Víkurfréttir - 05.11.1987, Side 9
muR
juWi
Fimmtudagur 5. nóvember 1987 9
M/b Þuríður Halldórsdóltir. Efst í horninu er mynd af skipstjóranum, Andrcsi Guðmundssyni. Ljósm.:epj.
ATVINNA
Afgreiðslumaður
Óskum að ráða afgreiðslumann á lager nú
þegar eða eftir nánara sammomulagi.
Vinnutími mánudaga til föstudaga kl. 8-18.
Upplýsingar um starfið gefur verksmiðju-
stjóri.
TRÉSMIÐJA
ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR
Iðavöllum 6-7 - Keflavík - Sími 14700
Þuríður Halldórsdóttir, Vogum:
Fyrstur síld-
veiðibáta til
að Ijúka við
tvo kvóta
Sílsveiðibáturinn Þuríður
Halldórsdóttir GK-94 úr
Vogum, landaði á þriðju-
dagsmorgunn 80 tonnum af
síld í Njarðvíkurhöfn. Þar
með lauk síldveiðiúthaldinu
á yfirstandandi vertíð.
Var báturinn hinn fyrsti til
að ljúka síldveiðum í ár og
það þrátt fyrir að hann hafi
auk síns kvóta veitt kvóta
Ágústar Guðmundssonar úr
Vogum. Stóð úthaldið yfir í
þrjár vikur og á þeim tíma
varð aflinn 1680 tonn.
Þegar nótinni var kastað í
síðasta sinn á dögunum, kom
í hana um 550 tonn, en þar
sem kvóti bátsins var
búinn, nutu áhafnir annarra
báta megin hluta þess afla
með því að dæla síldinni yfir í
viðkomandi báta.
Skipstjóri á Þuríði Hall-
dórsdóttur er Andrés
Guðmundsson, en eigandi
bátsins er Valdimar hf., Vog-
um.
Ný þjónusta í Víkur-fréttum:
Messutilkynningar
frá öllum sóknum
Sú nýbreytni hefur ver-
ið tekin upp, að birta
messutilkynningar frá
öllum kirkjusóknum í
þjóðkirkjunni á Suður-
nesjum. Hafa tilkynning-
ar þegar birst í tveim tölu-
blöðum, eins og lesendur
hafa séð. Verður hér um
fastan dálk að ræða með
tilkynningum frá hverri
sókn ásamt mynd af við-
komandi kirkju.
Svo virðist sem þessi
nýbreytni hafi haft góð
áhrif á messu sókn síðustu
helgar, þar sem víðast var
meiri sókn en undanfarið.
I I-Njarðvíkurkirkju var
t.a.m. mesta kirkjusókn í
langa tíð sunnudaginn 25.
október, en þá mættu 83
í messu, en íbúar í Innri-
Njarðvík eru um 400. Það
samsvarar því að u.þ.b.
fjórði hver íbúi hafi farið i
kirkju þennan dag. Það
þætti saga til næsta bæjar
annars staðar.
SLÉTTAR hurdir
■■R
TIMINN