Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 01.10.1987, Qupperneq 17

Víkurfréttir - 01.10.1987, Qupperneq 17
\iiKun juíUt Fimmtudagur 1. október 1987 17 Heimir með Víðismenn Heimir Karlsson hefur verið ráðinn sem knatt- spyrnuþjálfari til Víðis í Garði og er samningurinn til eins árs. Heimir hefur undanfarin tvö ár þjálfað ÍR og náð góðum árangri. Þegar Heimir tók við voru ÍR-ingar í 3. deild og náðu að komast upp í 2. deild undir stjórn Heimis og í sumar átti iiðið um tíma ágæta mögulcika á sæti í 1. deild. Auk þess að vera liðtæk- ur þjálfari er Heimir góður knattspymumaður og hann var einn af markahæstu mönnum í 2. deildinni í sumar. Hann ætti því að vera góður styrkur fyrir Garðmenn sem ætla að leggja allt kapp á að vinna sæti sitt í 1. deild að nýju. Ólafur f 16 ára liðinu gegn Svíum Olafur Pétursson, mark- vörður 3. flokks ÍBK í knattspyrnu, var í ungl- ingalandsliði Islands 16 ára og yngri sem lék gegn Svíum í gær. Olafur hefur staðið sig ákaflega vel í leikjum ÍBK í sumar og hann átti stóran þátt í að IBK komst í úrslit í bikarkeppninni, en þar tapaði Iiðið naumlega fyrir fram í Njarðvík. UMFN stend- ur bestaðvígi Njarðvíkingar standa best að vígi í Reykjanesmótinu í körfubolta. Nú er búið að leika tvær umferðir og hafa Njarðvíkingar sigrað í báðum sínum leikjum og þar á meðal Keflvíkinga, sem þeir unni naumlega 80:78. Mótið fer fram í Hafnar- firði og lýkur um helgina. Urslit leikjanna í tveim fyrstu umferðunum urðu þessi: UMFN - ÍBK ... 80:78 UMFG - UBK .. 72:62 Haukar - ÍBK ... 61:67 UMFN - UBK .. 84:44 REYNIR OG GRINDAVÍK HIRTU ALLA TITLANA Suðurnesjamótinu í knatt- spyrnu í 5. og 6. aldursflokki lauk seinni hluta ágústmánað- ar. Mótið hófst í júní í Sand- gerði og þá léku liðin eina um- ferð. I júlí var síðan leikið í Njarðvík, í ágústbyrjun í Grindavík og síðasta umferð leikin í Garðinum 23. ágúst. Flest liðin sendu A- og B-lið í keppnina sem fór vel fram og var gott innlegg í þjálfun og undirbúning yngri knatt- spyrnumannanna til stærri og meiri átaka. Úrslit urðu þau að í 5. fl. A sigruðu Grindvíkingar, þeir fengu 20 stig í 12 leikjum. Reynir, Sandgerði, var með jafnmörg stig en lakara markahlutfall og höfnuðu því í öðru sæti. Grindvíkingar sigruðu líka í 5. flokki B, en Reynir sigraði í 6. flokki bæði í A- og B-flokki. Lokastaðan í flokkunum varð þessi: 5. flokkur A-lið: Grindavík 12 10 0 2 73:10 20 Reynir .... 12 10 0 2 46:5 20 Víðir i..... 12 4 0 8 20:44 8 Njarðvík .. 12 0 0 12 4:84 0 5. flokkur B-lið: Grindavik 8 6 0 2 28:14 12 Njarðvík .. 8 51 221:1111 Reynir .... 8 0 1 7 5:29 1 6. flokkur A-lið: Reynir .... 12 10 1 1 45:2 21 Grindavík 12 8 1 3 49:8 17 Víðir ....... 12 4 0 8 14:43 8 Njarðvík .. 12 10 11 6:47 2 6. flokkur B-lið: Reynir .... 12 12 0 0 47:2 24 Grindavík 12 8 0 4 29:8 16 Víðir ....... 12 3 0 9 10:43 6 Njarðvík . 12 10 11 5:38 2 Suðurnesjameistarar í 5. flokki, Grindavík B-lið UMFG í 5. flokki sigraði í B-liðs keppninni ATVINNA Réttur maður í gott starf Óskum eftir aö ráða mann í málningar- deild okkar. Góð laun fyrir réttan mann. Æskilegt að viðkomandi hafi einhverja reynslu í meðhöndlun málningar og tengdum vörum. Nánari upplýsingar gefa verslunarstjórar á staðnum, ekki í síma. ^ KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Járn & Skip Starfsmann vantar til starfa í Sorpeyðingarstöð Suður- nesja sem fyrst. Starfið er fólgið í umsjón, eftirliti, þrifum og sorpbrennslu í stöðinni. Skriflegum umsóknum sé skilað til Sorp- eyðingarstöðvar Suðurnesja, Vesturbraut 10a, Keflavík, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur rennur út 10. okt. n.k. Nánari upplýsingar um starfið gefur undir- ritaður í Sorpeyðingarstöðinni við Hafna- veg, og í síma 110883. Stöðvarstjóri Bifreiðastjóri Óskum að ráða bifreiðastjóra á sendibíl. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Sími 11500 Vélstjóri óskast Vélstjóra vantar á m/b Vonina II., sem er á netaveiðum. Uppl. í síma V-985-21336, H-13447 og 27353. Stýrimaður Beitingafólk Stýrimann og beitingafólk vantar á Ólaf GK-33. Upplýsingar í símum 68268 og 68566. FISKANES Grindavík

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.