Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.02.1988, Qupperneq 13

Víkurfréttir - 18.02.1988, Qupperneq 13
mun jutUí Fimmtudagur 18. febrúar 1988 13 Ljósm.: pket. Magnea er 21 árs Keflvikingur, fædd 22. sept- ember 1966. Hún er nýbyrjuð að vinna á leik- skólanum Sælukoti i Reykjavik, en þar býr hún nú um stundarsakir. Magnea varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja um sl. jól frá upp- eldlsbraut. Áhugamálin segir Magnea vera skíðaiðkun og börn. „Mér finnst mjög skemmti- legt að vera með börnum og vinna með þeim“, segir hún, og aðspurð um framtíðaráform segist hún jafnvel hafa hug á framhaldsnáml i uppeldisfræöi í Háskóla islands. Magnea segir svona keppni hafa margar jákvæðar hliðar og hópurinn sé góður. Foreldrar Magneu eru Sigurlaug Gunnars- dóttir og Daviö Eyrbekk. Ljósm.: Studio Heimis Elizabeth Arden og Ungfrú Suðurnes Stúlkurnar í keppninni „ Ungfrú Suðurnes '88 eru snyrtar með ELIZABETH ARDEN snyrti- vörum, á kynningarmyndunum, sem fást i x snyrtivöruversluninni GLORIU í Samkaupum. \ GLCIIA ■ SNYRTIVÖRUVERSLUN ■ SAMKAUPUM - NJARÐVÍK Aldraðir blóta þorra á konudag Hið árlega þorrablót Styrkt- arfélags aldraðra á Suðurnesj- um verður lialdið klukkan 12 á hádegi n.k. sunnudag í Stapa. hefur blót þetta ávallt verið vel sótt af þeirn öldruðu, sem hafa að jafnaði notað konu- dag, sem einmitt er á sunnu- dag, til síns þorrablóts. Enn eru lausir miðar fyrir þá sem áhuga hafa og er þeim bent á nánari upplýsingar í auglýsingu annars staðar í blaðinu. Útkallssími Sandgeröis- slökkviliðs til BS Sveitarstjóri Miðneshrepps hefur farið frani á að Bruna- varnir Suðurnesja taki við og annist fyrir slökkvilið Miðnes- hrepps útkallskerfi það sem lögreglan hefur séð um hingað til. Hefur stjórn BS tekið vel í erindið og falið formanni og slökkviliðsstjóra að ræða nán- ar við sveitarstjóra Miðnes- hrepps um kostnað og önnur framkvæmdaatriði. Grindavík: Sama gjald- skrá fyrir alla í leik- skólanum Síðustu þrjú ár hefur s. regla gilt í Grindavík að allir foreldrar barna í leikskóla greiða jafnhátt gjald. Er það án tillits til aldurs barnsins eða hvort um einstæða foreldra eða gifta er að ræða. Að sögn Jóns Gunnars Stef- ánssonar, bæjarstjóra, hefur þetta gefist vel. Greiða for- eldrar kr. 2500 með hverju barni, en bæjarfélagið greiðir kr. 2000 með börnum 2-6 ára, 3000 kr. með börnum 8 mánaða til 2 ára og 4000 kr. með börnum yngri en 8 mán- aða. 9 hraðahindr- anir í Njarðvík Bygginganefnd Njarðvíkur hefur lagt til að gerðar verði eftirfarandi níu hraðahindran- ir í Njarðvík: A Holtsgötu við Hlíðarveg. A Brekkustíg við skóla með þrengingunt. A Hólagötu við nr. 15 (gangbraut). A tengivegi norðan Sam- kaups. A Borgarvtgi við nr. 16. A Vallarbraut milli Lyng- móa og Lágmóa. A Njarðvíkurbraut við bið- skýli sunnan við hús nr. 1. A gatnamótum Stapagötu og Njarðvíkurbrautar. Við biðskýli gegnt Safnað- arheimili. Eiginmenn Unnustar! Langar ykkur í koss á konu- daginn? Komið þá og fáið Konu- dags- vendina hjá okkur. Þeir eru algjört æði . . . OPIÐ laugardag 9-16 sunnudag 9-16 Blómastofa Guðrúnar Hafnargötu 36 Sími 11350

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.