- kvæmt misheppnaðri stærðfræði- formúlu sem þau höfðu búið til og veðjað á. En aftur að Ödu í lifanda lífi. Árið 1835 gekk hún í hjónaband með baróninum William King og eignaðist með honum þrjú börn. Hún var þó ekki lengi Ada King því þremur árum síðar var bóndi henn- ar sæmdur nafnbótinni jarl og varð Ada þá greifaynjan af Lovelace. Þótt Charles Babbage tækist aldrei að smíða vélarnar, m.a. vegna fjárskorts, lýsti Ada árið 1842 hvernig hægt væri að forrita grein- ingarvélina til að reikna út alls kon- ar formúlur. Í glósum hennar má finna það sem kalla mætti fyrsta forritið sem skrifað var fyrir forrit- anlega tölvu. Þess vegna telst Ada Lovelace fyrsti forritarinn. Hugmyndarík og framúrstefnuleg Tildrögin voru þau að Babbage var boðið að halda fyrirlestur um vélina við Háskólann í Tórínó á Ítal- íu. Ungur ítalskur verkfræðingur, Luigi Menabrea, sem síðar varð for- sætisráðherra, skrifaði fyrirlest- urinn upp á frönsku og birti í sviss- nesku fræðiriti. Ada var beðin um að þýða greinina á ensku, sem hún fór létt með og bætti aukinheldur við eigin pælingum og hugmyndum þar til að greinin varð þrisvar sinn- um lengri en sú upphaflega. Þýð- ingin og punktar Ödu voru birt í ensku vísindatímariti árið 1843 und- ir stöfunum A.A.L. Í greininni lýsti Ada hvernig hægt væri að búa til kóða þannig að greiningarvélin réði, auk talnanna, við bókstafi og tákn. Þá setti hún fram kenningar um aðferð til þess að gera vélinni kleift að vinna úr röð fyrirmæla, ferli sem þekkt er sem lykkjur og í dag er notað í forritun. Ada viðraði fleiri framúrstefnulegar hugmyndir sem henni entist ekki aldur til að hrinda í framkvæmd, enda var greiningarvél Babbages aldrei smíðuð og forrit Ödu ekki framkvæmt. Banamein greifynjunnar af Lovelace var krabbamein í móður- lífi. Hún var að eigin ósk jarðsett við hlið föður síns, Byrons lávarðar, í kirkjugarði St. Mary Magdalene í Hucknall í Nottinghamskíri. Arfleifðin Árið 1979 þróaði bandaríska varnarmálaráðuneytið forrit og nefndi það ADA í höfuðið á fyrsta forritaranum. ADA kom í staðinn fyrir fjölda forritunartungumála sem ráðuneytið notaði á þeim tíma. Breskir vísindamenn réðust ár- ið 2011 í að byggja greiningarvél Babbages, milljarðaverkefni sem kallað er Plan 28. Áætlað er að ljúka verkinu 2021 á 150 ára dán- ardægri hans. Sýning Teikning frá opnun King George III safnsins í London birtist í Ill- ustrated London News 1. júlí 1883. Líkan af greiningarvélinni fyrir miðju. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2015 1815 Augusta Ada Byron fæddist 10. desember í London. 1829 Ada veikist af mislingum og var í mörg ár að ná heilsu. 1832 Ada hefur nám í stærðfræði og vísindum hjá Mary Sommerville. 1833 Ada byrjar að vinna með Charles Babbage. 1835 Ada giftist William King og verður Ada King. 1838 William og Ada King verða jarlinn og greifynjan af Lovelace. 1842 Luigi F. Menabrea birtir grein um greiningarvél Babbage í svissnesku fræðiriti. 1843 Ada þýðir grein Menabrea með eigin útskýringum á hvernig hægt væri að forrita greiningarvélina. 1844 Ada hættir stærðfræðirannsóknum vegna heilsubrests. 1852 Ada lést 27. nóvember. 1979 Bandaríska varnarmálaráðuneytið þróar forritið ADA, sem kom í stað fjölda forritunartungumála sem ráðuneytið notaði á þeim tíma. Fyrsti forritarinn GREIFYNJAN AF LOVELACE www.arc-tic.is www.arc-tic.is ertu að leita að rétta úrinu á rétta verðinu? við kynnum arc-tic Retro Gilbert úrsmiður kynnir nýtt úr í ARC-TIC Iceland línunni á frábæru verði, úrið er íslensk hönnun og kemur í ryðfríum 316L 5ATM stálkassa með vönduðu svissnesku quartz gangverki. Úrið heitir ARC-TIC Retro og kemur í tveimur stærðum, 42 mm og 36 mm í bæði hvítu og svörtu og fylgir nató ól með öllum úrum í íslensku fánalitunum. íslensk hönnun VERÐ AÐEINS: 29.900,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.