Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.1986, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 11.12.1986, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 11. desember 1986 VÍKUR-fréttir Þessar fjórar ungu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu að Heiðarbraut 9 í Keflavík til ágóða fyrir Þroskahjálp á Suð- urnesjum og varð ágóðinn kr. 2.765. Þær heita f.v. Sesselja Kristinsdóttir, Guðbjörg Rúna Vilhjálmsdóttir, Elín Guð- mannsdóttir og Harpa Magnúsdóttir. epj. Aðventutónleikar í Keflavíkurkirkju 14. og 15. des. Sunnudagaskóli er að venju í kirkjunni kl. 11. Aðventutónleikar Kórs Keflavíkurkirkju og Karla- kórs Keflavíkur verða haldnir í kirkjunni kl. 17 sunnudag. Einsöngvarar KÆRULEYSI GETUR SPILLT HÁTÍÐINNI Hitaveita Suðurnesja óskar þér gleðilegrar jólahátíðar. Hún vill jafnframt minna á að kæruleysi í meðferð rafmagns getur spillt hátíðinni. Láttu það ekki koma fyrir þig. Ennfremur er það mikil- vægt að raforkunotkun sé dreift sem jafnast á aðfanga- degi og gamlársdegi. Með því tryggjum við að allir fái hátíðarsteikina. HITAVEITA SUÐURNESJA María Guðmundsdóttir, Steinn Erlingsson og Sverr- ir Guðmundsson. Undir- leikarar Gróa Hreinsdóttir og Ragnheiður Skúladótt- ir. Samsöngur kóranna og almennur söngur í lokin. Tónlistarskólinn heldur jólatónleika í kirkjunni á mánudagskvöldið 15. des. kl. 20.30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Óhætt er að fullyrða að fátt nýtur meiri vinsælda í menningarlífi Suðurnesja en tónleikar þeirra kóra sem hér starfa og hafa borið hróður byggðarinnar víða erlendis. Kór Keflavíkur- kirkju sótti ísrael heim um síðustu jól og Karlakór Keílavíkur fór til Kanada sl. sumar. Nú gefst Suður- nesjamönnum kostur á að fagna komu jólanna með því að hlýða á söng þeirra Efnisskráin er fjölbreytt. Karlakórinn syngur m.a. „Það aldin út er sprungið“, lag frá 15. öld, ,,Bæn“ eftir Þórarin Guðmundsson, „Hátíð að höndum fer ein“, sem er forn sálmur, og „Rokkarnir eru þagnaðir", alþýðuvísu í útsetningu Emils Thoroddsen. Kór Keflavíkurkirkju syngur m.a. „Sjá morgun- stjarnan blikar blíð“, „Af himnum ofan boðskap ber“ og „Ó, Jesúbarn blítt“, allt lög í útsetningu J. S. Bach. A söngskránni eru pólsk jólalög, „María syng- ur við Jesúbarnið“ og ,,Jólastjarnan“. Sverrir Guðmundsson syngur „Ave Maria“ og María Guðmundsdóttir „Heshall feed His Flock“ úr Messí- asi eftir Handel og „Nóttin helga“ eftir A. Adams í raddsetningu Guðmundar Gilssonar. Auk þeirra syngur Steinn Erlingsson einsöng með kórnum, væntanlega „Agnus Dei“ eftir Georges Bizet. Oft er sagt að uppeldi sé fólgið í að miðla menning- unni til uppvaxandi kyn- slóðar. En það er einnig fólgið í því að gefa ungu fólki tækifæri til að nýta hæfileika sína. A mánudagskvöldið 15. des. munu nemar Tónlist- arskólans í Keflavík halda jólatónleika í Keflavíkur- kirkju kl. 20.30 undir leið- sögn kennara skólans og skólastjóra, Kjartans M. Kjartanssonar. Allir eru velkomnir á umrædda jólatónleika, sem gegna því hlutverki að færa okkur nær hátíð og helgi jólanna. Sóknarprestur Ánægður með bílavlðskiptin hjá Bílanesi Á liðnu ári hef ég skipt við Bílanes þannig að ég hef keypt tvisvar nýja bíla og selt tvisvar gamla bíla. Þetta skiptir kannski ekki megin máli, en þar semég er sjómaður og hef lítinn tíma til slíkra hluta, þá kom það ekki að sök, því þjónusta og heiðarleiki sátu í fyrirrúmi hjá þessu vaxandi fyrirtæki. Þúsund þakkir. 3341-0018 Tækifæristékkareikningur ...með allt í einu hejti! Yfirdráttar heimild Meira öryggi gagnvart óvæntum útgjöldum Með TT-reikningi geturðu sótt uni Þannig geturðu einfaldlega ávísað út að fá yfirdráttarheimild tengda reikn- af reikningnum þegar óvænt útgjöld ingi þínum. koma upp. VCRZIUNRRBRNKINN -vúuuvi ffteS ftén, !

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.