Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.07.1988, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 28.07.1988, Blaðsíða 17
\)iKur< juiUt r Handknattleikur - 2. deild: Sandgerðingar eru hættir! Sandgerðingar munu ekki J tefla fram liði í 2. deildinni í I handknattleik í vetur. Und- ■ anfarin ár hefur liðið verið | meira og minna skipað „út- | lendingum", þ.e. leikmönn- J um annars staðarað. Þjálfar- | arar liðsins undanfarin tvö ■ ár, þeir Willum Þórsson og ■ Stefán Arnarson úr KR, I náðu ágætis árangri með z liðið, en það var þó Guð- I mundur Arni Stefánsson, ■ núverandi bæjarstjóri í I Hafnarfirði, sem átti mest- ■ an heiður að uppgangi liðs- I an heiður að uppgangi hand- I boltans í Sandgerði. Undir ■ hans stjórn komst liðið upp í I 2. deild á sínu 3. ári frá stofn- " un deildarinnar. „Það er öruggt að við verð- . um ekki með meistaraflokk í | vetur, en við ætlum þó að ■ reyna að halda út yngri I flokkum. Við munum halda I fund fljótlega þar sem ■ ákvörðun verður tekin“, I sagði Kristinn Armannsson í ■ stjórn handknattleiksdeild- L___________________________ ar, en hann hefur einni leikið með liðinu frá upphafi. Nokkrir af leikmönnum Reynis ætla sér eða eru búnir að ganga til liðs við Njarð- vík. Það er mikill hugur í Njarðvíkingum, sem hafa ráðið Magnús Teitsson, fyrr- um Stjörnuleikmann, þjálf- ara liðsins. „Við höfum æft af krafti þrisvar í viku í mán- I uð og ætlum okkur stóra | hluti í vetur“, sagði Erlingur . Hannesson, formaður hand- | knattleiksdeildar UMFN. ■ Það verða því aðeins tvö I Suðurnesjalið í 2. deildinni í I handknattleik, ÍBK og ■ UMFN. I stað Reynis kemur | Afturelding upp í deildina. Njarðvíkingar undir stjórn Magnúsar Teitssonar, eru byrjaðir að æfa af krafti. Ljósm.: hbb. íslandsmótið - 3. deild: Bræðurnir góðir er UIVIFG vann Grindvíkingar fagna ákaft marki Júlíusar Péturs. Ljósm.: hbb. Njarðvíkursigur á Sandgerðingum Grindvíkingar tóku á móti Aftureldingu i Islands- mótinu á föstudagskvöld í Grindavík. Leikur liðanna var óttalegt strögl fram að leikhléi og Afturelding fyrri til að skora, en Júlíus Pétur Ingólfsson jafnaði leikinn fyrir leikhlé. I seinni hálfleik áttu Grindvíkingar töglin og hagldirnar í leiknum og þegar um stundarfjórðung- ur var liðinn af síðari hálf- leik skoraði Pálmi Ingólfs- son stórglæsilegt mark með skalla (2:1) eftir hornspyrnu. Það var svo Freyr Sverris- son sem gulltryggði sigur Grindvíkinga yfír Aftureld- ingu, 3:1. „Við eigum erfiðan leik nú í kvöld (fimmtudagskvöld) við Stjörnuna _ á útivelli", sagði Guðjón Olafsson, að- spurður um framhaldið.eftir leik Grindavíkur og Aftur- eldingar á föstudagskvöld. „Liðin sem eru í toppbarátt- unni mega ekki tapa leik, þá fjarlægist 2. deildin óðfluga, en við erum búnir að vera í toppbaráttunni lengi. Við ætlum okkur upp og erum bjartsýnir á framhaldið", sagði Guðjón að lokum. Njarðvíkingar báru sigur- orð af Sandgerðingum í Is- landsmótinu í 3. deild á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Leikurinn var æsi- spennandi á köflum og tvísýnt um úrslit. Það var Guðjón Hilmarsson sem skoraði mark Njarðvíkinga og jafnframt sigurmark þeirra, en sigurinn í Sandgerði var þeirra fyrsti í 3. deildinni í ár. Fimmtudagur 28. júlí 1988 17 Opna spænska meistaramótið: Eðvarð og Ragnheiður náðu í 4 gull - auk silfur- og bronsverðlauna Sundkempurnar úr liði UMFN, þau Eðvarð Þór Eð- varðsson og Ragnheiður Run- ólfsdóttir, stóðu sig mjög vel á spænska meistaramótinu í sundi, sem haldið var á dögun- um. Héldu þau sem fyrr uppi merki íslands og hlutu fern gullverðlaun, ein silfurverð- laun og eitt brons. Eðvarð hlaut gullverðlaun fyrir 100 og 200 m baksund. Hann synti vegalengdirnar á 58.39 sek. og 2:05.25 mín. Þá hlaut Eðvarð bronsverðlaun fyrir 200 m fjórsund, synti á tímanum 2:09.74 og setti ís- Iandsmet. Ragnheiður vann einnig til tveggja gullverðlauna. Hún sigraði í 100 og 200 m bringu- sundi á tímunum 1:13.81 og 2:37.11 mín. Fyrir tímann í 200 m sundinu, sem var Is- landsmet, hlaut hún einnig bikar sem veittur er sam- kvæmt alþjóðlegri stigatöflu. Þá hlaut hún einnigsilfurverð- laun fyrir 200 m fjórsund sitt. Synti hún vegalengdina á 2:25.34 mín., sem einnig er Is- landsmet. Keppendur á þessu móti voru alls um 500 og stóðu allir íslensku keppendurnir sig með prýði. Sem kunnugt er munu þau Eðvarð og Ragnheiður keppa á Olympíuleikunum í Seoul og verður fróðlegt að fylgjast með þeim þar. Mjólkurbikarinn: Gummi „Malí“ kom ÍBK áfram Keflvíkingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Mjólk- urbikarkeppninnar í knatt- spyrnu er þeir sigruðu Skagamenn á Skipaskaga í sl. viku. Það var Guðmundur ,,MaIí“ Sighvatsson sem skoraði sigurmark ÍBK í síð- ari hálfleik. Guðmundur sem leikur aftarlega í vörn ÍBK, er orðinn með marka- hæstu mönnurn liðsins, því hann skoraði einnig sigur- niark ÍBK gegn Völsungum á Húsavík. ÍBK þarl' síðan að mæta Leiftri í undanúrslitum og ter leikurinn fram á Olafs- lirði 10. ágúst n.k. Víðir fékk skell Víðismenn fengu stóran skell er þeir mættu Fylkis- mönnum í toppbaráttu 2. deildar á föstudagskvöld, og töpuðu 5:1. Einungis einn Fylkisnraður varð þess vaid- andi að Víðismenn fóru heim með sárt ennið, Örn Valdi- marsson, sem skoraði fjögur mörk. Staðan í hálfleik (2:0) gaf ekki rétta mynd af gangi leiksins, því Víðismenn voru miklu meira með boltann, en sóknirnar ekki nógu beittar. í síðari háltleik voru Fylkis- menn með leikinn í stnum höndum og því fór senr fór, fimm mörk gegn einu Víðis- mantia, sem Björn Ingi- mundarson skoraði. Dómari leiksins var haldinn mikilli spjaldagleði og fékk Hafþór Sveinjóns- son að líta rauða spjaldið og ,,hálft“ Víðisliðið það gula. Keflvíkingar stein- lágu fyrir KR 0:3 Sigurganga Keflvíkinga endaði fljótt eftir tvo sigur- leiki þeirra í röð, er þeir steinlágu l'yrir Vesturbæjar- liðinu KR í Frostaskjóli sl. mánudagskvöld. KR skor- aði þrjú mörk gegn engu Kcflvíkinga. Fallbaráttudraugurinn fylgir því Keflvíkingum cnn- þá eins og skugginn og ljóst að liðið þarf að taka sig veru- legaá íandlitinuefekkiáilla að fara.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.