Víkurfréttir - 18.02.1988, Blaðsíða 17
\iikuh
jtííUt
Slysavarnadeild kvenna í Garði:
Stjórnin endurkjörin
Fyrir skömmu héldu konur
í SÍysavarnadeild kvenna í
Garði aðalfund sinn í björgun-
arstöðinni í Garði. Var sama
stjórn endurkjörin en hana
skipa Guðrún Pétursdóttir
formaður, Guðrún Svein-
bjarnardóttir gjaldkeri, Krist-
jana Kjartansdóttir ritari,
Kristbjörg Hallsdóttir og
Brynja Margeirsdóttir með-
stjórnendur.
A fundinum var meðal ann-
ars samþykkt að senda Slysa-
varnafélagi Islands svohljóð-
andi bréf:
„A fundi Slysavarnadeildar
kvenna í Garði var samþykkt
tillaga Helgu Jóhönnu Þor-
steinsdóttur, þess efnis að
senda S.V.F.I. bréf og hvetja
til þess að hafin verði fjáröflun
til kaupa á björgunarþyrlu
fyrir Norðurlandssvæði. Einn-
ig að þyrlumálin verði endur-
skoðuð.“
Þá var einnig samþykkt á
fundinum að vera í samstarfi
við Slysavarnasveitina Ægi
um rekstur veitingasölu í
gamla Garðskagavitanum yfir
sumartímann. Þá kom fram á
fundinum að á siðasta ári
styrkti Slysavarnadeildin, Ægi
um 60.000 krónur ogað lokum
að Slysavarnadeild kvenna í
Keflavík hefur verið boðið á
afmælisfund í marsmánuði.
Fimmtudagur 18. febrúar 1988 17
Frá aðalfundi slysavarnadeildar kvenna í Garði. Guðrún Pétursdóttir, formaður, í ræðustól.
Ljósm.: hbb.
FM 91.0 ly>
Fimmtudagur 18. febrúara
15.00-16.00 - Pallborðsumræður
um framtíð Suðurnesja. - Stjórn-
andi: Hjálmar Árnason.
16.00-17.00 - Popptónlist frá Suð-
urnesjum kynnt. - Stjórnendur:
Kiddi og Kristinn P.
17.00-18.00 - Tónlistarþáttur við
allra hæfi. - Stjórnandi: Kristján
Jóhannsson.
■18.00-19.00 - Þáttur um Öldunga-
deild FS. - Stjórnendur: Nemend-
ur úr Öldungadeild.
19.00-20.00 - Tónlistarþáttur I
þyngri kantinum. - Stjórnendur:
Siggi, Nikulás og Sverrir.
20.00-21.00 - Dulræn fyrirbæri,
Ijallar um Sálarrannsóknarfélag-
ið. - Stjórnandi: Vignir Már Har-
aldsson.
21.00-22.00 - Tónlistarþáttur með
blönduðu efni. - Stjórnendur:
Guðmundur og Heske.
Ath. Fréttir eru kl. 11, 13-13.30,
16.30, 17.30.
Föstudagur 19. febrúar:
10.00-12.00 - Viðtalsþáttur með
léttri tónlist. - Stjórnendur: Vignir
og Kristján.
12.00-13.00 - Tónlist sem heyrist
ekki dags daglega. - Stjórnendur:
Beggi, Steini og Sverrir.
13.00-13.30 - Fréttapóstur FS.
Stjórnendur: Hilmar, Vignir,
Björn og Sólveig.
13.30-14.00 - Tæknimenn spila
Ijúfa tónlist.
14.00-15.00 - Popptónlist frá Suð-
urnesjum kynnt. - Stjórnendur:
Koddi og Kristinn P.
15.00-16.00 - Blandaður þáttur
við allra hæfi. - Stjórnendur: Guð-
mundur og Heske.
16.00-17.00 - Tónlistarþáttur með
Ijúfri tónlist. - Stjórnendur: Siggi
og Nikulás.
17.00-18.00 - Blandaður tónlistar-
þáttur. - Stjórnandi: Sverrir Geir-
mundsson.
18.00-19.00 - Rokkþáttur. - Stjórn-
endur: Beggi, Steim og Sverrir.
19.00-20.00- Fyrsti kokteill kvölds-
ins hrærður. - Stjórnandi: Kristján
Jóhannsson.
20.00-21.00 - Gömul og ný tónlist
spiluð. - Umsjónarmenn: Magnús
Hlynur og Sigrún Adólfsdóttir.
21.00-22.00 - Út i hött. Þáttur með
tónlist fyrir ÞIG. - Stjórnendur:
Kiddi og Guðbrandur.
22.00-23.00 - Upphitun fyrir
Rock’n Roll ball I FESTl. - Stjóm-
endur eru: Jón Páll og Steinþór.
23.00-24.00 - Lokaþáttur útvarps
FS, FM 91,0. Böðvar Jónsson
mun sjá um að halda öllum í stuði.
Ath. Starfsmenn Útvarps FS,
FH 91,0, eru Anna Margrét, Val-
borg og Birgir. Tæknimenn eru
Helgi, Sverrir, Júlíus og ??????
ATVINNA ■ ATVINNA
Aðstoð á
tannlæknastofu
Starfskraftur óskast í fullt starf á tann-
læknastofu Inga Gunnlaugssonar. Þarf að
geta hafið störf sem fyrst.
Æskilegt að umsækjandi sé orðinn 20 ára.
Upplýsingar á stofunni, eða í síma 12577.
Hitaveita
Suðurnesja
óskar eftir að ráða fjóra
starfsmenn
1. Háspennudeild
Rafvirkja, en deildin annast háspennu-
línur, aðveitustöðvar, spennistöðvar
o.fl. á vegum fyrirtækisins..
2. Rafmagnseftirlit
Rafvirkja sem þarf að uppfylla skilyrði
til B-löggildingar til rafvirkjunarstarfa.
3. Orkuver í Svartsengi
Laghentan starfsmann til að annast
þrif á orkuverum og vélbúnaði auk
minni háttar viðhalds.
4. Tækniteiknara
Tækniteiknara til starfa hjá tæknideild
H.S.
Launakjör samkvæmt nýgerðum kjara-
samningi Starfsmannafélags Suðurnesja
og Hitaveitu Suðurnesja.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsing-
ar fást á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja,
Brekkustíg 36, Njarðvík, og skulu umsókn-
ir berast þangað eigi síðaren 4. mars 1988.
Hitaveita Suðurnesja
- ATVINNA ■ ATVINNA
Hársnyrtifólk,
athugið
Hárskeri eða hárgreiðslusveinn óskast.
Vinnutími samkomulag. - Góð laun.
Upplýsingar í síma 12195.
Hársnyrtistofan EDILON
Atvinna
Gjaldkeri
Hraðfrystihús Keflavíkur hf. óskar eftir að
ráða gjaldkera.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um
aldur, menntun og fyrri störf, sendist fram-
kvæmdastjóra fyrir 25. febrúar n.k.
Hraðfrystihús Keflavíkur hf.
Hjúkrunarforstjóri
Staða hjúkrunarforstjóra við Sjúkrahús
Keflavíkurlæknisháraðs er laus til um-
sóknar.
Um er að ræða 100% stöðu.
Umsóknir sendist undirrituðum sem veitir
allar nánari upplýsingar í síma 92-14000.
Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k.
Framkvæmdastjóri
Ræstingar
Starfskraftur óskast í ræstingar hjá Versl-
unarbankanum.
Upplýsingar í síma 15600.
V/6RZLUNRRÐRNKINN
-uútHurmtíftin!