Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 01.10.1987, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 01.10.1987, Blaðsíða 3
mm juiUt NVSV: „Umhverfiö okkar“ Náttúruskoðunarferð um Suðurnesin Laugardaginn 3ja október stendur Náttúruverndarfélag Suðvesturlands fyrir ökuferð til kynningar á náttúru Suður- nesja. Farið verður frá Nor- ræna húsinu í Reykjavík kl. 9:00; frá Náttúrugripasafninu, Hverfisgötu 116 (gegnt lög- reglustöðinni) kl. 9:10; frá Sjó- minjasafni Islands í Hafnar- firði kl. 9:20; frá Stóru-Voga- skóla í Vogum kl. 10:00; frá Bláa lóninu kl. 11:30 og frá Grunnskóla Njarðvíkur kl. 15:30. Aætlað er að koma aftur til Reykjavíkur kl. 19:00. Stansað verður á nokkrum stöðum til náttúruskoðunar, að öðru leyti fer fræðslan fram í bílnum. Fargjald verður 600 krónur, einnig er gefrnn kostur á viðvist hluta úr degi og greið- ast þá 300 kr., frítt er fyrir börn ef þau eru í fylgd með fullorðn- um. I ferðinni gefst einstakt tæki- færi til að njóta góðrar fræðslu um jarðfræði og lífríki Suður- nesja. M.a. verða eldstöðvar skoðaðar, farið verður í fjöru, hugað verður að hvernig gróð- urinn býr sig undir veturinn og litið verður eftir fuglum svo eitthvað sé nefnt. Margt kemur þátttakendum áreiðanlega á óvart. Leiðsögumenn verða: Hauk- ur Jóhannesson, jarðfræðing- ur, Eyþór Einarsson, grasa- fræðingur og Þorvaldur Örn Arnason, líffræðingur. Nánari upplýsingar veita fulltrúar félagsins, þau: Ás- björn Eggertsson, Höfnum, s. 92-16902; Edda Karlsdóttir, Garði, s. 92-27123; Guðleifur Sigurjónsson, Keflavík, s. 92- 11769; Halldóra Thorlacius, Sandgerði, s. 92-37561; Hauk- ur Guðjónsson, Grindavík, s. 92-68200; Helga Óskarsdóttir, Njarðvík, s. 92-16043; Sesselja Guðmundsdóttir, Vogum, s. 92-46686. Fimmtudagur 1. október 1987 3 Skúli Skúlason, formaður körfuknattleiksdeildar ÍBK, undirritar samninginn á Glóðinni á þriðju- daginn. Honum á hægri hönd situr Árni Þór Árnason, forstjóri Austurbakka, og við hlið hans Stefán Kristjánsson í Körfuknattleiksráði ÍBK. Ljósm.: bb. ÍBK ÁFRAM í NIKE Körfuknattleiksdcild ÍBK hefur gert nýjan auglýsinga- samning við fyrirtækið Austur- bakka í Reykjavík og er hann til tveggja ára. Keflvíkingar niunu leika í búningum frá handaríska fyrirtækinu Nike og leggur Austurbakki liðinu til keppnis- búnað. Skúli Skúlason, formaður körfuknattleiksdeildar IBK, sagðist vera ákallega ánægður með samninginn, sem væri hagstæður. „Við fáum ekki beinharða peningam en allur sá búnaður sem liðinu er lagður til er hægt að meta til fjár og það má segja að hægt sé að finna tölu nálægt 400 þús- und um verðmæti samnings- ins“. Ákvæði er í samningnum um bónus ef liðinu gengur vel í bikarkeppninni eða Islands- mótinu. Kvenfólkið er líka inni í myndinni og stendur þeim til boða afsláttur af vör- um hjá Nike-umboðinu. samsuhg S.TÚNVÖRPI JM 19.900,- 33.950,- • 14 • 12 rásir • Hlífðargler • Monitor útlit • Útgangur fyrir heyrnartól • Svart m • 20‘ • 46 rásir • 16 stöðva minni • Sjálfleitari • Þráðlaus fjarstýring • Hlifðargler • Útgangur fyrir heyrnartól • Monitor útlit • Svart WJAPIS hf. í Keflavík 25.900.- 16” 16 rásir 16 stöðva minni Þráðlaus fjarstýring Sjálfleitari Útgangur fyrir heyrnartól Svart Hafnargötu 38 - Keflavik - Sími 13883

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.