Víkurfréttir - 07.01.1988, Page 5
\>mur<
juUit
Fimmtudagur 7. janúar 1988 5
Nýjungar og
fjölbreyttari
matseðill
- ,,Er mjög bjartsýnn“, segir Óskar
Ársælsson veitingamaður, sem hef-
ur keypt Veitingahúsið,
Tjarnargötu 31A, í Keflavík
„Eg er mjög bjartsýnn og trú mín á þessum veitingastað
hefur aukist þessa fáu daga frá því ég tók við. Það hefur greini-
lega verið þörf fyrir svona stað“, sagði Oskar Arsælsson, veit-
ingamaður og þjónn, en hann hefur keypt Veitingahúsið að
Tjarnargötu 31, sem opnaður var í haust og bar fyrst nafnið
„E1 Rancho“.
Óskar Ársælsson (lengst t.h.) ásamt hluta starfsfólks síns, Stefáni Stefánssyni mat-
reiðslumanni og Bryndísi Rúnarsdóttur, á veitingahúsinu sem bíður eftir nýju nafni.
Ljósm.: pkct.
Veitingahúsið hefur hingað
til lagt áherslu á suðræna
rétti og pizzur. Að sögn
Oskars er ætlunin að brydda
upp á nýjungum og bæta við
matseðilinn kjöt- og fiskrétt-
um. Odýrasti rétturinn er á
350 kr., en svo er auðvitað
hægt að fá allt upp í stór-
steikur.
Oskar sagði að staðurinn
fengi nýtt nafn, en hann
auglýsir nú eftir því og fyrir
bestu hugmyndina verður ut-
anlandsferð til Hamborgar
með Arnarflugi í verðlaun.
Einnig verða veitt verðlaun
fyrir næst bestu og þriðju
hugmyndina, sem eru matur
með öllu fyrir fjóra og svo
tvo.
Eins og er tekur staðurinn
um 40 manns í sæti en næsta
haust verður bætt við sal fyrir
innan sem tekur um 50
manns í sæti, sem einnig
verður nokkurs konar veislu-
og mannfagnaðarsalur. „Við
tökum að okkur matar- og
kaffiveislur af öllum stærð-
um og útvegum sali, en í
haust rriunum við geta boðið
upp á minni stærðir af veisl-
um, fyrir u.þ.b. 50 manns í
okkar sal“, sagði Óskar.
Slysa-
hætta
á leik-
skólum
Fyrir fundi í félagsmála-
ráði Keflavíkur í síðasta
mánuði var til umræðu fjár-
hagsáætlun viðhaldsdeildar.
Kom þar fram að mikið af
leiktækjum á leikskólanum
og opnu leiksvæðunum eru
úr sér gengin og stafar börn-
um hætta af ástandi þeirra.
Væri varhugavert af hálfu
bæjarfélagsins að bjóða upp
á þær slysagildrur sem skap-
ast hafa.
Lagði félagsmálaráð því til
að fjárhagsáætlun viðhalds-
deildar yrði samþykkt.
35% lækkun!
ÖDÝRARI EN f FRÍHÖFNINNI!
JVC
Wö(s](i@Movie
rvMsra
upptökuvélin með
autofocus og zoom-linsu
á frábæru verði
Aðeins
kr.
49.800
GR-C11
liitt’inn
Hafnargotu 35 - Keflavik - Simi 13634. 14959
eóa 5000 kr. út
og 5000 á mán.
I GR-C11 sameinast margir
kostir: einfaldleiki sem var
óhugsandi til skamms tíma,
nákvæm innrauð sjálfskerpa,
möguleiki til myndsköpunar með
þreföldu súmi og bestu VHS
myndgæði sem völ er á. Eitt
aðaleinkenni GR-C11 er þá
ótalið en það er lóttleikinn: Hún
vegur aðeins 950 grömm. Þegar
kveikt er á GR-C11 er hún
tilbúin til upptöku þar sem
þræðing myndbands er sjálfvirk.
Um fjarlægðina (skerpuna) þarf
ekki að hugsa og þess vegna er
hægt að einbeita sór að því að
taka góðar myndir. Spólan sem
GR-C11 tekur upp á er VHS
smáspóla sem gengur í hvaða
VHS myndbandstæki sem er
með því að nota spóluhylki sem
fylgir vélinni. Lóttleikinn,
handhægnin og gæðin sem
einkenna GR-C11 gera hana að
frábærum ferðafólaga, sem
engu gleymir.
Sjálfvlrk skerpa
Sjálfvirka skerpan (Auto Focus)
sem notuð er í GR-C11 hefur
inn- rauðan geisla sem gefur
snögga og nákvæma
fjarlægðarstillingu allt frá 1 metra
upp í óendanlegt, jafnvel í lítilli
birtu.
Þrefalt súm
Linsan í GR-C11 sameinar bæði
mjó og gleið sjónhorn með
þrefalda súminu. Það er tengt
skoðaranum til þess að rétt
mynd fáist af því sem vélin er að
taka upp.
Núllrammaklipplng
Á skilum milli upptaka verða
stundum smá truflanir en með
nýju núllrammaklippingunni
(Zero Frame Editing) nást
hreínni og skarpari skil en
nökkru sinni fyrr. Sérstakur
örtölvubúnaður stjórnar þessari
aðgerð.
Rafhlaða sem handfang
Endurrafhlaðan í GR-C11 er
notuð sem handfang hennar.
Þessi hagnýta hönnun sparar
pláss og gerir GR-C11
þægilegri.
Mjög Ijósnœm
Myndflagan og fjögra lita
kótunarsíurnar gera GR-C11
mjög Ijósnæma. Hún tekur
myndir i lítilli birtu, alveg niðrí 12
lúx sem samsvarar birtu
kringum kertaljós. Jafnvel við
erfið skilyrði er myndin óvenju
skörp og litirnir trúverðugir.