Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.1986, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 11.12.1986, Blaðsíða 24
24 Fimmtudagur 11. desember 1986 VÍKUR-fréttir Raðauglýsingar - Raðauglýsingar - Raðauglýsingar BREYTT símanúmer Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu KEFLAVÍK Auglýsing um tímabundna umferðartakmörkun í Keflavík Frá föstudeginum 5. desember 1986 til mánudagsins 31. desember 1986, að báðum dögum meðtöldum, er vöruferm- ing og afferming börinuð á Hafnargötu á almennum afgreiðslutíma verslana. Á framangreindu tímabili verða settar hömlur á umferð um Hafnargötu og nær- liggjandi götur ef þurfa þykir, svo sem tekinn upp einstefnuakstur eða umferð ökutækja bönnuð með öllu. Verða þásett- ar upp merkingar er gefa slíkt til kynna. Keflavík, 1. desember 1986. Lögreglustjórinn í Keflavík Slökkvitækja- þjónusta Suðurnesja Kolsýruhleðsla - Dufthleðsla Viðhald og viðgerðir á flestum tegundum slökkvitækja. Reykskynjarar - Rafhlöður Brunaslöngur - Slökkvitæki Uppsetning ef óskað er. Viðurkennd eftirlitsþjónusta handslökkvitækja í bátum og skipum. Slökkvitækjaþjónusta Suöurnesja Háaleiti 33 - Keflavík - Simi 2322 Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs Matráðsmaður Starf matráðsmanns við Sjúkrahús Kefla- víkurlæknishéraðs er laust frá 1. apríl 1987. Skriflegar umsóknir um menntun og fyrri störf berist forstöðumanni eigi síðar en 1. febrúar 1987. Laun samkvæmt samningi við Starfsmannafélag Keflavíkurbæjar. Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 92-4000. Fyrir hönd stjórnar Sjúkrahúss Keflavíkur- læknishéraðs og Heilsugæslustöðvar Suðurnesja. Forstöðumaður TILKYNNING KEFLAVÍK - NJARÐVÍK GRINDAVÍK - GULLBRINGUSÝSLA Samkvæmt lögum nr. 46/1977 og reglu- gerð nr. 16/1978, er hverjum og einum ó- heimilt að selja skotelda eða annað þeim skylt, nema hafa til þess leyfi lögreglu- stjóra. Þeir sem hyggja á sölu framangreinds varnings, sendi umsóknir sínar til yfirlög- regluþjóns í Keflavík, eigi síðar en 19. des- ember 1986. Að öðrum kosti verða um- sóknirnar ekki teknar til greina. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögreglu- þjóni á lögreglustöðinni í Keflavík og hjá aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni í Grinda- vík. Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu TILKYNNING UM Áramótabrennur Þeim sem hafa ætlað sér að hafa áramóta- brennu á svæði Brunavarna Suðurnesja, ber að sækja um leyfi til Slökkviliðs B.S. í Keflavík. Skilyrði fyrir leyfisveitingu er, að ábyrgðar- maður sé fyrir brennunni. Brennur sem verða hlaðnar upp og ekki hefur verið veitt leyfi fyrir, verða fjarlægðar Umsóknir berist fyrir 22. desember 1986. Lögreglan í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbríngusýslu Brunavarnir Suðumesja VÍKUR-fréttir - þar er auglýsingamátturinn. Raðauglýsingar - Raðauglýsingar - Raðauglýsingar Fengu á sig bratsjó Tveir Grindavíkurbátar fengu á sig brotsjó í síðustu viku. Annar þeirra út af Langanesi, en hinn fyrir suðurlandi. Síldarbáturinn Hópsnes var á leið með síldarfarm til Vestmannaeyja þegar hann fékk á sig brotsjó. Engar skepmdir urðu á bátnum. Út af Langanesi fékk loðnubáturinn Albert á sig brotsjó er skipið var á aust- urleið. Brotnaði einn gluggi í brúnni og skemmdir urðu á tækjum. Var skipinu þegar snúið við og hélt það til Akureyrar þar sem gert var við það. - epj. Sjöstjarnan á nauðung- aruppboð? Síðasta fimmtudag fór fram fyrra nauðungarupp- boð á fasteignum Sjöstjörn- unnar hf. í Njarðvík. Attu margir lögmenn kröfur í eignina, en Útvegsbanki Islands bauð hæst, um 6 milljónir króna. Akveðið var að halda annað og síðara uppboð á eigninni fyrri hluta mars- mánaðar. Hefur fyrirtækið átt í resktrarerfiðleikum að undanförnu eins og mörg önnur fískvinnslufyrirtæki hér suður með sjó. - epj. Þrír um- sækjendur Þrjár umsóknir bárust um stöðu hafnarstjóra við Landshöfn Keflavík/Njarð- vík. Voru þær frá eftirtöld- um: Georg Ormssyni, Karli G. Sigurbergssyni og Pétri Jóhannssyni. Samgönguráðherra mun skipa fljótlega í stöðuna, sem miðast við komandi áramót. - epj. Eigenda- skipti að Kósý I lögbirtingablaði sem út kom nú í lok nóvember, birtist tilkynning þess efnis að Hólmfríður Óladóttir hefur selt meðeiganda sín- um eignarhlut sinn í versl- uninni Kósý sf. Keflavík. Er Sigurbjörg Magnús- dóttir því einn eigandi versl- unarinnar. - epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.