Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.03.1988, Side 18

Víkurfréttir - 24.03.1988, Side 18
18 Fimmtudagur 24. mars 1988 mun (UtUí' rSkýrsla utanríkisráðherra:: Rekstrartekjur frá varnarliðinu tæpir 6 milljarðar Athyglisverð skýrsla um starfsemina á Keflavíkurflugvelli Hér á eftir verður stiklað á nokkrum áhugaverðum atrið- um úr skýrslu utanríkisráð- herra til Alþingis. Lögreglustjóraembættið Samstarfsreglur um sam- vinnu íslenskra löggæslu- manna og bandarískra örygg- isvarða hafa verið endurskoð- aðar. Hefur sú breyting verið ákveðin að varðgæsla í hliðum varnarsvæðisins á Keflavíkur- flugvelli verði sameiginlega í höndum íslenskrar lögreglu og bandarískra öryggisvarða. Þetta var ákveðið í ljósi þess að eftir að Flugstöð Leifs Eiríks- sonar var opnuð, þurfa ekki aðrir að komast inn fyrir girð- ingu á varnarsvæðinu en þeir sem erindi eiga við varnarliðið eða starfa á varnarsvæðinu. Verður eftirlit með umferð inn og út fyrir girðingu á varnar- svæðinu hert af almennum öryggis- og tollgæsluástæðum. Þá hefur verið ákveðið að em- bætti lögreglustjórans í Kefla- vík annist löggæslu á þjóðveg- inun alla leið að flugstöðinni. Einnig má geta þess að ég hef rætt við bæjarstjórana í Kefla- vík og Njarðvík um möguleik- ann á að þau bæjarfélög leysi til sín landið neðan nýja flug- stöðvarvegarins en það er nú innan varnarsvæðis. Eru að heQast viðræður um það mál. I árslok voru heimiluð stöðugildi hjá embætti lög- reglustjóra á Keflavíkurflug- velli 92, en starfsmenn 93, þar af tveir í hálfu starfi. Heimiluðum stöðugildum fjölgaði þvíum 15 fráfyrra ári, þ.e. 9 í lögreglu og 6 í toll- gæslu. Við stofnun sérsveitar til ör- yggisgæslu í flugstöð hinn 1. júní 1986hurfu Mmennfráal; mennum lögreglustörfum. í ársbyrjun 1987 varheimilaðað bæta við 9 lögreglumönnum, sem í reynd þýðir, að fækkað hefur um 5 manns við almenn lögreglustörf. Við flutning í nýju flugstöð- ina varð að fjölga tollvörðum, m.a. vegna meira húsrýmis og stærra starfssvæðis. Þá var einnig ákveðið að efla aðgerð- ir gegn óleyfilegum innflutn- ingi ílkniefna. Voru4tollverð- ir sendir í sérstaka þjálfun í því skyni, fyrst hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og síðan til bresku tollgæslunnar á Lundúnaflugvöllum. Þjálfun fjórmenninganna og náinni samvinnu við fíkniefnadeildir lögreglunnar i Reykjavík og á Suðurnesjum er ætlað að stuðla að markvissari aðgerð- um gegn innflutningi fíkni- efna. Obreytt er frá fyrra ári, að kostnaður við 14stöðugildi, 12 í lögreglu og 2 í tollgæslu, er endurgreiddur af varnarliðinu (12), verktökum (1) og frí- höfninni (1). Starfsmenn skiptast þannig milli deilda embættisins: Tollgæsla: 35, sem skiptast á tvær deildir. Eru 8 tollverðir við eftirlit með flutningum varnarliðsins og verktaka þess, tollfrjálsum l'orða- geymslum flugfélaga og frakt- geymslum og 27 tollverðir við eftirlit meðferðuminnogútúr landinu um Keflavíkurflug- völl, þar með talið vegabréfa- skoðun, útlendingaeftirlit, öryggisleit við brottför, auk venjubundinnar tollleitar hjá ferðamönnum og flugáhöfn- um við komu til landsins. Hvor deild lýtur stjórn deild- arstjóra. Lögregla: 51, sem skiptast þannig að 2 eru við yfirstjórn, 2 í rannsóknarlögreglu, 14 við löggæslu í flugstöð og 33 við almenna löggæslu. Við flutning tollgæslu og lögreglu í hina nýju flugstöð hafa leigugjöld embættisins hækkað verulega, svo og ýmis sameiginlegur kostnaður leigutaka af rekstri byggingar- innar. Reikningar ársins liggja ekki endanlega fyrir, en ætla má að rekstrarútgjöld nemi sem næst 160 milljónum króna. Innheimtar tekjur til ríkis- sjóðs voru sem næst 320 mill- jónir króna, eða rösklega 99 af hundraði tekna. Veruleg lækk- un hefur orðið á tekjum frá fyrra ári og stafar það fyrst og fremst af lægri álagningu opin- berra gjalda á íslenska aðal- verktaka. Flugmálastjórn Á árinu 1987 fóru samtals ,748.774 farþegar um Keflavík- urllugvöll en 603.887 árið áð- ur. Fjölgun milli ára er 24,0 af hundraði. Farþegar hafa aldrei verið fleiri í sögu Kefla- víkurflugvallar. Skiptingin var þannig, að úr landi fóru 263.441 eða 23,6 af hundraði fleiri en á árinu 1986, en þá fóru 213.056 farþegarúrlandi. Viðkomufarþegar (transit) voru alls 226.476 árið 1987, en voru 179.292 árið 1986 og er það fjölgun um 26,3 af hundr- aðí. Arið 1987 komu til lands- ins 258.857 farþegar, 22,4 af hundraði fleiri en árið 1986 en þá komu 211.539 farþegar til landsins. Heildartekjur flugmála- stjórnar á Keflavíkurflugvelli voru um 102 milljónir króna á árinu. Þar af námu lendingar- gjöld um 94 milljónum króna. Rekstrargjöld voru um 78 milljónir króna, þar af launa- kostnaður um 60 milljónir króna. Skil til ríkissjóðs voru 20 milljónir króna. Á árinu 1987 unnu 400 fast- ráðnir starfsmenn við almenna fiugstarfsemi hjá innlendum stofnunum og fyrirtækjum. Um háannatímann var starfs- mannafjöldi á sjöunda hundr- að. Ráðningarskrifstofa Ráðningarskrifstofa varn- armálaskrifstofu hefur með höndum ráðningu starfsfólks til varnarliðsins. Ennfremurer ráðningarskrifstofa starfsfólki varnarliðsins til aðstoðar í ágreiningsmálum sem varða kaup og kjör. Á árinu 1987 voru ráðnir 245 menn til starfa hjá varnar- liðinu, en 240 létu af störfum. Starfsmenn varnarliðsins voru 1102 hinn l.janúarl988 og hafði fjölgað um 5 á árinu 1987. Starfsmenn ráðningarskrif- stofu eru 2. Ráðningarskrifstofan flutti þann 1. september 1987 í nýtt húsnæði að Brekkustíg 39 í Njarðvík. birgðaaukning um 40 milljón- ir króna, útistandandi kredit- kort um 20 milljónir króna og fjárfestingar um 15 milljónir króna. Kostnaður við rekstur varnarliðsins Heildarupphæð greiðslna varnarliðsins til Islendinga vegna reksturs varnarliðsins á árinu 1987 nam 153,3 milljón- um dollara, eða 5672 milljón- um króna. Þar af nam launa- kostnaður til íslenskra starfs- manna varnarliðsins 38,8 milljónum dollara eða 1436 milljónum króna. Varnarliðið greiddi á árinu 1987 um 114,5 milljónir doll- ara, 4237 milljónir króna, til íslenskra fyrirtækja og ein- staklinga vegna launa, verk- töku, vöruinnkaupa og þjón- ustu. Áætlað er að eigin inn- kaup varnarliðsmanna ogfjöl- skyldna þeirra á íslenskum landbúnaðarafurðum hafi numið 1,1 milljón dollara eða 40,7 milljónum króna. Steingrímur Herniannsson Framkvæmdir á vegum varnarliðsins Á árlegum fundi með bygg- ingardeild sjóhersins, sem haldinn var í Norfolk í októ- ber s.l., voru eftirtaldar fram- kvæmdir ákveðnar á árinu 1988. Ný ratsjárstöð á Miðnes- heiði. Ný ratsjárstöð á Stokksnesi. Viðbætur við verkstæði og birgðageymslu. Æfingasvæði fyrir slökkvi- lið Keflavíkurflugvallar. Skrifstofuhúsnæði fyrir yfir- stjórn varnarliðsins. Framhaldsframkvæmdir við gerð flughlaðs vegna fyr- irhugaðs flugfraktsvæðis við nýju llugstöðina og aksturs- brautir því tengdar. Viðbót við prófunarstöð fyrir þotuhreyfla orustu- flugvéla varnarliðsins. Allar þessar framkvæmdir var búið að samþykkja áður. Ratsjárstöðvarnar nýju á Miðnesheiði og á Stokksnesi munu leysa af hólmi stöðvarn- ar, sem þar eru. Verða nýju stöðvarnar eins að allri gerð og stöðvarnar, sem verið er að reisa á Bolafjalli og Gunnólfs- víkurfjalli. Byggingarkostnaður stöðv- anna verður greiddur af Atl- antshafsbandalaginu, sem og kostnaður við verkstæði og birgðageymslu. Aðrarframan- greindar framkvæmdir greiða Fjöldi varnarliðsmanna er sem hér segir: 31.12.1986 31.12.1987 Varnarliðsmenn ...................... 3104 3171 Þarafkonur í varnarliðinu ............ 456 514 Skyldulið varnarliðsmanna ........... 2054 2030 Parafbörn............................. 1257 1113 Búseta varnarliðs- manna utan varnarsvæða Hinn 1. desember 1987 voru búsettir utan varnarsvæða 68 íslenskir starfsmenn varnarliðsins skiptast þannig: 1. 1.1987 1.1.1988 Stjórnun 104 103 Verkstjórn 82 81 Slökkvilið og snjóruðningur . 122 139 Iðnaðarstörf 194 205 Skrifstofu- og verslunarstörf . 320 263 Almennt verkafólk 224 260 Verkfræðingar og tæknimenn 43 43 Símavarsla 8 8 Fríhöfnin Heildarvelta fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli var um 800 milljónir króna árið 1987 og hafði aukist milli ára um 57 af hundraði. Hreinn hagnaður frihafnar var um 240 milljónir króna og skil í ríkissjóð 165 milljónir króna eða 20 milljónum króna meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Hagnaður ársins 1987 skipt- ist þannig, að skil í ríkissjóð eru 165 milljónir króna, vöru- menn sem starfa fyrir varnar- liðið, þar af 6 hermenn. Af þessum 68 eiga 25 íslenska maka. Af fyrrgreindum 62 borgaralegum starfsmönnum eru 16 við kennslu í gagn- fræðaskóla og barnaskóla varnarliðsins. Aðrir erlendir starfsmenn vinna sérhæfð tæknistörf fyrir varnarliðið eða eru fulltrúar bandarískra fyrirtækja sem annast viðhald og þjónustu á tækjabúnaði varnarliðsins. Bandaríkin. Auk nýfram- kvæmdanna var samið um ýmsar viðhaldsframkvæmdir á eldri mannvirkjum. Áætlaður heildarkostnaður við fram- kvæmdir, sem Islenskir aðal- verktakar annast, er um 8,2 milljónir bandaríkjadala, en auk þess vinna Islenskir aðal- vcrktakar áfram að verkefnum sem þegar hefur verið samið um. Er áætlað að heildar- kostnaður við framkvæmdir á árinu 1988 verði um 55,2 millj- ónir bandaríkjadala, saman- borið við 59 milljónir banda- ríkjadala árið 1987. Endanlegt verð ræðst af samningum verk- takans og sjóhersins. Hefur því dregið nokkuð úr umfangi iramkvæmda. Hef ég meðal annars frestað framkvæmdum við einn áfanga olíubirgða- stöðvar í Helguvík um sinn. Auk þessa var á fundinum í Norfolk gengið frá áætlun unr viðhaldsverkefni sem Kefla- víkurverktakar sinna, fyrir samtals uni 9,_2 milljónir bandarikjadala. Á árinu 1987 var til samanburðar samið um viðhaldsverkefni fyrir rösk- lega 9,9 milljónir bandaríkja- dala.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.