Morgunblaðið - 30.11.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.11.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2015 Alltaf feti framar gómsætur feti í salatið ogmeðmatnum Loðskinnskragar Loðskinnsvesti Tryggvagötu 18 - 552 0160 Stöndum öll saman sem ein þjóð Sýnum kærleik og samkennd í verki. Við megum ekki gleyma fátæka fólkinu á Íslandi. Jólasöfnun er hafin hjá Fjölskylduhjálp Íslands. 546-26-6609, kt. 660903-2590 Hjálpið okkur að hjálpa öðrum. Margt smátt gerir eitt stórt. Guð blessi ykkur öll Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Íþróttafélagið Mjölnir flytur alla starfsemi sína í hús- næði Keilhuhallarinnar í Öskjuhlíð á fyrstu mánuðum 2016. Formaður Mjölnis, Jón Viðar Arnþórsson, kynnti þetta á tíu ára afmælishátíð Mjölnis sl. laugardag. Nokkuð er síðan forsvarsmenn Mjölnis hófu að leita að framtíðarstaðsetningu fyrir félagið þar sem gera á breytingar á gamla Loftkastalanum þar sem Mjölnir hefur haldið til frá árinu 2011. Verið er að ganga frá kaupum nýs eiganda á hús- næði Keiluhallarinnar að sögn Jóns Viðars og er það sett sem skilyrði fyrir kaupunum að Mjölnir leigi hús- næðið til lengri tíma. Hann vill ekki gefa upp kaupand- ann en segir að talað hafi verið um leigusamning til 20 ára. Sex æfingasalir, útivistarsvæði og bar Húsnæðið er 3 þúsund fermetrar að stærð og þarf að ráðast í töluverðar framkvæmdir á húsnæðinu áður en æfingar geta hafist. Mjölnishöllin, eins og æfingaað- staðan hefur verið kölluð, verður stærsta bardagaæf- ingasvæði heims að sögn Jóns Viðars. Stærsta bar- dagaæfingasvæðið er í dag 2.800 fm að stærð að sögn Jóns og er það í Bandaríkjunum. Í Mjölnishöllinni verða sex æfingasalir, skrifstofur Mjölnis auk bars sem hefur fengið nafnið Drukkstofa Óðins. Þar verður m.a. hægt að fylgjast með UFC-bardögum. Jón Viðar segir að búast megi við fjölgun iðkenda sem búsettir eru í nágrannasveitarfélögum Reykjavík- ur við flutninginn í nýju aðstöðuna. Þeir hafi margir sett vegalengdina fyrir sig þrátt fyrir mikinn áhuga á að æfa hjá Mjölni. „Við erum komnir á besta stað í borginni og eigum eftir að stútfylla Mjölnishöllina. Við erum með 1.300 iðkendur og náum auðveldlega tvö, þrjú þúsund manns þarna,“ segir Jón Viðar og bætir við að mikil uppbygg- ing sé fyrirhuguð á svæðinu í kring. Mjölnir býður í dag upp á 100 tíma á viku og segir Jón Viðar að nú verði hægt að bjóða upp á fleiri tíma á betri tímum. Eins verður tækjasalur tekinn í gagnið, sem er nýjung hjá Mjölni. Eitt gjald fyrir allt verður áfram stefnan hjá Mjölni, en Jón Viðar segir gjaldið líklega hækka eitthvað, sem félagsmenn hafi skilning á enda aðstaðan fullkomin. Ljósmynd/Mjölnir Mjölnir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, greindi frá því að Mjölnir flytti í gömlu Keiluhöllina í Öskjuhlíð. Verður stærsta bar- dagaæfingasvæði heims  Mjölnir flytur í húsnæði Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð Einn af kostunum við staðsetn- inguna í Öskjuhlíðinni er nálægðin við útivistarperluna sem er að finna í Öskjuhlíð, að sögn Jóns Viðars. Hann segir að útivistar- svæðið verði nýtt til æfinga hjá Mjölni og því ætli íþróttafélagið að stórbæta ímynd Öskjuhlíðar. „Þetta er viðkvæmt svæði en Reykjavíkurborg er búin að gefa leyfi fyrir því að Mjölnir fari þarna inn,“ segir Jón Viðar. Hann segir að Mjölnir vilji skipta Öskju- hlíð upp í níu heima goðafræð- innar og gera þarna frábært úti- vistarsvæði. Tekur hann sem dæmi að einn daginn mæti iðkendur á æfingu í t.d. Jötunheimum þar sem þeir lyfta þungu grjóti og drumbum. Allt í anda hvers heims. Jón Viðar segir að það eigi eftir að útfæra hugmyndir um úti- vistarsvæðið í samráði við borgar- yfirvöld, en bætir við að almenn- ingur muni njóta góðs af. Mynd/Mjölnir Öskjuhlíð Heimarnir níu eins og Mjölnismenn kynntu þá á laugardag. Ætla að bæta ímynd Öskjuhlíðar - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.