Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.02.1988, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 18.02.1988, Qupperneq 6
viiam 6 Fimmtudagur 18. febrúar 1988 Auglýsingasímar Víkur-frétta: 14717 - 15717 Dúbl horn! Billiard (snóker) er skemmtileg íþrótt sem allir geta leikið, ungir sem eldri. Leiðbeinendur ef óskað er. Sjö 12 feta borð og kjuðar fyrir alla. OPIÐ alla daga frá kl. 11.30-23.30. Pantið tíma eða komið. Knattborðsstofa Suðurnesja Grófinni - Keflavík - Sími 13822 Frá Grunnskóla Njarðvíkur Fimmtudaginn 25. febrúar verður fundur í skólanum fyrir foreldra og forráðamenn nemenda. Hugo Þórisson, sálfræðingur, heldurfyrir- lestur sem ber heitið Samskipti foreldra og barna. Hugo mun einnig svara fyrirspurnum. Foreldrar nemenda eru eindregið hvattir til að koma áfundinn, en hann hefst kl. 20.30. Foreldra- og kennarafélag Grunnskóla Njarðvíkur ÚTBOÐ Byggingaverktakar Keflavíkur, Keflavíkur- flugvelli, óska eftir útboði í raflagnir og lýs- ingu í hótelálmu við Hafnargötu 57, Kefla- vík. Útboðsgögn afhendist á skrifstofu félags- ins gegn 5000 kr. skilatryggingu, þriðju- daginn 23. febrúar kl. 13. Tilboðin verða opnuð á sama stað, föstu- daginn 11. mars kl. 11 f.h. SÖLU Ford Thunderbird árg. 1984, ek- inn 46 þús. mílur, V-6. Sjálfsk., vökva-og veltistýri, rafmagn í rúð- um og sætum, hraðastilling, útvarp/kass- etta. - Verð 760 þús. krónur. Skipti á ódýrari eða góð kjör. Uppl. í síma 17064 eftir kl. 19. orðvar \ (tittU Vélræn matar- innkaup Verslunarhættir íslendinga hafa breyst mikið á einum mannsaldri. Nú gerir fólk matarinnkaupin vélrænt í stórum magasínum, án nokk- urra samskipta við starfs- fólkið. I’ersónuleg tengsl kaupmanns og viðskiptavina eru nánast alveg úr sögunni. Maður einn, sem vann í mat- vöruverslun í nokkur ár fyrir langa löngu, þegar öll vara var afgreidd yfir búðarborðið, lét liugann reika aftur í þann tíma yfir kaffimáli í Samkaup nýverið. Eftir árið þckkti hann beturtil hcimilishalds og mataræðis viðskiptavinanna, hcldur en þeir sjálfir. Hann gat valið akkúrat það sem til var ætlast samkvæmt miðum, sem húsmæður sendu börnin sín með í húðina. Börn og unglingar gerðu þá matarinn- kaupin fyrir flestar fjölskyld- ur, og var mikilvægt viðskiptalega að ná trausti þeirra. Saltkjöt var erfiðast að afgreiða svo vel líkaði, þar náði cnginn fuilkomnun. Eitt heimilið vildi kannski 5 síðu- bita og 2 leggi, þegar það næsta vildi 6 hryggjarbita ein- göngu. Sumar fjölskyldur lögðu sér gullauga aldrei til munns. Ólafsrauðar varð það að vera. Þegar mikið magn af vörum, t.d. hangikjöti, kom fyrir stórhátíðir, skoðaði af- greiðslumaðurinn kjötið og ætlaði þá þessari ijöslkyldu ákvcðinn frampart og hinni ákveðið læri. Með einn erfið- asta viðskiptavinin í huga hafði hann valið hangilæri, sem hann taldi uppfylla allar kröfur hvað stærð og fitu varðaði. Þar kom að sú vand- láta kom og vantaði hangilæri. Hann náði strax í gljáandi, bústið og mjúkt lærið og lagði það brosandi á afgreiðslu- borðið. Konan leit lauslega á það, og spurði hvað það kost- aði. 1 lann brá því á vigtina og sagði henni verðið. „Nei, mér list ekkert á þetta læri'*, svaraði konan. Ilann fór því inn á lager og náði í hvert hangilærið á fætur öðru, en aldrei líkaði konunni varan. Keflavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Muniö skólabilinn. Fjölskylduguösþjónusta kl. 14 með þátttöku skáta og ferming- arbarna. Guðlaugur Gunnars- sonsegjafrákristniboði (slend- inga i Afríku. Sóknarprestur El'lir 10 ferðir eða svo fannst honum nóg komið og tók lærið sem hann sýndi heni í upphafi, og lagði það á borðið með þeim orðum að eiginlega hafi hann ætlað sér þetta læri. Það glaðnaði yfir konunni um leið og hún sagði: „Já, þetta líst mér vel á, hvað kostar þetta?“ Afgreiðslumaðurinn brá því á vigtina til málamynda og bætti nokkrum krónum við fyrra verðið. „Já“, sagði konan aftur, „þetta er akkúrat það sem ég vil“. Vinurinn fékk sér meira kaffi í plastmálið og hélt síðan áfram. Þetta var bara einn þátturinn í lciknum. Allir í búðinni vissu hvað var að ske. I versluninni voru tilmiklar birgðir af kjötkraftsdufti í 1 kg dósum, sem keyptar höfðu verið vegna mötuneytis þarna í nágrcnninu fyrir allmörgum árum. Dósin kostaði kr. 50, en seldist ckki. Samt var þctta úrvalsvara. Kaupmaðurinn tók það loks til bragðs að vigta allan kjötkraftinn upp í 100 gr. plastbox. Prentaðir voru skrautlegir miðar á boxin og þau sett fram i hillu á kr. 50 stykkið. Það var eins og við manninn mælt, eftir 2-3 mánuði var allur kjötkraftur- inn uppseldur. Hagsýni kaupmannsins var lengi í minnum liöfð, og í alvöru held ég að öllum hafi líkað all vel þetta uppátæki lians. Reyndar var engin verðkönnun í gangi á þessum árum og fólk óvant því að margskrifað væri í verðin á hlutunum. Jón Bald- vin var þá í vöggu fyrir vestan. Kona vinar míns er nú koinin að sækja hann. „Þaðer svo mikil örtröð við kassann, að þú verður að hjálpa mér“, segir hún. Hann jánkar því, lýkur úr kaffimálinu og stendur upp. í biðröðinni með körfuna snýr hann sér að mér og heldur áfram: „Þó vöruúr- valið hafi margfaldast, þá er hundleiðinlegt að versla í þessum magasínum. Mann- legi þátturinn hefur týnst ein- hvers staðar í plastbylting- unni. Verslun með matvöru var lifandi og staðbundið fag hér áður fyrr. Getraunir „Liverpool var fyrsta liðið sem ég sá“ „Fyrsta enska liðið sem ég sá var Liverpool, þegar það kom til íslands til að leika við KR hér um árið. Síðan hef ég haldið tryggð við liðið“, segir næsti tippari, Sturlaugur Ól- afsson, einn af þessum gallhörðu kennaraspekingum úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Ég tippa reglulega, nánast í hverri viku. Nei, ég varekki með í keppninni á kennarastofunni núna, en Gísli Torfa sigraði aftur í ár. Sjálfur.hef ég aldrei unnið nema smávinn- inga í getraunum. Maður lifir þó alltaf í voninni og spilar upp á það. Þessi seðill býður þó ekki upp á mikið, hann er mjög erfiður og nánast enginn leikur öruggur", sagði Stur- laugur. Heildarspá Sturlaugs: Arsenal - Man. Utd..... X Birmingham - Nott’m Eor. 1 Newcastle - Wimbledon Port Vale - Watford . Q.P.R. - Luton ...... Charlton - Sheff. Wed. Oxford - Derby ...... Blackburn - Aston Villa Millwall - Oldham .... Sheff Ltd. - Barnsley . Schrewsbury - Swindon Stoke- Leeds ........ X X 1 X 1 1 X 1 Sigurbjartur með 8 rétta Enn harðnar keppnin á toppnum. Síðasti tippari, Sigur- bjartur Loftsson úr Grindavík, fékk 8 rétla og er því kominn í 2.-4. sæti. Efstur er Gísli Heiðarsson með 9 rétta. Síðan koma þrír með 8 rétta, Sigurbjartur, Jón Halldórs- son og Sævar Júlíusson. Það er greinilegt að það getur allt gerst enþá . . .

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.