Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.1986, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 11.12.1986, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 11. desember 1986 9 Þrjú innbrot og skemmdarverk í síðustu viku var lög- reglunni í Keflavík tilkynnt um þrjú innbrot í umdæmi sínu, tvö í Keflavík og eitt í Sandgerði. A þriðjudag í síðustu viku var brotist inn á efri hæðina að Hafnargötu 34 í Keflavík. Var farið þar inn á teiknistofu Einars Stef- ánssonar og lager verslun- arinnar BOBO. Auk þess sem töluverð skemmdar- verk voru unnin var stolið af .teiknistofunni ýmsum teikniáhöldum s.s. penn- um, reglustiku, Canon vasareiknivél og teikni- stokki sem í var bæði tölva og klukka. Þá var síðar í vikunni brotist inn í trillubátinn Elínu RE þar sem hann stendur á vagni við Sand- gerðishöfn. Var stolið úr bátnum CBS-talstöð, VHS hvítri tilkynningarstöð, út- varpi, kassettutæki og sjúkrakassa. Verði einhverjir varir við þessa óvenjulegu hluti sem stolið var á teiknistofunni, eða geta gefið lögreglunni einhverjar upplýsingar varðandi innbrotið að Hafnargötu 34 eða í trill- una í Sandgerði, eru þeir vinsamlega beðnir um að láta hana vita. Siðasta sunnudag upp- götvaðist innbrot í Nýja Bíó í Keflavík. Hafði verið farið inn í gegnum Bergás og þaðan upp í bíóið. Var síðan mikið rótað í ýmsu þar uppi og einhverju af sælgæti stolið. Eru innbrot mjög tíð þarna og virðast unglingar eiga mjög greið- an aðgang þarna að, en húsið virðist nánast vera opið fyrir hverjum sem er. epj. Hvers eiga Grind- víkingar að gjalda? Er Grindvíkingar þurfa að láta umskrá ökutæki, láta skoða bíla sína vegna aðalskoðunar eða lesa af þungaskattsmælum, skulu þeir mæta með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins í Keflavík, nema þrjá daga á ári, sem eftirlitsmenn koma til Grindavíkur. Þrátt fyrir þennan auka- krók verða þeir eins og aðrir að greiða skoðunar- gjald af bifreiðum. En á sama tíma eru bifreiðar með einkennisstafina JO og VL undanþegnar slíkum greiðslum, en fá engu að síður eftirlitsmenn í heim- sókn upp á Keflavíkurflug- völl. Þó hér sé aðeins minnst á Grindvíkinga, á þetta einnig við um íbúa Miðnes- hrepps, Gerðahrepps, Hafnahrepps og Vatns- leysustrandarhrepps, en vegalengdir í þessi byggða- lög eru þó mun styttri. Þetta dæmi sýnir enn einu sinni óréttlætið samfara því að færa Varnarliðinu þessa þjónustu á „silfurfati". epj. Fjölgun á ný hjá lögreglunni Tekist hefur samkomu- lag milli dómsmálaráðu- neytisins og lögregluem- bættisins í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu um Fimleikamðt um helgina Næstkomandi _ sunnudag kl. 15.30 hefst i íþróttahús- inu í Keflavík fimleikamót í almennum fimleikum í til- efni af 30 ára afmæli ÍBK. Eru þátttakendur alls 42 eða 6 stúlkur frá hverju fim- leikafélagi á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Fréltatilkyming fjölgun lögregluþjóna um einn mann á vakt. Er fjölgun þessi tímabundin, þ.e. frá áramótum og fram á vor, en unnið er að því að hún gildi áfram eftir það. Að sögn Karls Her- mannssonar aðstoðaryfir- lögregluþjóns, verða því framvegis sex manns á vakt á lögreglustöðinni í Kefla- vík í stað fimm áður. Vegna þessa munu þeir nýliðar sem bættust í hóp- ion fyrr í haust, fá áfram- haldandi ráðningu. Peir voru ráðnir í stöður ann- arra sem fóru í Lögreglu- skólann og koma þaðan nú um áramótin.'Þá hafa fjórir fastráðnir lögreglumenn fengið flutning frá embætt- inu. Mfun því ekki þurfa að ráða nýja menn í liðið þrátt fyrir fjölgun þessa. - epj. PRJÓNA SETT ÞJÓFNAÐUR UPPLÝSTUR ÁÐUR EN HANS VARÐ VART í næst síðustu viku var 14 ára drengur handtekinn fyrir þjófnað á farsíma úr báti. Vísaði hann lögregl- unni á þýfið, en þá kom í ljós að um var að ræða annað þýfi en hann hafði verið handtekinn fyrir. Upplýstust þar með þjófnaðir sem ekki höfðu verið tilkynntir til lögregl- unnar, enda höfðu eigend- ur ekki orðið þeirra varir. Eftir að hafa vísað á far- símann var drengrurinn færður á lögreglustöðina, en þaðan tókst honum að strjúka áður en yfirheyrsl- um lauk. - epj. V döQ' Verð frá kr. 7.990 - 8.900' - Einnig stakir jakkar og buxur - Po/eidon Mumo gjafakortin - ef þu vilt vera smart vmsælu. Hafnargötu 19 - Keflavik - Siml 2973

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.