Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.03.1988, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 24.03.1988, Qupperneq 8
\)ÍKUK 8 FimmtudaguC-24. mars-4988 VINSÆLAR fermingargjafir I Sportbúð Óskars Fegurðardrottningar Suðurnesja, þær Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir og Oddný Nanna Stefánsdóttir, nota að sjálfsögðu íþrótta- og skíðavörur frá SPORTBÚÐ ÓSKARS. SKÍÐATILBOÐ - FERMINGARTILBOÐ: SPORTPAKKk Atomic skíöi 180-195 Salomon skór 5x41 Salomon bindingar 347 Atomic stafir VERÐ: 15.290 Fermingartilboö 15%afsl. 12.996.- UNGLINGA- OG DÖMUPAKKI: Atomic skíði 140-170 Salomon skór 5x41 Salomon bindingar 347 Atomic stafir VERÐ 14.290 Fermingartilboö 15% afsl. 12.145,- GÖNGUPAKKI: Jarnvinen skíöi 190-210 Salomon bindingar Salomon gönguskór Jarnvinen stafir VERÐ: 7.490 Fermingartilboö 15% afsl. 6.350,- Höfum á boðstólum mikiö úrval af góðum fermingargjöfum, svo sem skíöapoka, skópoka, skíðagalla, skiðagleraugu og skíðalúffur. - Einnig bakpoka (50-70 litra) og svefnpoka (-5 til -20° C). - Dúnúlpur og ADIDAS- gallamir vinsælu. - Þá höfum við golfsett, golfkerrur, golfpoka o.fl. o.fl. SPORTBÚÐ ÓSKARS Hafnargötu 23 - Keflavík - Sími 14922 Kútmagakvöld Lionsmanna Eitt af stórskemmtilegum uppátækjum Lionsklúbbs Keflavík- ur er að halda svokallað kútmagakvöld, sem er orðinn árlegur viðburður. Lionsfélagar taka þá gjarnan með sér gesti og segja sumir að þetta sé stærsta karlapartý á landinu sem haldið er. Ekki alls fyrir löngu var kútmagakvöldið haldið hátíðlegt í Golfskál- anum í Leiru að viðstöddum um 150 kátum körlum. Heiðursgest- ir kvöldsins voru DV-ritstjórarnir Ellert B. Schram og Jónas Kristjánsson, en sá síðarnefndi þykir mikið matargat. Fóru þeir félagar á kostum í ræðum sínum og sýndu Suðurnesjamönnum ,,hinahliðina“ á sér. Allt annað heppnaðist einnig mjög vel. Glóð- in sá um matinn, og bar fram eitt það rosalegasta sjávarréttahlað- borð sem menn hafa séð hér syðra. Blm. Víkur-frétta var að sjálf- sögðu á staðnum, borðaði mikið og mátti varla vera að því að mynda, en tók þó nokkrar sem birtast hér með. Ljósm. pket. F.v.: Jón Halldórsson, Jóhann Pétursson, Þórarinn Hjálmarsson, Hjálmar Árnason, Bragi Pálsson og Njáll Skarphéðinsson. F.v.: Bcncdikt Sæmundsson, Garðar Oddgeirsson, Jón Kagnar Höskulds- son, Sigurjón R. Vikarsson, Albcrt Hinriksson, Sigurður Þorkelsson, Héð- inn Skarphéðinsson og Helgi Jónatansson. Fremst á myndinni má þekkja þá Magna Sigurhansson (t.v.), Þorberg Frið- riksson og Jónas Kristjánsson.' Hvaða áhyggjumáli Ellert Eiríksson, sveitarstjóri og varaþingmaður, er að lýsa er óvíst um, en Ijóst er þó að ritstjórar DV brosa yfir því. F.v.: Jónas Kristjánsson, Ellert Eiríksson og Ellert B. Schram.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.