Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.1986, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 11.12.1986, Blaðsíða 21
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 11. desember 1986 21 Ærumeiðandi um- mæli í Víkurfréttum Víkur-fréttir birtu í síð- asta tölublaði heldur ó- skemmtileg ummæli um mig sem ég get ekki látið ósvarað. I slúðurdálki blaðsins, Molum, er því haldið fram að ég mæti óundirbúin á fundi og sé ósjálfstæð í skoðunum. Það getur að sjálfsögðu verið matsatriði, hvort ég teljist sjálfstæð eða ekki, en ummæli þess efnis að ég undirbúi mig ekki fyrir fundi, er ekki matsatriði, því annað hvort les ég heima eða ekki. - Og ég ætla að taka það fram, að B3 HEF ALDREI MÆTT Ó- UNDIRBÚIN Á BÆJAR- STJÓRNARFUND, ALDREI. Ég tel ummæli sem ,,Moli“ viðhafði mann- orðsmeiðandi því sá bæj- arfulltrúi sem ekki undir- býr sig fyrir fundi á ekkert erindi í bæjarstjórn. Ef til vill finnst einhverj- um að of djúpt sé í árinni tekið, en ég spyr:Hvernig þætti þér, lesandi góður, að sjá í næsta tölublaði svipuð umm æli um þig og þína vinnu? Þessu þarf að sjálfsögðu ekki að svara. Það er eðlilegt að menn hafi mismunandi skoðanir en skrifum um að ég leggi mig ekki fram við að sinna þessu starfi, vísa ég til föðurhúsanna og tel að þau muni vart verða til þess að auka tiltrú manna til blaðsins. Prentvillupúkinn að skemmta sér - misskilningur Hvað' varðar ummæli Mola um ósjálfstæði mitt, þá held ég að hér hafi prentvillupúkinn verið að skemmta sér, með því að bætaÓ fyrir framan sjálf- stæði b æjarfulltrúinn. Annars ber að líta á þessi skrif sem misskilning, því Moli hefur áður skýrt frá því að ég hafi verið sæmd heitinu bókunardrottning (bæjarstjóri er bókunar- kóngur). Það getur á engan hátt farið saman að bóka oft og mikið og lesa ekki heima. I þessu felst þverstæða sem varla getur verið ætlun Mola. Neitað um dagskrá bæjarráðs Misskilningurinn virðist vera til kominn vegna þess, að ég óskaði eftir að fá send heim degi fyrir fund, dagskrá bæjarráðs ásamt fylgiskjölum.Ætlun mín var að fá tækifæri til þess að undirbúa migfyrir b æjarráðsfundi (þessi hátur hefur verið viðhafð- ur sl. 4 ár á Akranesi og gefist vel). Þessari ósk var hafnað. Ég vildi ekki gefast upp og flutti aðra tillögu, þar sem óskað var eftir að b æj ar r á ð s m e n n fái afhenta dagskrá ásamt fylgiskjölum sem fjallað verður um hverju sinni í bæjarráði. Þessu var líka hafnað. Ég spyr: Finnst bæjar búum það verjandi að neita fulltrúa í bæjarráði um að fá í hendur málsskjöl þau er taka á ákvörðun um hverju sinni? Fljótfærnislegar ákvarðanir geta kostað bæjarbúa stórfé Drífa Sigfúsdóttir Bæjarráð hefur með höndum daglegan rekstur bæjarins og mun láta nærri að á þessu ári fari um hendur bæjarráðsfull- trúa ym 253 milljónir króna. Það hlýtur að vera krafa bæjarbúa að vönduð vinnubrögð séu viðhöfð, því fljótf ærnislegar á- kvarðanir geta kostað þá stórfé. Stundum hef ég talið rétt að skoða mál betur en h ægt er á b æjarráðsfundi. Þá hef ég gert fyrirvara og greitt atkvæði þegar málið fær endanlega af- greiðslu í bæjarstjórn. Þetta kalla ég skynsemi en aðrir geta kallað það ósjálfst æði. Að lokum Eitt er þó gott við þessa grein Mola. Það er að höf- undur kann því illa að þeir sem kosnir eru til ábyrgð- arstarfa mæti óundirbún- ir á fundi.Og þar erum við loks sammála. Því vonast ég til að höfundur veki rækilega athygli á máli þessu, ef það má verða til þess að flýta fyrir því að bæjarráðsmönnum gefist kostur á að undirbúa sig fyrir fundi bæjarráðs. Drífa Sigfúsdóttir, bæjarfulltrúi Úr og skartgripir - Hafnargötu 49 - Keflavík - Simi 1557 KEFLVÍKINGAR SUÐURNESJAMENN! Sölusýning á AEG-vörum 12. og 13. desember. P.S. Það eru ekki bara gæðin, sem koma þér á óvart, það er líka verðið.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.