Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 05.11.1987, Page 17

Víkurfréttir - 05.11.1987, Page 17
\>ÍKUK juWt Fimmtudagur 5. nóvember 1987 17 Þessi mynd er frá „afmælispartýi" Tónlistarskólans af hljómsveit skólansað leika. Skólastjórinn, Kjart- an Már, er við stjórnvölinn. Ljósm.: mad. Rás 1 á laugardaginn kl. 15:00: Útvarpað frá Tón- listarskólanum í gær, miðvikudag, komu útvarpsmenn í heimsókn í Tónlistarskólann í Keflavík. Tilefnið er 30 ára afmæli skólans og tóku þeir upp efni með nemendum skólans og spjölluðu við þá. Ætlunin er að senda þetta út á laugar- daginn í þættinum „Tón- spegli", sem er í umsjá Magnúsar Einarssonar og sendur er út á Rás eitt. Þátt- urinn hefst kl. 15:00 og er Suðurnesjamönnum bent á að stilla nú útvarpstæki sín á Rás eitt á laugardag og hlýða á þáttinn. Ýmislegt fleira er að gerast í Tónlistarskólanum á laug- ardag því kl. 13:00 hefjast fjölbreyttir nemendatónleik- ar og eru þetta aðrir laugar- dagstónleikar vetrarins. Koma þeir í lok foreldraviku sem staðið hefur yfir þessa vikuna. Ráðgert er að vera með nemendatónleika í skólan- urn fyrsta laugardag hvers mánaðar og tímasetningin (kl. 13:00) miðast við aðallir séu nú búnir að borða og að annað það, sem kann að vera að gerast í bæjarlífinu, íþróttaleikir o.fl., hefst venjulega ekki fyrr en kl. 14:00 og þá eru tónleikarnir örugglega búnir. Varla þarf að taka það fram að aðgang- ur að tónleikunum er ókeyp- is og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Skólastjóri íbúöir aldraðra í Keflavík: 27 fengu úthlutað 19 íbúðum Bæjarráð Keflavíkur sam- þykkti á fundi sínum 28. okt- óber tillögu bæjarráðs, áheyrnarfulltrúa og for- manns félagsmálaráðs um úthlutun íbúða að Kirkjuvegi 11 í Keflavík. Lagði þessi hópur til að eftirtaldir aðilar fái úthlutun og var það sam- þykkt á síðasta fundi bæjar- stjórnar: Helga Guðjónsdóttir, Hólabraut 6; Jón B. Hannes- son og Fanney Hjartardójt- ir, Garðavegi 12; Þórunn Ol- afsdóttir, Austurgötu 10; Björgvin Þorsteinsson og Guðrún Olafsdóttir, Austur- götu 17; Guðbjörn H. Guð- mundsson og Rósa Guðna- dóttir, Sóltúni 2; Magnús Is- leifsson og Gróa Hjörleifs- dóttir, Vallartúni 4; Guð- mundur Gíslason og Guðrún Sigmundsdóttir, Brekku- braut 9; Sigrún Ingólfsdóttir, Asabraut 7; Þuríður Hall- dórsdóttir, Háteigi 16; Ágústa Ágústsdóttir og Stef- án Egilsson, Hafnargötu 82; Guðni Gestsson og Vigdís Pálsdóttir, Heiðarvegi 12; Ólöf S. Helgadóttir, Hátúni 23; Oddgeir Pétursson, Garðavegi 13; Þórólfur Sæmundsson og Guðrún V. Sigurðardóttir, Háholti 28; Ragnheiður Sigurgísladóttir, Tjarnargötu 20; Magnea Árnadóttir, Suðurgötu 22; Júlía Guðmundsdóttir, Vatnsnesvegi 24; Georg Helgason og Jóhanna Frið- riksdóttir, Suðurgötu 40; Inga Kristjánsdóttir, Blika- braut 5. íbúðir aldraðra í smíðum við Kirkjuveg 11 í KeflavíkLjósm.: pket. Ragnar Lár sýndi Grindavíkurmyndir Um síðustu helgi hélt Ragnar Lár listmálari, sýningu í Festi í Grindavík. Sýndi Ragnar 22 vatnslitamyndir sem allar voru frá Grindavík og nágrenni, m.a. sótti hann myndefni úr elsta bæjarhlutanum, frá golfvellinum og úr hrauninu. Sagði Ragnar Lár i stuttu spjalli við Víkur- fréttir, að það væri gott að mála í Grindavikogstaðurinn byði upp á mikla möguleika í myndefni. Góð aðsókn var að sýningu Ragnars, en hana sóttu á annað hundrað manns. (' tr •UJ GC LL CC D * > í Félagsbíói, mánudaginn 9. nóv. kl. 21: The greatest MAGIC SHOW ÚRVAL EVRÓPSKRA TÖFRAMANN Á stórkostlegri sýningu koma fram m.a. hugsanalesari, vasaþjófur, sjónhverfinga- maður, sirkusdama og trúðar. Missið ekki af einstæðrí sýningu. Frægustu töfra- menn í Evrópu.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.