Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 01.10.1987, Qupperneq 7

Víkurfréttir - 01.10.1987, Qupperneq 7
 „Sigga . . . ertu viss um . . . að þetta sé staðurinn, sem mamma þín sagði að væri þakin berjum . . . “? Ljósm.: bb. Fimmtudagur 1. október 1987 7 SPORTBÚÐ ÓSKARS VIÐ VATNSNESTORG - SÍMI 14922 Landshöfnin: Keflavík- urhöfn tengd Bakkastíg Fyrir stuttu óskaði stjórn Landshafnar Keflavíkur og Njarðvíkur eftir fundi með bæjarstjórnum Keflavíkur og Njarðvíkur vegna nýs vegar er tengja myndi saman Kefla- víkur- og Njarðvíkurhafnir. Að sögn Péturs Jóhannsson- ar, hafnarstjóra, er þess vænst að viðræður þessar hefjist nú næstu daga. Umræddur vegur verður lagður í fjöruborðinu frá vest- urbryggjunni svonefndu í Keflavíkurhöfn meðfram Saltsöluhúsinu. Þá kemur vegurinn upp úr fjörunni móts við Fiskiðjuna og tengj- ast þar Bakkastíg í Njarðvík. Með tilkomu þessa vegar myndu allir fiskflutningar og þungaflutningar milli hafn- anna færast af Hafnargötu og Víknavegi yfir á hinn nýja tengiveg milli hafnanna. Fyrstu síld- veiðibát- arnir að gera sig klára Senn fer að líða að því að haustsíldveiðar hefjist. Er vit- að um einn Suðurnesjabát sem verið er að gera kláran til þessara veiða. Umræddur bátur er Sigurborg AK. Bátur þessi, sem er í eigu Sigurborgar h.f. Keflavík, hefur verið gerður út nú í rúmt ár frá Norðurlandi, en fer nú á síldveiðar undir skip- stjórn Odds Sæmundssonar og er áætlað að hann veiði bæði sinn kvóta og kvóta ms. Stafness KE. EINKAREIKNINGUR Einkareikningur er bankareikningur ætlaður einstaklingum, 16 ára og eldri. Hann leysir hefðbundna tékkareikninginn af hólmi með markverðum nýjungum, sem eru fyrstu skrefin inn í bankaþjónustu framtíðarinnar. - Verið með frá byrjun. 30 Einkareikningseigendur geta á fáeinum mánuðum öðlast rétt til 30 þúsund króna yfirdráttarheimildar. 150 Einkareikningseigendur geta fengið lán. Lánið er i formi skulda- bréfs til allt að 24 mánaða að upphæð 150 þúsund krónur. +% Dagleg innistæða ber miklu hærri vexti en áður hafa þekkst á tékkareikningum, nú 16%. Landsbanki íslands Banki allra Suðurnesjamanna Keflavikurflugvelli - Sandgerði - Grindavik

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.