Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.01.1988, Síða 12

Víkurfréttir - 07.01.1988, Síða 12
12 Fimmtudagur 7. janúar 1988 GLEÐILEGT NÝTT ÁR! Víkur-fréttir Félagsvist Vinsæla félagsvistin byrjar aftur í Karla- kórshúsinu, uppi, mánudaginn 11. janúar kl. 20.30. Þriggja kvölda keppni. Mætum öll kát og hress á nýja árinu. Allir velkomnir. Þingeyingafélagið Gömlu og nýju dansarnir verða haldnir í Karlakórshúsinu, uppi, laugardaginn 9. janúar. Tríó Þorvaldar og Vordís halda uppi fjöri frá kl. 22-03. Allir velkomnir - í stuði. Miðar við inn- ganginn. Nefndin Fjölbrautaskóli Suðurnesja Vorönn 1988 Dagskóli Stundaskrár fyrir vorönn 1988 verða af- hentar mánudaginn 11. janúar 1988 frá kl. 8-10 gegn greiðslu innritunargjalds kr. 2.500. Kennsla hefst samkvæmt stunda- skrá sama dag kl. 10. Öldungadeild Stundaskrá verður kynnt á fundi með væntanlegum nemendum öldungadeildar mánudaginn 11. janúar 1988 kl. 18. Þáskal greiða innritunargjald kr. 4.900. Kennsla hefst samkv. stundaskrá þriðju- daginn 12. janúar. Kennarafundur hefst föstudaginn 8. janúar kl. 10. Skólameistari Nám í flug- umferðarstjórn Auglýst er eftir umsækjendum til náms íflug- umferðarstjórn. Inntökuskilyrði til námsins eru að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi, tali skýrt mál, riti greinilega hönd, hafi gott vald á íslenskri og enskri tungu, fullnægi tilskildum heilbrigðiskröfum, séu 20-30 ára gamlir, leggi fram sakarvottorð og fullnægi ákvæðum laga og reglugerða um loftferðir. Umsóknareyðublöð fást hjá móttökudeild flugmálastjórnar, 1. hæð flugturnsbygging- arinnar á Reykjavíkurflugvelli og þangað skal skila umsóknum fyrir 12. janúar 1988. Flugmálastjóri. Gjaldheimtunefnd Suðurnesja ásamt gjaldheimtustjóra. Ljósm.: hbb. „Meiri hagkvæmni" - segir Ásgeir Jónsson, gjaldheimtustjóri Nú um áramótin hóf Gjaldheimta Suðurnesja formlega starfsemi sína, þó svo að afgreiðsla hennar opni ekki fyrr en um miðjan mán- uðinn. Gjaldheimta þessi, sem er hin fyrsta á landinu sem er með á sínum snærum innheimtu fyrir fleiri en eitt sveitarfélag, er í eigu ríkis- sjóðs og-sveitarfélaganna sjö á Suðurnesjum ogerstofnuð til innheimtu opinberra gjalda eftir hinum nýju lög- um um staðgreiðslu þeirra. Hún er til húsa að Grund- arvegi 23 í Njarðvík, þ.e. á 2. hæðinni hjá sparisjóðnum. Þar ræður ríkjum Asgeir Jónsson sem um áramótin tók við starfi gjaldheimtu- stjóra. Hann er lögfræðingur að mennt, fæddur í Njarðvík 21. janúar 1959, sonur hjón- anna Sigrúnar Helgadóttur og Jóns Asgeirssonar, um- boðsmanns og fyrrum sveit- arstjóra í Njarðvík um 19 ára skeið. Asgeir er alinn upp í Njarðvík en 13-14 ára fór hann í gagnfræðaskóla í Reykjavík, lauk þaðan landsprófi og fór síðan í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi. Eftir að hafa starfað m.a. við kennslu fór hann í lagadeild HI og lauk þaðan embættis- prófi í lögum 1986. Síðan hefur hann unnið sem full- trúi á lögfræðistofu í bænum, þar til hann var ráðinn í hina nýju stöðu. En þrátt fyrir það stefnir hann að því að ljúka við að ná réttindum héraðs- dómslögmanns á þessu ári. A fyrstu starfsdögum hans hjá Gjaldheimtu Suðurnesja heimsóttu Víkurfréttir As- geir og fengu hann til að lýsa starfsemi stofnunarinnar. Gefum því Asgeiri orðið: ,,Með stofnun Gjald- heimtu Suðurnesja er verið að reyna að ná fram meiri hagkvæmni með stofnun sameiginlegrar innheimtu sveitarfélaga á Suðurnesjum og ríkisins. Fram að þessu hafa sveitarfélögin séð um innheimtuna hvert fyrir sig og þá ýmist ráðið til sín lög- fræðinga eða fengið lögfræð- inga úti í bæ til að sjá um málin, þegar þau eru komin á það stig að lögfræðinga þarf til. Nú sameinast þetta allt á einn stað hjá þessum sjö sveitar- og bæjarfélögum hér á svæðinu. Innifalið í stað- greiðslunni eru útsvar og tekjuskattur, ásamt hinum ýmsu minni sköttum. Síðan getur verið að gjaldheimtan innheimti fasteignagjöld en það fer eftir nánari ákvörð- un sveitarstjórnanna. Hugs- anlegt er að eignaskattur og söluskattsinnheimta komi til hertrar gjaldheimtu, þannig að hægt verði að ná sem mestri hagkvæmni við inn- heimtuna. Kerfisbreytingin sem nú hefur tekið gildi felst fyrst og fremst í því að atvinnurek- endur eiga alfarið að standa skil á greiðslum þessara gjalda en ekki hver launþegi fyrir sig nema hann sé í eigin atvinnurekstri eða vinni einn og sjálfstæður. Gert er ráð fyrir að starfsmenn verði þrír til að byrja með og er þegar búið að ráða í tvær stöður auk minnar. Allt það fé sem kemur inn rennur beint í ríkissjóð sem síðan mun greiða sveitarfél- ögunum eftir áætlun fyrst um sinn. Er það vegna þess að það mikla tölvukerfi sem þarf að byggja í kringum þetta verð- ur ekki tilbúið til að taka við upplýsingum sem á þarf að halda fyrr en í mars. Meðan svo er þurfum við ekki á fleira starfsfólki að halda, en eftir að við tökum alfarið við þessu verðun. því eitthvað fjölgað, þó það sé ekki ætlun- in að hér starfi mikiil fjöldi fólks.“ Viðbygging við Hlévang: Næsta skrefið I uppbyggingunni Við afgreiðslu á beiðni fjárhagsnefndar SSS um röð- un byggingarframkvæmda hjá stjórn Dvalarheimila aldraðra .Suðurnesjum skömmu fyrir jól lagði Her- mann Ragnarsson fram eftir- farandi tillögu: „Stjórn DS telur að nœsla skref í uppbyggingu clvalar- heimila á Suðurnesjum sé í númeraröð þannig: Nr. I Viðbygging við Hlé- vang. Nr. 2 Viðbygging þjónustu- rýmis við Garðvang. Nr. 3 Viðbygging setustofu við Garðvang.“ Var tillagan rædd og sam- þykkt með 3 atkvæðum, 2 á móti og einn sat hjá. Vilhjálmur Grímsson, fulltrúi Vatnsleysustrandar- hrepps, gerði grein fyrir mót- atkvæði sínu: ,,Tel hagsmun- um aldraðra betur þjónað nú með viðbótarbyggingu við Garðvang, enda vandséð hvernig rekstraraðilar geti fjármagnað fyrirliggjandi hugmyndir um byggingar bæði við Hlévang og Garð- vang á árinu.“ Samvinnuferðir - Landsýn Vegna vetrarleyfis verður Guðjón Stefáns- son umboðsmaður í Keflavík frá 8.1. til 30.1. - Heimasími 12459, vinnusími 11500.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.