Víkurfréttir - 01.10.1987, Page 16
Lesendasíðan
16 Fimmtudagur 1. október 1987
Eru hraðahindranir
Að undanfömu hef ég
fylgst með óvenjulegri um-
ræðu um hraðahindranir eða
hraðahindrunaræði eins og
sumir vilja nefna það. Bæði
þeir sem mæla með og á móti
hafa nokkuð til síns máls en
þó finnst mér vanta á að tekin
sé raunveruleg afstaða til
málsins af einhverri skyn-
semi.
Því vil ég skora á aðila, sem
ráða einhverju, að gerð verði
úttekt á þessum málum.
Astæðan fyrir beiðni minni er
m.a. sú sjón sem ég hef séð nú
að undanfömu eftir að hraða-
hindrun var sett upp á Aðal-
götu við Langholt.
Þar virkar þetta þannig að
bílar koma á mikilli ferð niður
Aðalgötu, snarhægja á sérvið
hindrunina, en gefa síðan á
fullu í þegar framhjólið er
kornið yfir. Þegar viðkom-
andi er kominn niður fyrir
Heiðarbrún eru flestir komn-
ir á sömu hraðakeyrslu og
áður. Því er spurning hvort
hindrunin gerir það gagn sem
hún átti að gera eða virkar
lausnin?
aðeins sem góð gangbraut yfir
götuna.
Þetta sjónarmið mættu
margir skoða áður en þeir
hlaupa upp og skrifa í blöðin
einhverja vitleysu. Málið er
ekki það einfalt að nægjanlegt
sé að „drita niður“ hraða-
hindrunum eins og einhver
orðaði það, eitthvað meira
verður að koma til. Helst virð-
ist það vera lækkun hámarks-
hraða eða hertar lögregluað-
gerðir.
Nonni
Virkar nýja hraðahindrunin á Aðalgötu ekki eins
og til var ætlast?
Hraðahindrun á
Heiðarbrautina
Lesendur góðir eitt orð í
eyra.
Eg er móðir sem bý við
Heiðarbrautina og það er mér
mikið áhyggjuefni þegar
bömin eru úti, annað hvort að
lcik eða á leiðinni úr eða í
skólabílinn. Astæðan er súað
bömin þurfa að fara yfir
Heiðarbrautina. Égervissum
að það eru fleiri foreldrar á
sama máli og ég, að bílhrað-
inn hér við götuna sé ntjög
mikill.
Sé ég ekki að það sé lausn
að lækka hámarkshraðann,
því nú þegar em ekki margir
sem virða lögleyfðan hraða.
Hvað þá hraðahindranir á
hjólum eða að hafa göturnar
holóttar.
Nei, þó svo einhverjum
finnist þetta spaugilegt eða
eitthvert æði, að óska eftir
hindrunum til þess að reyna
að tryggja líf og limi barn-
anna.
Ég sé ekkert athugavert við
svona hindranir í þetta stór-
um bæ. Það er enginn að tala
um að drita þessu niður um
allt, heldur einungis í íbúðar-
hverfin, þar sem umferðin er
bæði mikil og hröð.
Vil ég með þessum fáu orð-
um skora á bæjaryfirvöld að
afsaka sig ekki með peninga-
leysi í bæjarsjóði. Ein hraða-
hindrun kostarvarla meiraen
50-60 þúsund krónur og ég
bendi hér með á að þeir sem
borga sama og ekkert útsvar,
en lifa áberandi góðu lífi, slái
nú saman í hraðahindmn.
Móðir
Þakklæti
Sendi þakklæti til kvenn-
anna í fararstjórn Suður-
nesjahópsins fyrir frábæra
umönnun og hjálpsemi í
Búlgaríuferð aldraðra.
Einn af ferðafélögunum
Þakkir til Ásdísar
Ég vil taka undir með Ás-
dísi Gunnarsdóttur og jafn-
framt þakka henni skrifin í
síðasta blaði Víkur-frétta. Ég
er ein af þeim foreldrum sem
skrifuðum á undirskriftar-
lista og óskuðum eftir hraða-
hindrun eða annarri merk-
ingu við dagheimilið Tjarn-
arsel.
Svar umferðarráðs las ég
ekki með bros á vör og get
fullyrt að það gerði ekkert af
þessum tæplega 100 foreldr-
um, sem settu nöfn sín á list-
ann.
Við teljum okkur ekki
haldin „hraðahindrunar-
æði“. Við erum áhyggjufull
út af 130 börnum sem ganga
þarna út og inn tvisvar sinn-
um á dag og viljum þau öll
heil heirn.
Er ekki heillaráð að byrgja
brunninn áður en barnið er
dottið ofan í hann?
Með kveðju.
Sólveig Pétursdóttir
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginmannsmíns, föður, tengda-
föður, afa og langafa,
SÖLVA ÓLAFSSONAR
fyrrverandi kaupmanns,
Hringbraut 99, Keflavík.
Sérstakar þakkirtil starfsfólksog læknaádeild 11 G
og gjörgæsludeild Landspítalans.
Sigriður Þorgrímsdóttir
Þuriður Söivadóttir Bergsveinn Alfonsson
Sigriður Gunnarsdóttir Rúnar Þórmundsson
Linda Björk Bergsveinsdóttir Matthias Matthíasson
Sölvi Þór Bergsveinsson, Bergsveinn Alfons Rúnarsson
Bílastæði skattlausa mannsins við Háaleiti.
Grasið er ekki
bílastæði
Það er mikill ljóður þegar
menn leggja bílum á hin og
þessi svæði sem bæjarfélögin
hafa ræktað gras á öðrum til
yndisauka. Þannig er t.d.
ástatt við hús eitt sem tilheyr-
ir Háaleiti. Þar nota íbúarnir
grasgeirann milli Háaleiti og
Flugvallavegar sem bílastæði.
Ekki bætir úr skák að sá
sem þarna á í hlut er einn
þeirra manna, sem átti nafn
sitt á margumræddum skatta-
lista Víkurfrétta og borgar
því ekki mikið til bæjarfélags-
ins. Þó hann geri það ekki
þarf hann ekki að skemma
fyrir okkur sem borgum.
Auglýsinga-
blað „skatta-
kónga“?
I síðustu viku hljóp af
stokkunum nýtt auglýsinga-
blað sem nefnist „Oli póst-
ur“.
Þar sem útgefandi virðist
ekki þora að kannast við
krógann, var í síðustu Mol-
um Víkur-frétta ýjað að því
að hann væri einn af þeim
sem voru á „skatta-listan-
um“ fræga sem Víkur-fréttir
birtu á dögunum, og væri
þarna að hefna harma sinna
og reyna að spilla þannig
fyrir Víkur-fréttum á auglýs-
ingamarkaðnum, sem ég
vona svo sannarlega að mis-
takist.
Eftir útkomu 2. tbl. „Óla
pósts“ í fyrradag er ég sann-
færður um að Molar hafa
haft rétt fyrir sér, því ég sé
ekki betur en að á 2. síðu í
umræddum snepli sé heilsíða
frá öðrum aðila sem einmitt
var á umræddum „skatta“-
lista, sem staðfestir grun
Víkur-frétta.
Nú bíð ég eftir að fleiri
„skattakóngar“ sjái sóma
sinn og auglýsi í næstu blöð-
um „Óla pósts“.
Skattborgari
Lesendasiðan er
öllum opin.
Leggið orð í belg.
Skattgreiðandi
ÞAKKIR TIL SJÓMANNA OG
VÉLSTJÓRAFÉLAGS GRINDA VÍKUR
Innilegustu þakkir sendum við til Sjómanna- og vél-
stjórafélags Grindavikur fyrir kvöldverðarboð og
ánægjulega kvöldstund í Búlgariu.
ELDFtl BORGARAR, SUÐURNESJUM
ATVINNA
Starfsfólk vantar í eftirtalin störf:
• Snyrtingu og pökkun.
• Á flökunarvélar.
• Aðstoðarstörf í sal.
• Á frystitæki.
Bónuskerfi. - Ferðir í og úr vinnu.
Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 11104 og á
kvöldin í síma 14274.
Hraðfrystihús Keflavíkur hf.