Víkurfréttir - 24.03.1988, Síða 21
\>iKun
juíUt
Fimmtudagur 24. mars 1988
Guðmundur Vigfússon
Skammdegisórar um
stöðu fiskvinnslufólks
Það er sennilega að bera í
bakkafullan læk að nefna fisk-
vinnslufólk og laun þess. Fyrir
áramót byrjaði þessi venjulega
leiksýning, þegar samningar eru
lausir. Forystumenn VMSI komu
fram í fjölmiðlum ábúðarmiklirog
nánast eins og véfrétt.
Nú skyldi ekkert eftir gefið, nú
skyldi sko fiskvinnslufólkið ekki
gleymast, nú fengju forstjórar
fiskvinnslunnar fyrir ferðina, nú
átti skyndilega að endurheimta
starfsaldurshækkanir sem voru
gefnar eftir I986, í þessum for-
smánarlegu desembersamningum.
Guðmundur .laki og Karvel
fóru í leiðangur um landið til að
stappa stáli í verkafólk og töldu
sig hafa fundið mikla og þunga
reiði í röðum þessa fólks sem ber
uppi gjaldeyrisöflun þjóðarinnar
að mestu. Eg tel að fyrst og fremst
forystumenn VMSI séu sökudólg-
arnir að þeim vanda sem fisk-
vinnslan á við að búa - það vita all-
ir sem neyðast til að starfa við fisk-
vinnsluna að ef þeim byðist eitt-
hvað annað starf yrði það gripið
fegins hendi, slík eru Iaun þess og
aðbúnaður, bæði á vinnustöðum
og félagslega.
Þegar samningar voru svo loks
undirritaðir kom í ljós að starfs-
maður í fiskvinnslu eftir 12 ára
starf á sama stað skal hafa 34.020 í
mánaðarlaun og I7áraunglinguri
byggingarvinnu 33.318. Það var
það sem kom út úr andlitsfréttum
Guðmundar Jaka og Co. í sjón-
varpi.
Það er hinsvegar langt í frá að ég
telji laun 17 ára drengsins of há,
þetta sýnir bara betur en allt ann-
að lygina í forystumönnum VMSÍ.
Að sjálfsögðu voru þessir samn-
ingar felldir allstaðar á landinu
nema í Keflavíkurfélaginu og
Sandgerði. Það var sjálfgefið. Það
næsta marktæka var svo það að
Grindvíkingar vildu lagfæra laun
þeirra sem þar vinna en úlfahjörð-
in í Garðastræti kom þeim á kné.
Þórarinn V. Þórarinsson segir í
Mogganum 11/3: „Næsta skrefið
ætti því að vera að endurskoða
bónuskerfið, það er virkilega dap-
urlegt þcgar menn kljúfa sig út úr,
en það breytir engu um afstöðu
VSI, þó nokkrir saltfiskverkend-
ur semji við tvö hundruð ntanns."
Eg stórefast um að Þórarinn gjöri
sér grein fyrir hvað Grindavík er
stórt númer í gjaldeyrisöflun þjóð-
arinnar. Það kemur líka fram í
sama blaði að Olafur B. Olafsson,
varaformaður framkvæmda-
stjórnar VSI, teluróleystan vanda
fólksins sem vinnur í saltfiskfram-
leiðslunni og að skipuð hefur verið
ein nefndin enn til að athuga þau
mál. Það sem mér finnst merkilegt
við þetta allt er náttúrulega það að
einhver þvæla um bónus sem hægt
er að hagræða á ýmsan hátt skuji
vera rós í hnappagati hjá VSÍ,
fremur en beint greidd laun.
En það var annað sem olli þess-
um hugleiðingum. I Mogganum
12/3 er á baksíðu sagt frá því að
dótturfyrirtæki SH hafi hafið til-
raun með frystingu og söltun á
nýjum fiski frá íslandi á Humber-
svæðinu í Englandi. Þærvonirsem
við það eru bundnar helgast af
ódýru vinnuafli, ódýrum véla-
kosti og lágum vaxtakostnaði og
aðbúnaður verkafólks mun lélegri
en hér eru gerðar kröfur um.
Þar sem minn ágæti vinnuveit-
andi, Olafur B. Ólafsson, á að ég
held sæti í stjórn SH vildi ég eiga
með honum smáhugleiðingu um
aðbúnað í fiskvinnslu hér heima,
sér í lagi saltfiski og taka áður
fram að ég hef aldrei til Englands
komið. Getur verið að nokkur
maður telji til ágætis vinnustað,
þar sem allt eða flest frýs í frostum
og þar sem ekki getur nema partur
af starfsfólkinu sest niður í kaffi-
stofu í kaffitímum til drykkju. Þar
sem nánast engin aðstaða er fyrir
hlífðarföt og utanyfirföt sem not-
ast til að komast á vinnustað. Þar
sem fólk, við að láta ís í kassa,
stendur undir rennulausu þaki í
öllum veðrum og liggur næst
þrælabúðum að koma þeim sama
ís út í kassana.
Eg bara hugsa til fólksins í Eng-
landi sem býr við svona miklu
verra en við hér við að skapa verð-
mæti.
20 ára afmælisfagnaður
Félag slökkviliðsntanna á Keflavíkurflugvclii hélt nýlega það hátíðlegt að 20 áreru liðin frá stofnun fé-
lagsins. Af því tilefni komu saman um 80 manns í KK-salnum í Keflavík. Þar fóru fram ræðuhöld og
ýmislegt var til skemmtunar. Voru þessar myndir teknar við það tækifæri. Ljósm.: hbb.
Fyrst
og síðast
Myllu
samlokubrauð
Hvað er fljótlegt, einfalt, hollt og gott?
Samloka úr Myllu samlokubrauði.
Myllu samlokubrauð á alls staðar við; heima,
í vinnunni og í ferðalaginu.
Myllu samlokubrauðin fást bæði úr hveiti
og heilhveiti og eru að sjálfsögðu sykurlaus.
Fáðu þér Myllu samlokubrauð í'yrst, - og síðast.
BRAUÐ HF. - SÍMI 83277