Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.02.1988, Page 17

Víkurfréttir - 04.02.1988, Page 17
\)iKur< juiUt Fimmtudagur 4. febrúar 1988 17 EIGINHAGSMUNAPOT Hér á Suðurnesjum er ár- lega haldin keppni um titil- inn „Ungfrú Suðurnes". Forsvarsmenn þessarar keppni eru þær Ágústa Jónsdóttir og Birna Magnús- dóttir og auglýsa þær ávallt eftir fyrirtækjum sem styrkt- araðilum. Stuðningur fyrir- tækjanna felst í því að gefa þá þjónustu sem þau hafa upp á að bjóða, en fá á móti all- nokkra umfjöllun og auglýs- ingu þar af leiðandi. Að þessu sinni eins og áður birtist auglýsing í blöðum hér syðra þar sem óskað var eftir fyrirtækjum til stuðn- ings. Sólbaðsstofan SÓLEY sendi nafn sitt EKKI inn vegna auglýsingarinnar, því á síðasta ári sendi Sólbaðs- stofan Sóley nafn inn, en var þá tjáð að sá aðili sem hafði haft þetta árið áður, gengi fyrir. Þá gerist það að Ágústa hefur samband við Bertu Guðjónsdóttur og óskar eftir að hún sjái um líkamsþjálfun fyrir stúlkurnar sem þátt tækju í keppninni. Einnig óskaði hún eftir því að athugað yrði með ljósatíma á Sólbaðsstofunni. í framhaldi af þessu er gerður munnlegur samning- ur við Ágústu um ljósatíma og annað það sem stofan hef- ur upp á að bjóða fyrir stúlk- urnar og þær þyrftu á að halda, auk þess sem Berta sæi um að þjálfa stúlkurnar tvisvar í viku. Jafnframt var Bertu tjáð að Birna Magnús- dóttir sæi um aðra þjálfun fyrir stúlkurnar. Samningur- inn var gerður í nóvember! 1 janúar ganga þær Ágústa og Berta frá þjálfun fyrir stúlkurnar og hæfist hún 15. janúar. Ekki mættu stúlk- urnar né tilkynnt var um breytingar, fyrr en Ágústa kom og tilkynnti að því mið- ur myndu stúlkurnar ekki mæta í líkamsþjálfunina, en þær höfðu þá þegar byrjað í sólarlömpum. Óskuðum við því eftir skýringu á þessu af hálfu Ágústu og tjáði hún okkur að Birna teldi sig ekki hafa fengið nægilega auglýsingu út á keppnina á síðasta ári og því krefðist Birna þess að hafa stúlkurnar eingöngu i þjálfun hjá sér, þrátt fyrir að hún hafi samþykkt annað í byrjun. Þegar þarna var komið taldi Sólbaðsstofan Sóley svo freklega gengið framhjá áður gerðum samningi vegna eiginhagsmunapots umsjón- armanna keppninnar, að ákveðið var að samningur sólbaðsstofunnar félli þar með að öllu leyti niður. Að endingu viljum við taka fram, að okkur er það ekki ljúft að þurfá að rekja þetta opinberlega, en teljum okkur nauðbeygðar til að gera það vegna okkar fjöl- mörgu viðskiptavina sem vissu að stúlkurnar yrðu hér í þjálfun og ljósum. Einnig til að benda á, að tryggilegra er fyrir fyrirtæki að gera við þessa aðila skriflegan samn- ing, þannig að svona fram- koma endurtaki sig ekki. Þá viljum við óska að þátt- takendum velfarnaðar í keppninni með vissu um að sigurvegarinn verður verð- ugur fulltrúi okkar Suður- nesjamanna um titilinn „Ungfrú Island“, og vonum að skrif okkar verði ekki til þess að skemma stemming- una hjá þeim að neinu leyti. Virðingarfyllst, Kolbrún Guðjónsdóttir Berta Guðjónsdóttir Skilvfsir fái afslátt „Bæjarstjórn Keflavíkur samþykkir að þeir bæjarbúar sem greiða upp fasteigna- gjöld sín fyrir 15. febr ,,Bœjarstjórn Keflavíkur samþykkir að þeir bœjarbúar sem greiða upp fasteignagjöld sín fyrir 16. febrúar n.k. fái 6% afslátt á gjaldinu. Drífa Sigfúsdóttir. “ Greinargerð: Undanfarna mánuði hefur lausafjárstaða bæjarsjóðs verið mjög bágborin og er ekki útlit fyrir að úr rætist alveg strax. Það er því nauð- synlegt að mínu mati að afla meiri tekna fyrstu mánuði ársins en ráð er fyrir gert. Til Auðvelt hjá ÍBK ÍBK vann Hauka í 1. deild kvenna í körfu í Keflavík á sunnudag, 63:45, eftir að hafa leitt 32:16 í leikhléi. Sigur ÍBK var aldrei í hættu. Auður Rafns- dóttir var best í Iiði ÍBK ogskor- aði 18 stig og hitti mjög vel. Einnig voru þær Anna María og Björg góðar. Keflavík á ennþá möguleika á Islandsmeistaratitilinum, þó lið- ið sé 6 stigum á eftir ÍR. Liðið á tvo leiki til góða og á eftir að leika tvo leiki við ÍR. Sigri ÍBK í öllum leikjum sem eftir eru, er titillinn þeirra, en í kvennadeild- inni er leikin þreföld umferð. að draga úr lántökum bæjar- sjóðs tel ég eðlilegt að bjóða bæjarbúum 6% afslátt af fasteignagjaldi ef það er greitt upp fyrir 16. febrúar n.k. Var samþykkt með 8 atkvæðum að vísa tillögu þessari til nánari umfjöllun- ar hjá bæjarráði, Ingólfur Falsson sat hjá. Dúbl í horn! Billiard (snóker) er skemmtileg íþrótt sem allir geta leikið, ungir sem eldri. Leiðbeinendur ef óskað er. Sjö 12 feta borð og kjuðar fyrir alla. OPIÐ alla daga frá kl. 11.30-23.30. Pantið tíma eða komið. Knattborðsstofa Suðurnesja Grófinni - Keflavík - Simi 13822 Frá Föndurstofunni Nýkomin sending af litavöru. Úrval af litum, myndum, dúkum og mörgu fleira. Föndurstofan Sími 12738 Útgerðarmenn - Skipstjórar Okkur vantar báta í föst viðskipti. Greiðum hæsta verð. Öruggar greiðslur. Bankaábyrgðir. Uppl. í síma 14584 á daginn og í síma 15776 á kvöldin. SPARISJÓÐURINN í KEFLAVÍK TILKYNNIR BREYTT SÍMANÚMER FRÁ l. FEB. 15800 SPARISJOÐURINN I KEFLAVIK

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.