Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.02.1988, Page 15

Víkurfréttir - 18.02.1988, Page 15
VÍKUR juiUt Sigurður Hilmarsson Áttræður Sigurður Hilmarsson er fæddur í Bergskoti a Vatnsleysu- strönd 16. febrúar 1908. Um tvítugt réðst hann til sjóróðra hjá Magnúsi í Höskuldarkoti og hefur búið í Njarðvík síðan. Attræður maður hefur lifað tímana tvenna og séð þjóðina rísa upp frá örbirgð til allsnægta. Engin kynslóð frá landnámi hefur orðið vitni að öðrum eins framförum á öllum sviðum. Hvað er Sigurði ntinnisstæðast á hans löngu ævi? „Margt er mér nú minnis- stætt, t.d. þegarég lieyrði í fyrsta skipti í útvarpinu. Margir töldu þá að nú næði tæknin ekki lengra, þetta væri toppurinn. Hernámið og Ougvélarnar sem því fylgdi, vöktu einnig undrun mína. Upp frá því komu tæknin og framfarirnar sVo ört, að enginn hafði tima til að undrast. Þetta var eins og skriða. Af einhverju sérstöku atviki á lífsleiðinni er mér án el'a minnisstæðast slys, sem henti mig vorið 1922. Eg var þá nýorðinn 14 ára gamall og var vikapiltur á Þóru- stöðum, stórbúi á Ströndinni, að þeirra tíma mælikvarða. Hjónin sem ég var vistaður hjá, þau Eyj- ólfur Jónsson og Steinunn Helgadóttir, höfðu það til siðs að fara til Reykjavíkur rétt fyrir lokadaginn 11. maí ár hvert, og kaupa ýmsar nauðsynjar til heimilisins. Kvöldiðáðuren lagt skyldi í þessa ferð, var égsendur upp í heiði til að ná i tvo hesta sem þau ætluðu að nota til f'erð- arinnar. Annar var vagnhestur, en hinn var frúarhestur, l'allegur skjóttur reiðhestur. Um átta-leytið um kvöldið lagði ég af stað gangandi upp í hagann þar sem þeir héldu sig venjulega. En þar eru þá engir hestar sjáanlegir. Á þessum slóðum í heiðinni eru tvær djúp- ar gjár, Hrafnagjá og Klifgjá. Þær eru ekki samfelldar rifur á yfirborðinu, því þær koma víða saman að ofan, þar sem hægt er að ganga yfir þær. Við krakk- arnir höfðum oft leikið okkur við að henda steinum niður í gjárnar og fylgjast með því þegar þær skullu í botninn. Stundum heyrðum við að þeir lentu í vatni mjög djúpt niðri. Þegar ég kem að fyrrnefndu gjánni, sé ég allstóran stein, eig- inlega á gjábarminum. Ég hugs- aði með mér að gaman væri nú að láta þennan fara niður, og ler að bisa við hann. Eftir dágóða stund kom los á steininn og beygði ég mig þá yfir hann til að velta honum fram af brúninni. En svo ólánlega vildi til, að ég fer fram af brúninni með steininum. Ég man að ég var að hrapa, svo heyrði ég klukkna- hljóm fyrir eyrunum, síðan var allt kolsvart. Svo man ég ekkert meir, fyrr en ég rankaði við mer hríðskjálfandi úr kulda. Ég hafði óstjórnlegar kvalir í öllum skrokknum og var alblóðugur. Smátt og smátt verður mér ljóst, að ég ligg uppi á gjábarminum, nákvæmlega á sama stað og steinn hafði verið á. Það fyrsta sem ég sá, þegar ég fór að líta betur í kringum mig, var hestur sem horfði á mig. Hann var nokkra metra frá, og ég þekkti hann strax. Þetta var Brúnn frá Hellukoti, einum bænum á Ströndinni. Ég ætla þá að standa upp, en get það ekki l'yrir kvölum í öðr- um fætinum. Þegar ég skoða fót- inn nánar, sé ég að buxurnar hafa höggvist í sundur og það er stór skurður á hnénu og hæll rétt lafði við fótinn. Hesturinn stóð alltaf grafkyrr, svo ég byrjaði að skríða að honum. Éinhvern veginn tókst méraðskrönglastá bak, en þá gat ég ekki með nokkru móti setið hestinn fyrir kvölum í náranum. Ég tók það því til bragðs að leggjast á grúfu þvert yfir bakið á honum, og danglaði svoí hann. Það vareins og við manninn inælt. Hesturinn hélt af stað niður heiðina, eins og hann væri teymdur. Án þess að ég hefði nokkur tök á því að stjórna honum, fór hann rakleitt í hlaðið á Þórustöðum, þar sem ég var vistaður, en ekki heim að Hellukoti, bænum sem hann var frá. Ég renndi mér svo niður og skreið inn í bæ. En allir voru í fastasvefni, enda var klukkan orðin 2 að nóttu. Mértókstsamt að vekja Samúel, son hjónanna. Hann kemur strax framúr og lítur á meiðslin, en honum líst ekkert á þetta, svo hann vekur heimilisfólkið. Þá er ég drifinn upp í rúm og skoðaður nánar. Húsráðendur sáu strax hve al- varlegt þetta var og ákváðu að fá lækninn í Keflavik til að koma. Símstöðin var þarna skammt sunnan við bæinn og var Samúel sendur af stað. Fór hann fyrst lieim til mín og vekur fóstra minn, og segir honum tíðindin. Fóru þeir svo saman á símstöð- ina, vöktu þar upp og hringdu í Þorgrím Éyjólfsson, lækni í Keflavík, og báðu liann að koma. Aðeins einn bíll var þá til í Kellavík,- Var það blæjubíll sem Stefán Jóhannsson átti. Þorgrímur læknir fékk hann til að aka sér. Þegar læknirinn var búinn að líta á mig sagðist hann þurfa að sauma mig allan saman, en það geti hann ekki gert með mig þarna í rúminu. Hann lætur því taka eina hurð- ina af hjörunum og leggja hana á eldhúsborðið. Þar hellti hann joði ofan í öll sárin og saumaði mig síðan saman, ódeyfðan. Að því loknu sagðist hann ekki geta gert meira, en ég yrði að komast á sjúkrahús innan sólarhrings. Það þyrfti að athuga mig nánar innvortis, hvort ég væri einhvers staðar beinbrotinn. Ég var orðinn svo lemstraður þegar hér var komið, að ég gat alls ekki setið í bílnum. Varð því að ráði að blæjurnar voru teknaraf bíln- um og ég borinn út á hurðinni, sem var látinn þversum á bílinn yfir aftursætið. Fóstri minn sat frammi í hjá Stefáni. Þannig var ég lluttur inn á Landakotsspít- ala, en Samúel l'ylgdi Þorgrími lækni gangandi suður á Voga- stapa. Á Landakoti lá ég í 5 vikur og gréru sárin eftir atvikum vel. Reyndar gekk ég við staf nokkuð lengi á eftir. Þegar ég kom heim fann ég fljótt, að fólk var hálf vantrúað á sögu mína af slysi mínu og var það sannarlega engin furða. En varla var vikan liðin, þegar fóstri minn var kallaður í sím- ann. Bláókunnugur maður inn- an úr Reykjavík var i símanum og spurði hann löstra hvort hann kannaðist við unglingspilt, sem hefði hrapað þarna olan í hraunsprungu um vorið. Fóstri kvað svo vera, reyndar hafi hann alið þennan dreng upp. Sá ókunnugi spyr þá hvort það sé nokkur möguleiki á því að hann geti komið með mig til Reykja- víkur fljótlega, hann langi til að skoða piltinn. Strax næsta dag fáum við fóstri far í bæinn aftan á pallbíl, sem annaðist fiutninga þarna um Ströndina. Okunni maðurinn sagðist búa við Hverf- isgötuna, og þegar við höfðum haft upp á honum, bauð liann okkur inn og kallaði til tvo mennm sem reyndust vera Eng- lendingar. Hann sagði okkurað þeir væru miðlar og á miðils- fundi hjá þeim hefði komið maður, sem fullyrti að hann hefði bjargað pilti upp úr hraungjá á íslandi og komið honum til byggða. Englending- arnir skoðuðu mig í krók og kring og tóku myndir af áverk- unum sem ég hlaut í fallinu. Ymsar spurningar lögðu þeir fyrir mig, sem sá ókunni túlkaði, og svaraði ég þeim eftir bestu getu. Þó nú séu liðin rúm 65 ár frá atburði þessum, hef ég aldrei fengið aðra skýringu á því sem þarna gerðist, en þá sem ensku miðlarnir komu með. Eitthvað yfirnáttúrulegt hel'ur gerst þarna, sem við skiljum ekki á þessu tilverustigi, þrátt fyriralla tæknina“. ., Fimmtudagur 18. febrúar 1988 15 SJÁVAIMILLID U RESTAURANT Matarverð sem kemur á óvart. • Sjávargullið, Vesturbraut 17, er opið á í'östudags- og laugardagskvöldum frá kl. 18.30-22.30. • Matargestir greiða ekki aðgang á dansleiki í Glaumbergi. • Hér er dæmi um gest sem ætlar að eiga huggulegt kvöld með kvöldverði og dansleik: - Blandaðir sjávarréttir kr. 750, mínus aðgangseyrir kr. 500, = 250 kr. - Lambalundir í gráðosts- sósu m/kartöí'lum og grænmeti kr. 1.100, mínus aðgangseyrir kr. 500, = 600 kr. (P.S. það gleymdist að draga frá leigubílinn, því veitingastaðirnir eru í sama húsi). t Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GUNNLAUGS ÁGÚSTS EINARSSONAR Lækjarmóti, Sandgerði. Ólafur Gunnlaugsson Jórunn Guðmundsdóttir Karl Þorbergsson Vigdís Filipusdótfir og fjölskyldur Viðskiptavinir HÁR-INN athugið! Verðum á námskeiði erlendis dagana 22. feb. til 2. mars, og verður stofan því lokuð þessa daga. Mætum endurnærðar og fullar af nýjum hugmyndum til starfa aftur 3. mars. ffl/M Hólmgarði 2 - Keflavik Sími14255

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.