Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.1986, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 11.12.1986, Blaðsíða 23
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 22. desember 1986 23 t Kristmundur Baldursson F. 6. september 1946 D. 4. desember 1986 Okkur brá samstarfsmönn- um Kristmundar Baldursson- ar, þegar okkur barst sú sorg- arfrétt, að hann hafði orðið bráðkvaddur í Kaupmanna- höfn. Við kvöddum hann kvöldið áður, þegar hann var að leggja í sína hinstu för hér, kátan og hressan að vanda, ásamt starfsfélögum sínum. Þeir voru að fara í kynnisferð á vegum Flugleiða til að bæta og samræma störf félagsins. Ekki datt mér í hug þegar ég var að glettast við þá, við borðið þar sem þeir biðu brottfarar, að hér væri ég að kveðja Krissa vin minn hinsta sinni hér á jörð. Kristmundur var stakt ljúfmenni, við höfðum oft all náið samstarf og þar bar aldrei eitt styggðaryrði á milli, nema síður væri. Hann átti mörg áhugamál, hann hafði flugmannspróf og ég naut þeirrar ánægju að kenna honum undirstöðu í sigl- ingafræði, sem þar er krafist, en ég kenndi nokkur ár í flugskóla hér í Njarðvík og ég veit, að hann bar traust til mín. Síðar varð hann einn af eig- endum Suðurflugs. Við erum margir landfarnir sem höfum áhuga á bátum, og ég man hvað hann var ánægð- ur þegar hann eignaðist bát. Hann bauð mér að koma með einhvern tíma, en þrátt fyrir áhuga minn á bátum, komst það ekki í framkvæmd hjá mér, því miður. Kristmundur var hraust- menni, enda þéttur á velli og skapið eftir því. Hann stund- aði lyftingar í mörg ár og hafði auðheyrilega mikla ánægju af, þó ég sé nú alltaf hræddur um að menn ofbjóði líkama sínum með þessu. Þessir kraftamenn eru þó í afburða þjálfun og þekkja mátt sinn og takmörk. Þessi þétti og sterki maður hafði mikinn áhuga á dansi, og fáir hefðu trúað hvað hann var léttur og snöggur þar. Besta dæmið um það fékk ég eitt sinn þegar ég var að greiða trygg- ingar í Brunabót íKeflavík. Þar eru stórir gluggar og gott útsýni. Þá sé ég hvar Krist- mundur kemur akandi á eðli- legum hraða og samtímis sjáum við lítið barn hlaupa út á götuna fyrir aftan bíl foreldra sinna, en annar bíll var þétt fyrir aftan, vegna þessa sá ég þetta betur en Kristmundur, mamman var við hlið mína í Brunabót, pabbi átti að passa. Ég hef sjaldan séð sneggri við- brögð en hjá Krissa. Allt í senn, billinn bókstaflega negldist fastur, hurðin upp og Krissi út eins og fjöður og fram fyrir bílinn, að barninu langt á undan föðurnum, sem var að passa það, allt á sekúndum. Foreldrar þessa barns eiga að mínum dómi skuld að gjalda og þakklæti fyrir að hér var ekki á ferð einn af þessum glönnum sem aka Hafnargöt- una á hundrað og þar yfir. Mér er engin launung, að ég táraðist af gleði þegar ég sá að snögg viðbrögð vinar míns björguðu þessu barni. Nú sakna ég þessa vinar og veit að það gera fleiri. Krissi minn, ég sendi ástvinum þínum okkar innilegustu kveðjur og það er von mín að minningin um góðan dreng styrki þau á þessari örlaga- stund og tíminn og minningin græði sorg þeirra. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Kristbergur Guðjónsson t Ungur kvaddi Kristmundur þennan heim, eða liðlega 40 ára gamall, en hafði þá starfað á meðal félaga sinna á Kefla- víkurflugvelli yfir 20 ár, lið- lega helming æfi sinnar. Hann hófstörfhjá Loftleið- um hf. við afgreiðslu flugvéla 29. september 1965, og varð síðan verkstjóri hjá Flugleið- um hf. árið 1978 og var í því starfi staddur á erlendri grund er hann var svo skyndilega burt kallaður. Ævistarf hans snerist því mest allt um flug og afgreiðslu flugvéla, og fórst honum það vel úr hendi. Hann hafði góð samskipti við sína menn svo og aðra starfsmenn og var virtur fyrir. Kristmundur var hreysti- menni mikið, hafði á árum áður stjórn á ólátaseggjum á í veitingahúsum þegar þess þurfti með og stundaði lyfting- ar, og í mínum augum var hann enn sama hraustmennið er kallið kom, og því allt svo óraunverulegt að manni finnst. Um leið og ég og aðrir sam- starfsmenn kveðjum þennan félaga okkar og góðan dreng, þökkum honum gott, fórnfúst og vinátturíkt samstarf, vottum við eiginkonu hans, börnum og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúþ. Jón Oskarsson NÝ HUGMYND AÐ JÓLAGJÖF - handa honum - handa henni GJAFAKORT á snerti-linsur eða gieraugu TOM CRUICE DON JOHNSON Hin heimsþekktu RAY BAN sól- gleraugu - er gjöf sem gleður. GL€RflUGNflV6RSLUN KSFLflVÍRUR HAFNARGÖTU 17 - SÍMI 3811 Panasonic VhS VIDEOTÆKI VERÐ FRA KR. 37.850 stgr.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.