Morgunblaðið - 30.11.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.11.2015, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2015 Jón Kr. Ólafsson, söngvari á Bíldudal, hélt síðastliðið sumar tónleika í sal FÍH og sagði þá vera kveðjutónleika sína, haldna í tilefni af 75 ára afmæli hans. Tónleikarn- ir voru kvikmyndaðir og hefur Jón nú gefið þá út á mynddiski. „Að þessum tónleikum komu margir góðir tónlistarmenn, hljóð- færaleikarar, söngvarar, tækni- menn og allir sem gerðu sitt besta til að gera þetta að listviðburði og má ekki gleyma tónleikagestum sem voru dásamlegir,“ segir Jón Kr. í tilkynningu. Hann bætir við að hafi lesendur áhuga á að eign- ast diskinn sé best að hafa sam- band við hann, í símum 456 2186 og 847 2542 eða á netfanginu bjarki@musik.is Tónleikasafn Jón á Bíldudal, Melodíur minninganna, er nú um 15 ára gamalt og þar er sýnt margt sem ella væri horfið úr tón- listarsögunni. Á næstunni mun safnið „heiðra minningu þeirrar góðu söngkonu sem Ellý Vilhjálms var, en hún hefði orðið 80 ára í lok desember ef henni hefði enst ald- ur.“ Ljósmynd/Gunnlaugur Júlíusson Söngvarinn Jón Kr. Ólafsson á kveðjutónleikum sínum síðastliðið sumar. Tónleikar Jóns Kr. á mynddiski Hinn gamalgróni blás- araflokkur Blásarakvintett Reykjavíkur efnir á morg- un, þriðjudag, ásamt fé- lögum sínum til hinna ár- legu tónleika á aðventunni undir heitinu „Kvöldlokkur á jólaföstu“. Fríkirkjan við Tjörnina hefur verið sama- staður tónleikanna um ára- bil og er það enn; tónleik- arnir hefjast klukkan 20. Kvöldlokkur eða blás- araserenöður hafa löngum þótt sérlega hljómfögur klassísk tónlist sem á vel við á aðventunni, þegar fólk sækist gjarnan eftir fegurð og friðsæld meðan á jólaundirbúningnum stend- ur. Samkvæmt tilkynningu aðstandenda er að þessu sinni komið að einu mesta djásni allra blásaraserenaða, þeirri stóru fyrir 13 blásara og kontrabassa eftir meistara Mozart en hún er oft kölluð Gran Partita. Margir muna eftir því úr hinni klassísku kvik- mynd Amadeus eftir Fellini hvað tónar úr serenöðunni komu þar mik- ið við sögu. Kvintettinn og vinir Blásarakvintettinn hefur iðu- lega komið fram með fleiri blásurum á þessum vin- sælu tónleikum. Kvöldlokkur Blásarakvintettsins Morgunblaðið/Sverrir Risaeðlustrákurinn Arlo heldur í ferðalag vegna væringa. Metacritic 67/100 IMDb 7,7/10 Laugarásbíó 17.15 Sambíóin Álfabakka 17.50, 17.50, 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Kringlunni 17.50, 17.50, 20.00 Sambíóin Akureyri 17.50, 20.00 Smárabíó 15.30, 15.30, 17.45 Góða Risaeðlan Steve Jobs Opinská mynd um snillinginn Steve Jobs, stofnanda Apple og frumkvöðul stafrænu byltingarinnar. Metacritic 82/100 IMDb 7,7/10 Sb. Álfabakka 20.00, 22.40 Solace 16 Hrottaleg morð benda til að raðmorðingi gangi laus. IMDb 6,5/10 Sb. Álfabakka 17.50, 20.00, 20.00, 22.10, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Kringlunni 20.00, 22.20 Akureyri 20.00, 22.20 The Night Before 12 Ethan, Isaac og Chris hafa verið vinir frá því þeir voru litlir. Í áratug hafa þeir hist árlega á aðfangadagskvöld. Ólifnaður, svall, gleði og glaumur hafa einkennt þessa endurfundi en nú virð- ist hefðin vera að leggjast af. Metacritic 57/100 IMDb 7,4/10 Laugarásbíó 20.00, 22.45 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 17.45, 20.00, 22.20 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.30, 20.00 Bridge of Spies 12 Bandarískur lögfræðingur er ráðinn af CIA á tímum Kalda stríðsins til að hjálpa til við að bjarga flugmanni sem er í haldi í Sovétríkjunum. Metacritic 81/100 IMDb 8,0/10 Sambíóin Keflavík 19.00 Smárabíó 19.00, 22.00 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.30, 22.30 Pan Munaðarleysingi ferðast til Hvergilands og uppgötvar örlög sín, að verða hetjan Pétur Pan. Bönnuð yngri en 7 ára. Metacritic 36/100 IMDb 6,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.30 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Akureyri 17.30 Everest 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 66/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.40 The Last Witch Hunter 12 Vin Diesel fer með hlutverk Kaulder, aldagamals víga- manns sem drap norna- drottninguna á miðöldum. Metacritic 36/100 IMDB 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 22.10 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Akureyri 22.20 Scouts Guide to the Zombie Apocalypse 16 IMDb 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 23.00 Burnt 12 Kokkurinn Adam Jones er einn af villingum Parísar- borgar og skeytir ekki um neitt nema spennuna við að skapa nýjar bragðsprengjur. Metacritic 38/100 IMDb 6,9/10 Háskólabíó 18.00 Hotel Transylvania 2 IMDB 7,7/10 Smárabíó 16.00 Þrestir 12 Háskólabíó 17.30 45 Years Hjón sem skipuleggja 45 ára brúðkaupsafmæli sitt, fá óvænt sent bréf sem mun mögulega breyta lífi þeirra til frambúðar. Metacritic 92/100 IMDb 7,4/10 Bíó Paradís 18.00, 22.00 Veðrabrigði Á Flateyri berjast íbúar fyrir tilveru sinni og framtíð þorpsins. Með tilkomu kvótakerfisins færðust örlög íbúanna í hendur þeirra sem réðu kvótanum. Bíó Paradís 20.00 Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum Bíó Paradís 18.00 The Program Metacritic 61/100 IMDb6,6/10 Bíó Paradís 20.00 Macbeth Bíó Paradís 20.00 Dheepan 12 Metacritic 78/100 IMDB 7,1/10 Bíó Paradís 17.45 Fúsi Bíó Paradís 22.00 Glænýja testamentið Morgunblaðið bbbbn Myndin er ekki við hæfi yngri en 9 ára. Bíó Paradís 22.15 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna Katniss Everdeen er nú orðin leiðtogi uppreisnarinnar gegn Kapítól, þó að hún viti enn ekki alveg hverjum á að treysta fullkomlega. Metacritic 75/100 IMDB 7,4/10 Laugarásbíó 17.15, 20.00 Smárabíó 16.00, 17.00, 20.00, 20.00, 22.50, 22.50 Háskólabíó 18.00, 21.00 Sambíóin Keflavík 22.10 Borgarbíó Akureyri 20.00 The Hunger Games: Mockingjay 2 12 James Bond uppgötvar dulkóðuð skilaboð úr fortíð sinni sem leiða hann á slóð Spectre. Morgnblaðið bbbbn Metacritic 63/100 IMDb 7,5/10 Laugarásbíó 18.00, 21.00 Sambíóin Egilshöll 18.00, 20.00, 21.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.30, 22.10 Sambíóin Keflavík 22.10 Smárabíó 19.00, 22.00 Háskólabíó 20.00 Borgarbíó Akureyri 22.00 SPECTRE 12 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.