Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.03.1988, Síða 1

Víkurfréttir - 24.03.1988, Síða 1
I , ar.dsbóUasa 101 ReyUj»v Grunnskóli Grindavíkur: Skólakennsla í Grindavík 100 ára Á laugardag verður haldið upp á það með formlegum hætti að liðin eru eitt hundrað ár síðan skólakennsla hófst í Grindavík. Að sögn Margrét- ar Gísladóttur, formanns skólanefndar grunnskólans í Grindavík, verður á laugardag kl. I4 opnuð sýning nemenda skólans á verkum sem þau hafa unnið í vetur og sérstöku verki sem tengist Grindavík og afmælinu. Eru allir gamlir nemendur velkontnir svo og Grindvík- ingar allir, en sýning þessi verður í gamla leikfimissaln- um og verður opin dagana 26., 27. og 31. mars og 2. og 4. apr- íl. Þá hefur blaðið hlerað að við opnun sýningarinnar muni einn nemenda skólans, sem tók þátt í hópverkefninu, lesa upp Ijóð eftir Kristinn Reyr. Þessi nentandi hefur einnig spreytt sig við að yrkja Ijóð og birtum við eitt frumsamið eftir hana annars staðar í blaðinu. Hún heitir Guðrún Lúðvíks- dóttir og er aðeins I4áragöm- ul. Síðar munum við greina nánar frá afmæli þessu svo og sýningunni. hpé/Grindavík. Ljósm.: pket. A LEIÐ I LAND Grindavík: Reyndi að stinga lög- regluna af Vopnuð herlögregla stöðvaði ferðalanga á íslenskum þjóðvegi Alls voru sex ökumenn teknir fyrir grun um meinta ölvun við akstur í Keflavík í síðustu viku og tveir í Grindavík. Annar þeirra sem tekinn var í Grindavík reyndi að komast undan lögreglunni og ók m.a. á annað hundr- að km hraða. En það tókst ekki þrátt fyrir það og náði lögreglan kauða. Hinn að- ilinn úr Grindavík hafði tekið bifreið ófrjálsri hendi og velt henni. Skemmdist bifitiðin töluvert, en öku- maðurinn slapp með skrámur. Enn einu sinni hafa herlög- reglumenn af Keflavíkurflug- velli verið staðnir að alvarlegu broti utan vallar. Urðu vegfar- endur um Hafnaveg á laugar- dag varir við einkennilega uppákomu af þeirra völdum við gatnamót flugvallavegar. Þar stöðvuðu þeir bíl með tveimur Dönum í, er sést höfðu munda myndavélar í námunda við Sorpeyðingar- stöðina. Mættu á staðinn alls fimm ökutæki frá hernum, þ.e. tveir herlögreglubílar, einn bíll með Marine-hermönnum og tveir herbílar ómerktir. Að auki var kallaður til bíll frá ís- lensku lögreglunni á Keflavík- urflugvelli og það þó þetta ætti sér stað utan lögsagnarum- dæmis flugvallarlögreglunnar eða á svæði Keflavíkurlög- reglu. Höfðu Danirnir verið á helgarferðalagi en þeir starfa báðir hér á landi og m.a. verið að mynda fjallahringinn. Voru þeir færðir á lögreglustöðina á Keflavíkurflugvelli, þar sem málið var útkljáð sem mistök af hálfu hermannanna. Að sögn viðmælenda blaðsins er það orðið með öllu ólíðandi, afskipti herlögreglunnar utan girðingar eins og í þessu tilfelli sem varð á íslenskum þjóð- vegi. Hlýtur að fara að koma að því að þessi skrumsýning verði stöðvuð svo og hinar frjálsu útivistarreglur sem í gildi virðast vera með varnar- liðsmenn utan girðingar. Hvorki náðist í blaðafull- trúa varnarliðsins né lögreglu- stjórann á Keflavíkurflugvelli vegna máls þessa, áður en blaðið fór í prentun. Garðmenn vilja endur- heimta Helguvíkina Borgarafundur var haldinn í Garðinum á þriðjudags- kvöld. Aðeins voru mættir 12 áheyrendur á fundinn. Fund- urinn hófst með því að Finn- bogi Björnsson, oddviti, gerði grein fvrir fjárhagsáætlun Gerðahrepps 1988. I fyrirspurnum var lögð fram eftirfarandi tillaga: „Borgarafundur í Garði, haldinn þriðjudaginn 22. ntars 1988, hvetur hreppsnefnd Gerðahrepps til þess að leita allra leiða lil að endurheimta hluta lands þess, eraf hreppn- um var tekið með lögum á ár- inu 1966. Sem sett var undir lögsagnarumdæmi Keflavík- ur. Fundurinn hefur þá i huga landsvæðið neðan Garðvegar, neðan kirkjugarðs í suð-austur frá núverandi mörkum Gerða- hrepps og Keflavíkur, ca. 300 metra inn fyrir Sandgerðisyeg, beint í sjó fram suð-austan Helguvíkur. Garði 22. mars 1988 Unnar Már Magnússon" Var tillaga þessi samþykkt samhljóða á fundinum.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.