Víkurfréttir - 04.02.1988, Blaðsíða 1
Lar.dsbók
gafnahH*
Stjórn DS:
Eining
um við-
byggingu
við Hlé-
vang
Við umræður á fundi bæj-
arstjórnar Keflavíkur nú á
þriðjudag upplýsti Hannes
Einarsson bæjarfulltrúi að
tekist hafi algjör eining um
byggingu við Hlévang innan
stjórnar Dvalarheimila aldr-
aðra Suðurnesjum.
Lýstu sumir bæjarfulltrú-
anna því þá yfir að hér væri
góð hugarfarsbreyting til
batnaðar hjá stjórninni og þá
ekki síður ef miðað er við það
sem á undan er gengið.
En áður en Hannes upp-
lýsti bæjarfulltrúa um þessa
stöðu mála hafði Ingólfur
Falsson hvatt sér hljóðs og
lagt til að hætt yrði við Hlé-
vang og stefnt þess í stað að
því að fjármunir þeir, sem
fara áttu í þá byggingu rynnu
í byggingu D-álmu við
Sjúkrahúsið.
ÞORRABLOTIPOTTINUM
Svona á að halda þorrablót! Einhver í hópnum á myndinni las í gamalli bók að svona hefði þorra verið blótað í gamla
daga. Hörðustu víkingar Suðurnesja voru fengnir til þess að prufa þessa aðferð, sögðu hana miklu betri og ráðlögðu fólki
að prufa sjálft. F.v.: Gísli Hauksson, Geirmundur Kristinsson, Ragnar Jónasson, Eðvarð Þór Eðvarðsson, Magnús
Guðmannsson, Jóhanna Arnadóttir og Einar Waldorff. Ljósm.: rós.
Njarðvík:
242% hækkun
holræsagjalda
Fjárhagsáætlun Njarðvík-
urbæjar var lögð fram til
fyrri umræðu á þriðjudag.
Þar kom fram að áætlaðar
tekjur eru upp á 166.8 rnillj.,
en aðeins 41.1 millj. ætluð til
eignabreytinga, þ.e. verk-
legra framkvæmda.
Þá er gert ráð fyrir 242%
hækkun holræsagjalda, en
stuðullinn fyrir þennan þátt
hækkaði úr 0.055% í 0.15%.
Vegna þessa hefur einn
stjórnarandstöðufulltrúinn í
bæjarstjórn Njarðvíkur
reiknað út hækkanir á fast-
eignagjöldum, en þau hafa
auk holræsagjaldsins hækk-
að nokkuð. Tók hann fimm
dæmi, en hér er um Ingólf
Bárðarson að ræða.
Dæmi Ingólfs eru þessi (í
sviga er fasteignagjaldið í
fyrra) en utan svigans gjaldið
í ár:
Rammi hf. 96.329 (28.189),
Skipasmíðastöð Njarðvíkur
52.659 (16.367), íbúð íblokk
við Hjallaveg 2.920 (859),
raðhús 5.650 (1.700) og ein-
býlishús 7.425 (2.055). Þrjú
síðasttöldu dæmin eru tekin
af handahófi, en þó eru tölur
réttar miðað við þá íbúð sem
skoðuð var.
Eftir að fulltrúar minni-
hlutans höfðu veitt þær upp-
lýsingar á bæjarstjórnar-
fundinum á þriðjudag, sem
getið er hér fyrir ofan, fluttu
þeir bókun þar sem þeir
átelja bæjarstjórnina harð-
lega fyrir þessa miklu
hækkun holræsagjalda og
fyrir að vera að níðast með
þessum hætti á hinum
almenna launamanni.
Þessari bókun svaraði
meirihlutinn með því að
kalla þetta tvískinnungshátt,
því í tíð fyrri meirihluta þar
sem þeir höfðu völdin, hefðu
gjöld þessi farið upp úr öllu
valdi án aðgerða, t.d. í vatns-
málum. Núverandi meiri-
hluti hefði hins vegar lækkað
þann skatt. Um holræsa-
gjaldið sagði í bókun meiri-
hluta að holræsagjaldið hefði
undanfarin ár verið óeðli-
lega lág, með því lægsta sem
þekktist, og því verið tíma-
bært að hækka þau, auk þess
sem ráðast verður í fjárfrekar
holræsaframkvæmdir á
næstunni.. Raunhækkun
hefði hins vegar aðeins verið
6-7%, þar sem matsverð eign-
anna hefur hækkað eins og
annars staðar.
Óhöpp vegna skyndihálku
Mjög skyndileg og
slæm hálka varð á götum
á Suðurnesjum upp úrhá-
deginu á sunnudag. Var
hálkan slík að nánast var
ógjörningur að fóta sig á
götum úti.
Af þessum sökum urðu
9 umferðaróhöpp á tima-
bilinu frá kl. 13-19, sem
tilkynnt voru til lögregl-
unnar. Urðu óhöpp þessi
innanbæjar og á Reykja-
nesbraut, auk þess sem
eitt varð á Grindavíkur-
vegi. I þremur tilfellanna
var um bílveltu að ræða.
Samkomulag um yfir-
töku Landshafnarinnar
Gerð hafa verið frum-
drög að yfirtöku bæjar-
stjórna Keflavíkur og
Njarðvíkur á Landshöfn
Keflavík-Njarðvík. Voru
drög þessi kynnt á þriðju-
dag í bæjarstjórnum
beggja byggðarlaganna.
Hafa bæjarfélögin gert
með sér samkomulag um
þessa hluti í framhaldi af
yfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar þess efnis að hún
muni á árinu 1988 afsala
sér höfnunum.
Er gert ráð fyrir því í
þessum samningsdrögum
að bæjarfélögin stofni
með sér hafnarsjóð til þess
að eiga og reka allar eignir
Landshafnar Keflavík-
Njarðvík og Helguvíkur-
hafnar. Er gert ráð fyrir
því að eignarhlutur hvors
byggðarlags verði jafn eða
50%.
Eins og sést á ofanrit-
uðu er Helguvíkurhöfn
inni í dæmi þessu en sá
þáttur hefur staðið mikið
fyrir þrifum varðandi
hugmyndir Keflvíkinga í
þessum efnum. En á móti
hafa Njarðvíkingar bent á
að Landshöfnin eigi mik-
ið landssvæði í sveitarfél-
aginu sem með þessu sam-
komulagi falli undir hina
nýju hafnarstjórn sem
skipuð verður 5 mönnum.
Með þessu samkomulagi
er umræddur ágreiningur
úr sögunni.