Víkurfréttir - 07.01.1988, Síða 3
viKun
Fimmtudagur 7. janúar 1988 3
Sjóefnavinnslan:
Blekið á kaupsamn-
ingi ekki þornað
- er uppsagnir starfsfólks bárust
Frá síðari árekstrinum, þeim á mánudag. Ljósm.: hbb.
MIKID EIGNATJÓN
Nokkur kurr er nú meðal
starfsmanna Sjóefnavinnsl-
unnar hf. á Reykjanesi vegna
uppsagnar fimm starfs-
manna fyrirtækisins um
hátíðarnar. Var þeim sagt
upp störfum með þriggja
mánaða fyrirvara. Þá hefur
framkvæmdastjóri fyrirtæk-
isins sagt sjálfur upp störf-
um.
Að sögn viðmælenda
blaðsins finnst mönnum það
nokkuð einkennilegt, að
blekið var varla þornað á
undirskriftum um yfirtöku
Hitaveitu Suðurnesja, er
uppsagnarbréfin voru send
út. Frá því á árinu 1985 hefur
starfsmönnum farið fækk-
andi þarna vegna hagræð-
ingar, en einmitt á því ári
vildi þáverandi iðnaðarráð-
herra loka fyrirtækinu. En
með samstöðu Suðurnesja-
manna tókst að afstýra því.
Nú loks þegar fyrirtækið
kemst í eigu heimamanna
taka uppsagnir gildi. Töldu
viðmælendur blaðsins að
þetta væri slæmt vegna
markaðssetningu fyrirtækis-
ins í salti, kolsýru og kísli,
þar sem með þessu er hætt í
svo til kláruðu verki. Og það
nú, eftir að ríkið hefur fært
Suðurnesjamönnum fyrir-
tækið á silfurfati og fellt nið-
ur rúmar 500 milljónir af
skuldum þess.
Kom einnig fram hjá við-
mælendum, að nú eftir að
ríkisfulltrúarnir hættu af-
skiptum af fyrirtækinu og
heimamenn tóku við því,
kom í ljós að fulltrúar ríkis-
ins virtust hafa meiri áhuga á
að fyrirtækið gengi en sjálfir
heimamennirnir.
Vegna þessa hafði blaðið
samband við Jón Gunnar
Stefánsson, stjórnarfor-
mann Sjóefnavinnslunnar
hf. Sagði hann að það væri
sjónarmið núverandi aðal-
eiganda (Hitaveitunnar) að
draga úr rekstrarhalla og
búa þar með í haginn fyrir
nýja athafnamenn. Það væri
ekki markmið fyrirtækisins
að halda uppi yfirbyggingu
eins og verið hefði þarna úti á
Reykjanesi. Hefði því skrif-
stofufólki, matráðskonu,
efnaverkfræðingi og sölu-
stjóra verið sagt upp, en það
fólk sem starfaði við fram-
leiðsluna yrði áfram hjá fyrir-
tækinu.
Verði dráttur á að nýir að-
ilar komi í reksturinn, mun
Hitaveitan að sjálfsögðu geta
annast skrifstofu- og ráð-
gjafarþjónustu á svæðinu,
sagði Jón Gunnar, og bætti
síðan við að ferill saltsins
verði fullgerður fyrir febrú-
arlok.
Fyrsti árekstur þessa árs
sem skráður var í bækur lög-
reglunnar í Keflavík, átti sér
stað nokkra tugi metra frá
höfuðstöðvum lögreglunnar,
eða á gatnamótum Flugvall-
arvegar, Hringbrautar og
vegarins að Samkaup. Um
mikið eignatjón var að ræða
auk þess sem tveir farþegar
úr þeim bíl sem tjóninu olli,
voru fluttir á sjúkrahúsið til
skoðunar.
Þessi árekstur varð á
nýársnótt upp úr kl. 2 og
aðeins nokkrum dögum
síðar, eða um miðjan dag
þann 4. janúar, varð annar
harður árekstur á þessum
sama stað. Eignatjón varð
einnig mikið, en meiðsli
engin á fólki.
Virðist svo vera sem of
hraður akstur sé ástæðan fyr-
ir tíðum árekstrum á þessum
gatnamótum og gáleysi lijá
þeim sem koma Hringbraut-
ina eða frá Samkaup. Alla
vega er ekki hægt að kenna
um slæmu útsýni.
HUMMEL Jfe ±m_
Dún-glansúlpur
i dökkbláu og grábláu
á frábæru verði.
Áður Nú
5.980 4.390 inci^
Sportbúð Óskars
Hafnargötu 23 - Sími 14922
Upplýsingar um
stuld óskast
Að kvöldi þriðjudagsins
22. desember eða aðfaranótt
Þorláksmessu var svartri
handtösku stolið úr bifreið í
Keflavík. Gerðist þetta ann-
að hvort við Háteig eða
Kirkjuteig.
1 töskunni var blátt seðla-
veski með kreditkorti, ávís-
anahefti og persónuskilríkj-
um. Er því hér um tilfinnan-
legt tjón að ræða fyrir eig-
anda töskunnar.
Þess vegna er skorað á alla
sem upplýsingar geta gefið
um málið eða vita hvar þessir
persónulegu munir eru
að koma upplýsingum til
lögreglunnar í Keflavík hið
Grindavíkurkirkja:
Messa kl. 14. Fermingarbörn og
foreldrar þeirra sérstaklega
hvött til þátttöku. Tekin veröur
ákvörðun um fermingardag á
fundi að messu lokinni.
ÚTSALAN 2É
Allra síðasta sending af
New Sport dúnúlpunum
í stærðum med. til ex. large.
% Jt V =#*
SPORTBÚÐ ÓSKARS
Hafnargötu 23 - Simi 14922
Kr. 2.390. - 30%
KongoROOS
GRÁIR OG SVARTIR
Sóknarprestur