Víkurfréttir - 01.10.1987, Side 6
6 Fimmtudagur 1. október 1987
mun
jútUv
Þeir Þorsteinn Ólafur Húnfjörð og Róbert Heiðar Georgs-
son héldu hlutaveltu fyrir skömmu og létu ágóðann, kr. 400,
renna til Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Ljósm.: pket.
JARÐVINNA
Steinsögun - Gröfur
Loftpressur - Sprengingar
NYTT
símanúmer
16155
SIGURJÓN MATTHÍASSON
Háseylu 13 - Innri-Njarövík
POTTÞÉTT
PÚSTKERFI
Við höfum á lager, setjum
undir og smíðum
pústkerfi í allar
gerðir bifreióa.
Pústþjónusta
Biarkars1
Grófin 7 - Keflavík - Sími 13003
Allt á sama stað!
á nýja og gamla bílinn.
Ryðvörn - Bryngljái - Sílsalistar
Grjótgríndur - Mottur - Aurhlífar
Munið eftir endurryðvörninni.
BÓN - ÞVOTTUR - ÞRIF
Djúphreinsun á sætum og teppum.
Brekkustígur 38 - Njarðvík
Sími 14299
orðvar
BETUR SJÁ AUGU
EN AUGA . . .
Fólk, sem komið er vel yfir
miðjan aldur, man vel þá tíð,
þegar það varð að borða
möglunarlaust þann mat sem
því var skammtaður, hverja
einustu tuttlu. Það gekk guð-
lasti næst að leifa mat eða
skemma hann. Dauðadómur
hefði þótt sjálfsögð refsing,
þeim sem gerst hefði sekur
um að fleygja matvælum að
ásettu ráði. A mörgum heim-
ilum vissu foreldrar ekki að
kvötdi, hvað eða hvort fjöl-
skyldan fengi að borða dag-
inn eftir. En nú er öldin önn-
ur, sem betur fer. í allt sum-
ar hafa borist furðufréttir af
öskuhaugum landsins.
Hundruðum tonna af Ijúf-
fengu dilkakjöti hefur verið
ekið þangað og brennt, nýtt
grænmeti og unghænur í þús-
undataii hafa gjarnan fylgt
með. Síðast fréttist af
ómörkuðum sumariömbum,
sem ekki þótti taka að reka i
sláturhús. Þau voru skotin og
dysjuð. Hörmulegar fréttir
það. Snemma t haust var svo
sjónvarpsviðtal við tvo dapra
og niðurlúta bændur. Annar
var kúabóndi, en kýrnar hans
mjólkuðu svo vel, að hann
varð að hella mjólkinni niður.
Hinn var garðyrkjubóndi,
sem sá fram á metkartöflu-
uppskeru eftir sumarið. Víst
voru þessi tíðindi í senn
ánægjuleg og sorgleg. Þó þau
rugli ekki atvinnuháttum
Suðurnesjamanna er okkur
málið skylt, sem og öðrum
landsmönnum. Flestir sem
nenna að hugsa um þessa
stefnu eiga bágt með að sætta
sig við hana möglunarlaust.
Okkur brygði illa við ef
frystihúsaeigendum væri gert
að sturta fullunnum fiskaf-
urðum í sjóinn í lok hvers
vinnsludags. Eða ef TréX og
Rammi hefðu hurða- og
gluggabrennu á hverju
kvöldi.
Allir vita að bóndinn er og
verður einn mikilvægasti
hornsteinn þjóðfélagsins.
Hefur virkilega ailt verið
reynt til að bjarga iandbún-
aðinum á íslandi? Hvað gera
aðrar þjóðir undir svipuðum
kringumstæðum? Vogun
vinnur, vogun tapar. Ríkið
hefur lagt milijarða undir í
Kröfluævintýrum út um allt.
Saltverksmiðja hér, þörunga-
vinnsla og steinullarverk-
smiðja þar o.s.frv.
Oft var þörf en nú er nauð-
syn. Argentínumenn fram-
leiða 300 sinnum meira
nautakjöt eri þeir sjálfir geta
torgað. En þeir selja niður-
soðið nautakjöt út um allan
heim með góðum hagnaði.
Hollendingar framieiða vel
seljanlegan Genever úr kart-
öflunum, sem þeir komast
ekki yfir að éta. Vínframleið-
andinn Baileys á írlandi
bjargaði kúabændum þar í
landi, þegar þeir hófu fram-
leiðslu á rjómalíkjör. Vanda-
laust væri að framleiða hér 5-
10 tegundir áfengis^úr land-
búnaðarafurðum. Á.T.V.R.
hefur einkasölu á áfengi og
gæti hæglega selt íslenska
framleiðslu eingöngu. Menn
verða jafn vitlausir af 10 teg-
undum eins og 100. Þegarsvo
að því kemur að hella þurfi
niður áfengi á íslandi má fara
að endurskoða landbúnaðar-
stefnuna. Hér er of mikið í
húfi til að gefast upp svona
baráttulaust. Það hljóta að
vera til ráð út úr ógöngunum,
þó við höfum ekki fundið þau
ennþá.
Betur sjá augu en auga.
Ekki sakaði að setja á stofn
hugmvndabanka um lausn
vandans áður en ástandið
verður þannig, að maður
þurfi að þekkja mann sem
þckkir mann, sem getur út-
vegað eitt lambalæri í sunnu-
dagsmatinn.
Keflavíkurkirkja
Fimmtudagur 1. okt.
Frasðslufundur héraðsnefndar i
Kirkjulundi kl. 20.
Laugardagur 3. okt.:
Jarðarför Bjarna Össurarsonar,
Norðurtúni 2, Keflavik, kl. 14.
Sunnudagur 4. okt.
Sunnudagaskóli kl. 11 i umsjá
Ragnars og Málfríðar. Munið
skólabílinn sem fer um bæinn
og verið með frá upphafi.
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14.
Væntanleg fermingarbörn, f.
1974, eru beðin um að sækja
guðsþjónustuna ásamt foreldr-
um sínum.
Sóknarprestur
Leiðrétting
Eitt lítið og saklaust 0 gerði
okkur lífið leitt í síðasta tölu-
blaði með því að láta sig vanta
í myndtexta er rætt var um
snyrtilega lóð að Baðsvöllum
20 í Grindavík, en kom hins
vegar fram í greininni. Leið-
réttist þetta hér með.
Getraunir
„Ég var á Wembley í vor og sá mína menn í Arsenal sigra
Liverpool 2:1 í deildarbikarnum. Það ver alveg meiri háttar
og maður væri svo sannarlega til í að fara aftur og sjá svona
stórleik, tala nú ekki um á þessum leikvangi", sagði Jón
Halldórsson, starfsmaður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur
og þjálfari kvennaliðs ÍBK í knattspyrnu sl. 2 ár.
„Arsenal er framtíðarlið með mikið af ungum strákum.
Þó liðið hafi byrjað illa hefur það sótt í sig veðrið að undan-
förnu. Það mun halda sigurgöngunni áfram um helgina og
vinna Charlton 2:0. Éger viss um það að fallbyssustrákarnir
eiga eftir að gera það gott“ sagði Jón.
Heildarspá Jóns:
Charlton - Arsenal ....... 2
Chelsea - Newcastle...... 1
Coventry - Watford ....... 1
Liverpool - Portsmouth ... 1
Luton - Man. Utd.......... X
Oxford - Norwich ......... 1
South'pton - Everton ..... 2
Tottenham - Sheff. Wed. .. 1
West Ham - Derby ......... 1
Wimbledon - Q.P.R....... X
Blackburn - Leeds ........ 2
Ipswich - Barnsley ....... 1
Sævar fékk 8 rétta
Sævar Júlíusson, spekingur frá síðustu viku tókst heldur
betur vel til. Hann fékk 8 rétta og er þar með orðinn lang-
efstur, því næstu menn þeir Indriði Jóh. og Þorsteinn
Bjarna fengu 4 rétta. Siggi Kristjáns Leicester-aðdáandi
(ekki Derby eins og sagt var) vermir botninn með 3 rétta.
Hvað um það, slökkviliðsmaðurinn Sævar segist strax vera
farinn að sjá fyrir sér Wembley, ekki bara með honum inn-
anborðs, heldur Chelsea líka. Það var draumurinn sko,...
og hann er eiginlega búinn að „hálf-rætast“ . . .