Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 01.10.1987, Síða 20

Víkurfréttir - 01.10.1987, Síða 20
mun | Fimmludagur 1. október 1987 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 14, II. hæð. - Sími 14717. KEFLAVÍK: Ný þúsund númera slm- stöð tekin í notkun Um síðustu helgi var tekin í notkun ný viðbót við símkerfi Keflvíkinga. Er um að ræða nýja þúsund símnúmera stafræna stöð. Að sögn Björgvins Lúth- erssonar, símstöðvarstjóra, hefur þegar verið úthlutað nokkrum númerum í hinni nýju stöð. En á næstunni mun hluti af stærstu viðskiptavin- unum í gömlu stöðinni verða fluttir yfir í hina nýju stöð. Léttist þá um leið á þeim númerum sem fyrir eru í gömlu stöðinni. „Er þetta einn af þeim þátt- um í að bæta þjónustuna við viðskiptavini á Suðurnesjum og vonast ég til þess að það hafi þann árangur að fólk finni það,“ sagði Björgvin. Ennfremur sagði hann: „Fyrir um mánuði síðan var stór hluti af öllum símalínum til Reykjavíkur og út á land fluttar inn í örtölvukerfi sem bætir þjónustuna og við- skiptavinirnir hljóta að finna það, hvað öll sambönd eru hreinni, nema ef hringt er í ör- fáar stöðvar á landsbyggðinni sem bjóða ekki upp á þetta ennþá. Asamt þessu og öllu öðru, sem stofnunin hefur gert, vonast ég til að viðskiptavin- irnir á Suðurnesjum finni það að þeir eru ekki afskiptir í hinni öru þróun í tölvutækni, ásamt þeirri þjónustu sem væntanleg er til bóta á næsta ári þ.e. hin persónulegu sam- skipti við viðskiptavinina,“ sagði Björgvin að lokum og átti þar við hið nýja pósthús Keflvíkinga og Njarðvíkinga sem taka á í notkun á næsta ári. „Gúmmí“-malbik á Reykjanesbraut Vegagerðin er með áætlanir á prjónununt um að setja nýja gerð af malbiki á Reykjanes- brautina við Kúagerði. Hér er um að ræða malbik sem blandað er gúmmíi og hefur þessi blanda reynst vel er- lendis þar sem bremsuskil- yrði eru slæm. Hlaðbær-Col- ar mun væntanlega sjá um lagningu malbiksins en Colar er dansk fyrirtækí sem hefur nokkra reynslu á þessu sviði. Rögnvaldur Jónsson, yfirverkfræðingur hjá vega- gerðinni, sagði að of seint væri að hefja'framkvæmdir á þessu ári. „Við teljum að nú sé orðið of seint að leggja þessa malbiksblöndu. Þetta þarf að gerast í góðri tíð,“ sagði Rögnvaldur. Áform eru um að leggja þessa nýju malbiksblöndu á 400 metra kafla við Kúa- gerði sem álitinn er sérstak- lega hættulegur. Eysteinn Hafberg. framkvæmda- stjóri Hlaðbæjar-Colars sagði að danska fyrirtækið hefði verið að þróa þessa að- ferð að undanförnu og væri það talið heppilegt, þar sem hætta væri á að ís myndaðist á vegum. Efnið væri þeirn eiginleikum búið að það bryti af sér ísinn við þunga umferðarinnar. Rögnvaldur Jónsson sagðist telja miklar líkur á að af þessari tilraun yrði, svo framarlega sem ekkert nýtt kæmi í millitíðinni. Nýja malbikið yrði þá væntanlega lagt á veginn næsta sumar. KEFLAVÍKURBÆR: ALDREI MEIRA MAL- BIKAÐ EN í SUMAR í sumar hefur verið malbik- að með meira móti í Keflavík að sögn Jóns B. Olsen, yfir- verkstjóra Keflavíkurbæjar, og taldi hann að þessi þáttur hefði nú verið með því mesta sem átt hefur sér stað í bæjar- félaginu á einu ári. Er hér bæði átt við viðhald eldri gatna og lagningu nýs slitlags á götur í bæjarfélaginu. Er malbikun nú lokið að undanskildum smá auka- verkefnum s.s. í formi göngu- stíga, en það var verktaka- fyrirtækið Hlaðbær sem ann- aðist framkvæmdir þessar. Þá er einnig lokið lagningu á gangstéttum sem Margeir Elentínusson sá um. En auk nýlagninga í gangstéttum verður gert við nokkrar eldri gangstéttir og er viðgerð lok- ið á Tjarnargötu, en auk þess verða gangstéttir á Vatnsnes- vegi, frá Hafnargötu að Suð- urgötu, lagfærðar og við Hafnargötu, frá Vatnsnesvegi að Faxabraut. Auk þessa sténdur bærinn í mörgum öðrum framkvæmd- um að sögn Jóns og eru þær helstu lagning fimm hraða- hindrana. Að þeim eru tvær komnar þ.e. á Aðalgötu og Heiðarbrún en ókomnar eru tvær á Vesturgötu og ein á Faxabraut við Fjölbraut. Verða þær allar lagðar þannig að gangbraut verði eftir þeim. Þá verða fjögur biðskýli sett Hafinn er gröftur fyrir nýju dagheimili í Heiðarbyggð og búið er að bjóða út vinnu við að steypa upp plötuna. upp fyrir skólabílinn þ.e. á Heiðarbraut, Aðalgötu móti Fagragarði, Norðurvöllum og Álsvöllum og eru þrjú þeirra þegar komin upp. I Básnum er verið að grafa út 45 metra holræsaframrás og eru það verktakarnir Sig- urjón Helgason og Guð- mundur Sigurbergsson sem annast það verk. Við Heiðar- braut annast Rekan upp- gröft fyrir nýju dagheimili sem gera á klárt að plötu á þessu ári. Og við vatnstank- inn ofan Eyjabyggðar er nú hafinn undirbúningur að fjölgun á borholum. Eins og sést á þessu er enn í mörgu að snúast hjá Keflavíkurbæ, sem sést best á meðfylgjandi myndum. Eitt nýju biðskýlanna. Búið er að leggja nýtt slitlag á Oðinsvellina og er þar malbikað upp að hÚSUm. Ljósm.: epj. Gæslufanginn laus Grindvíkingur sá, sem á mánudag í síðustu viku var úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald vegna gruns um innbrot, likams- árás og að hafa tekið úr lyfjakössum báta í óleyfi, var látinn laus á fimmtu- dag eða áður en gæslu- varðhaldsdómj hans lauk. Að sögn Oskars Þór- mundssonar, rannsóknar- lögreglumanns, er málið fullrannsakað af hálfu em- bættisins. Þótti því ekki ástæða til að halda honum lengur inni en málið verð- ur síðan sent til dóms. Snérist málið um lík- amsárás á sambýliskonu mannsins, innbrot í Sjó- mannastofuna Vör og að hafa tekið úr lyfjakössum í bátum í Grindavíkurhöfn. Ekki var um innbrot að ræða í bátana, heldur hafði hann farið í lyfjakassana án leyfis. Vonandi verða Lionsmenn ekki „á perunni" um helgina!!!

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.